Góður forseti G. Pétur Matthíasson skrifar 2. maí 2024 17:00 Þótt ég hafi ekki alltaf verið sammála Katrínu Jakobsdóttur í stjórnmálum og alls ekki verið sáttur við allar hennar ákvarðanir á því sviði undanfarin ár þá styð ég hana heilshugar sem forsetaframbjóðanda. Katrín hefur allt það til að bera sem prýða má góðan forseta. Hún kemur vel fyrir hvort heldur er á alþjóðavettvangi eða hér heima. Utan hins flokkspólitíska veruleika hygg ég að Katrín nái að verða forseti allra Íslendinga, nái að vekja með okkur samkennd og stolt. Enda er það eitt stærsta hlutverk forseta Íslands að taka utan um þjóð sína á viðsjárverðum tímum og treysta þau bönd sem binda okkur saman. Forseti sem léttir okkur lífið með orðum sínum og gerðum. Slíkur forseti yrði Katrín. Forseti sem stappar í okkur stálinu, sem þekkir þjóð sína, sem kann skil á hverskyns menningu okkar, hvort heldur er í listum eða daglegu lífi, forseti sem hefur samúð og velvilja ekki síst í garð þeirra nýju Íslendinga sem eru að gera sér heimili á Íslandi okkur öllum til hagsbóta. Auk hins mannlega þá gjörþekkir Katrín auðvitað hinn pólítíska veruleika og mun þess vegna auðveldlega geta leitt stjórnarmyndun á hinn besta veg af þeirri auðmýkt sem forseti ber að hafa gagnvart því hlutverki og mun ekki taka sér nein þau völd sem forseti ekki hefur og á ekki að hafa. Ég treysti Katrínu fullkomlega til að segja skilið við sína pólitísku fortíð og meta stöðu stjórnmála af hlutleysi og bregðast við af háttvísi. Það eru margir frambærilegir frambjóðendur í komandi kosningum enda þeir afar margir sem bjóða fram sína góðu krafta. Það er því ekki áhlaupaverk að velja að þessu sinni en ég styð Katrínu heilshugar og hlakka til að kjósa hana þann 1. júní. Höfundur er stuðningsmaður Katrínar Jakobsdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þótt ég hafi ekki alltaf verið sammála Katrínu Jakobsdóttur í stjórnmálum og alls ekki verið sáttur við allar hennar ákvarðanir á því sviði undanfarin ár þá styð ég hana heilshugar sem forsetaframbjóðanda. Katrín hefur allt það til að bera sem prýða má góðan forseta. Hún kemur vel fyrir hvort heldur er á alþjóðavettvangi eða hér heima. Utan hins flokkspólitíska veruleika hygg ég að Katrín nái að verða forseti allra Íslendinga, nái að vekja með okkur samkennd og stolt. Enda er það eitt stærsta hlutverk forseta Íslands að taka utan um þjóð sína á viðsjárverðum tímum og treysta þau bönd sem binda okkur saman. Forseti sem léttir okkur lífið með orðum sínum og gerðum. Slíkur forseti yrði Katrín. Forseti sem stappar í okkur stálinu, sem þekkir þjóð sína, sem kann skil á hverskyns menningu okkar, hvort heldur er í listum eða daglegu lífi, forseti sem hefur samúð og velvilja ekki síst í garð þeirra nýju Íslendinga sem eru að gera sér heimili á Íslandi okkur öllum til hagsbóta. Auk hins mannlega þá gjörþekkir Katrín auðvitað hinn pólítíska veruleika og mun þess vegna auðveldlega geta leitt stjórnarmyndun á hinn besta veg af þeirri auðmýkt sem forseti ber að hafa gagnvart því hlutverki og mun ekki taka sér nein þau völd sem forseti ekki hefur og á ekki að hafa. Ég treysti Katrínu fullkomlega til að segja skilið við sína pólitísku fortíð og meta stöðu stjórnmála af hlutleysi og bregðast við af háttvísi. Það eru margir frambærilegir frambjóðendur í komandi kosningum enda þeir afar margir sem bjóða fram sína góðu krafta. Það er því ekki áhlaupaverk að velja að þessu sinni en ég styð Katrínu heilshugar og hlakka til að kjósa hana þann 1. júní. Höfundur er stuðningsmaður Katrínar Jakobsdóttur.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar