Hætti óvænt: Fannst hann skulda fjölskyldunni smá tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 10:31 Sverrir Eyjólfsson er hættur handboltaþjálfun og stýrir því ekki Fjölnisliðinu í Olís deild karla á næstu leiktíð. Vísir/Arnar Þjálfari karlaliðs Fjölnis í handbolta stýrði liðinu í efstu deild í fyrrakvöld en er hins vegar hættur með liðið. Eftir mikinn eril síðustu mánuði hlakkar hann til að hafa meiri tíma með fjölskyldunni. Fjölnir lagði Þór frá Akureyri í oddaleik um laust sæti í Olís deildinni í Grafarvoginum á fimmtudagskvöldið. Á tímabili í vetur var þó ekki endilega útlit fyrir að sú yrði niðurstaðan. „Það var ekki rosalega fjölmennt á æfingum þarna í byrjun og maður var kominn með áhyggjur af því hvort við gætum gert tilkall til þess,“ sagði Sverrir Eyjólfsson, fráfarandi þjálfari Fjölnis, í samtali við Val Pál Eiríksson. Liðið vann Þórsara 24-23 í oddaleiknum eftir að hafa unnið 26-22 á Akureyri í leiknum á undan. Tilfinningin var því þeim mun betri að takast ætlunarverkið. „Hún var bara ótrúlega sæt og líka ótrúlega mikill léttir. Við vorum alveg ákveðnir í því að við ætluðum að klára þetta. Þegar þetta var í höfn, og sérstaklega í svona leik, þá skal ég alveg viðurkenna það að það létti ansi vel yfir manni,“ sagði Sverrir. Nær kannski tíu mínútum með guttanum Sverrir er hins vegar kominn með gott af þjálfun í bili. Hann fylgir því Fjölni ekki upp. Hann er í fullri vinnu auk þess að eiga ungan dreng. Þá býr hann á Álftanesi og ferðatíminn því töluverður samhliða vinnunni. „Það er bara út klukkan átta og svo er æfing 17.30. Ég kem heim klukkan hálfátta og þá næ ég kannski tíu mínútum með guttanum áður en hann er sofnaður. Þetta er bara vikan. Svo kemur helgin og þá eru æfingar í hádeginu og svo er vídeóvinna á kvöldin til að fylgjast með öllu þessu dóti,“ sagði Sverrir. „Þetta er rosa mikið en ég var búinn að ákveða þetta í samráði við mína fjölskyldu. Mér fannst ég skulda þeim smá tíma,“ sagði Sverrir en hverju er hann spenntastur fyrir nú þegar rýmið verður meira? Þurfa ekki að stilla lífið eftir æfingatöflu „Ég bara hreinlega veit það ekki. Geta farið upp í sumarbústað um helgar og þurfa ekki að stilla lífið mitt eftir æfingatöflu. Það er eiginlega bara það. Fara í sund með guttanum eftir vinnu. Það er ýmislegt í boði,“ sagði Sverrir. Hann mun þó fylgjast með leikjum Fjölnis á næsta ári úr stúkunni. „Ég er spenntastur fyrir því að sitja upp í stúku og fussa yfir þjálfaranum,“ sagði Sverrir léttur að lokum. Það má sjá viðtalið hér fyrir ofan. Olís-deild karla Fjölnir Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Fjölnir lagði Þór frá Akureyri í oddaleik um laust sæti í Olís deildinni í Grafarvoginum á fimmtudagskvöldið. Á tímabili í vetur var þó ekki endilega útlit fyrir að sú yrði niðurstaðan. „Það var ekki rosalega fjölmennt á æfingum þarna í byrjun og maður var kominn með áhyggjur af því hvort við gætum gert tilkall til þess,“ sagði Sverrir Eyjólfsson, fráfarandi þjálfari Fjölnis, í samtali við Val Pál Eiríksson. Liðið vann Þórsara 24-23 í oddaleiknum eftir að hafa unnið 26-22 á Akureyri í leiknum á undan. Tilfinningin var því þeim mun betri að takast ætlunarverkið. „Hún var bara ótrúlega sæt og líka ótrúlega mikill léttir. Við vorum alveg ákveðnir í því að við ætluðum að klára þetta. Þegar þetta var í höfn, og sérstaklega í svona leik, þá skal ég alveg viðurkenna það að það létti ansi vel yfir manni,“ sagði Sverrir. Nær kannski tíu mínútum með guttanum Sverrir er hins vegar kominn með gott af þjálfun í bili. Hann fylgir því Fjölni ekki upp. Hann er í fullri vinnu auk þess að eiga ungan dreng. Þá býr hann á Álftanesi og ferðatíminn því töluverður samhliða vinnunni. „Það er bara út klukkan átta og svo er æfing 17.30. Ég kem heim klukkan hálfátta og þá næ ég kannski tíu mínútum með guttanum áður en hann er sofnaður. Þetta er bara vikan. Svo kemur helgin og þá eru æfingar í hádeginu og svo er vídeóvinna á kvöldin til að fylgjast með öllu þessu dóti,“ sagði Sverrir. „Þetta er rosa mikið en ég var búinn að ákveða þetta í samráði við mína fjölskyldu. Mér fannst ég skulda þeim smá tíma,“ sagði Sverrir en hverju er hann spenntastur fyrir nú þegar rýmið verður meira? Þurfa ekki að stilla lífið eftir æfingatöflu „Ég bara hreinlega veit það ekki. Geta farið upp í sumarbústað um helgar og þurfa ekki að stilla lífið mitt eftir æfingatöflu. Það er eiginlega bara það. Fara í sund með guttanum eftir vinnu. Það er ýmislegt í boði,“ sagði Sverrir. Hann mun þó fylgjast með leikjum Fjölnis á næsta ári úr stúkunni. „Ég er spenntastur fyrir því að sitja upp í stúku og fussa yfir þjálfaranum,“ sagði Sverrir léttur að lokum. Það má sjá viðtalið hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Fjölnir Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti