Innlent

Kol­beinn hafi strokið kyn­færi stúlkunnar í­trekað

Árni Sæberg skrifar
Kolbeinn Sigþórsson er fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta.
Kolbeinn Sigþórsson er fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta. Vísir/Vilhelm

Ákæran sem Kolbeinn Sigþórsson sætir er fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barnungri stúlku. Hann er sagður hafa nýtt sér yfirburði sína yfir stúlkunni og dregið niður nærbuxur hennar og strokið kynfæri hennar fram og til baka mörgum sinnum.

Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, segir að Kolbeinn sé ákærður fyrir að hafa að kvöldi sunnudags í júní árið 2022, haft önnur kynferðismök en samræði við stúlkuna með ólögmætri nauðung.

Þetta er talið varða við ákvæði almennra hegningarlaga um nauðgun og kynferðisbrot gegn barni. Héraðssaksóknari krefst þess að Kolbeinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Þá segir að fyrir hönd stúlkunnar sé þess krafist að Kolbeinn greiði stúlkunni þrjár milljónir króna í miskabætur auk málskostnaðar.'

Ekki fyrsta mál Kolbeins

Kolbeinn Sigþórsson var landsliðsmaður í fótbolta, en hann lék 64 leiki fyrir landsliðið og skoraði 26 mörk.

Hann hefur áður verið sakaður um ofbeldi, meðal annars kynferðislegt, gegn tveimur konum. Það á að hafa átt sér stað haustið 2017 og var það mál útkljáð með samkomulagi um miskabætur vorið 2018. Kolbeinn neitaði ávallt sök í því máli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×