Veikur og meiddur Doncic fór á kostum og Boston flaug áfram Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 07:30 Jaylen Brown með troðslu gegn Miami Heat í gærkvöld. AP/Charles Krupa Boston Celtics slógu Miami Heat út með þægilegum hætti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og eru komnir í undanúrslit austurdeildarinnar. Dallas Mavericks er einum sigri frá því að slá út LA Clippers. Boston vann einvígið við Miami 4-1 og það var lítil spenna í leik liðanna í gærkvöld sem Boston vann 118-84. Boston-menn settu niður átta þrista í fyrsta leikhluta og komust í 41-23. Þeir voru 68-46 yfir í hálfleik og héldu öruggu forskoti út leikinn. Liðin skiptast þar með áfram á að slá hvort annað út í úrslitakeppninni því í fyrra var það Miami sem hafði betur. Boston and Miami have been going back and forth in the playoffs in recent years 👀The Celtics come out on top this year ☘️ pic.twitter.com/vkqtLGvKuY— SportsCenter (@SportsCenter) May 2, 2024 Derrick White og Jaylen Brown skoruðu 25 stig hvor fyrir Boston og engu máli skipti að Kristaps Porzingis missti af leiknum vegna meiðsla. Bam Adebayo skoraði 23 stig fyrir Miami en meiðsli hafa gert liðinu erfitt fyrir. Næsta einvígi Boston verður við sigurliðið úr einvígi Cleveland Cavaliers og Orlando Magic, þar sem Cleveland er 3-2 yfir en liðin mætast næst á laugardaginn í Orlando. The Heat have been eliminated from the playoffs. pic.twitter.com/SXBUwHWAQF— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 2, 2024 Í vesturdeildinni unnu Dallas Mavericks 123-93 sigur á LA Clippers og eru því 3-2 yfir, en næsti leikur er í Dallas á morgun. Luka Doncic átti glimrandi leik þrátt fyrir meiðsli í hné og veikindi, og skoraði 35 stig, gaf tíu stoðsendingar og tók sjö fráköst fyrir Dallas. Doncic sagði vissulega hafa verið erfitt að spila en að adrenalínið hefði hjálpað honum. „Þegar maður er byrjaður þá vill maður gera allt sem maður getur til að liðið manns vinni. Ég vildi bara halda áfram,“ sagði Doncic. KYRIE IRVING ↗️ DANIEL GAFFORD 💥🔨 pic.twitter.com/nxY8RenpKg— NBA TV (@NBATV) May 2, 2024 Aðalstigaskorari Clippers, Kwahi Leonard, glímir einnig við hnémeiðsli og var ekki með, en þeir Paul George og Ivica Zubac skoruðu 15 stig hvor fyrir liðið. NBA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Boston vann einvígið við Miami 4-1 og það var lítil spenna í leik liðanna í gærkvöld sem Boston vann 118-84. Boston-menn settu niður átta þrista í fyrsta leikhluta og komust í 41-23. Þeir voru 68-46 yfir í hálfleik og héldu öruggu forskoti út leikinn. Liðin skiptast þar með áfram á að slá hvort annað út í úrslitakeppninni því í fyrra var það Miami sem hafði betur. Boston and Miami have been going back and forth in the playoffs in recent years 👀The Celtics come out on top this year ☘️ pic.twitter.com/vkqtLGvKuY— SportsCenter (@SportsCenter) May 2, 2024 Derrick White og Jaylen Brown skoruðu 25 stig hvor fyrir Boston og engu máli skipti að Kristaps Porzingis missti af leiknum vegna meiðsla. Bam Adebayo skoraði 23 stig fyrir Miami en meiðsli hafa gert liðinu erfitt fyrir. Næsta einvígi Boston verður við sigurliðið úr einvígi Cleveland Cavaliers og Orlando Magic, þar sem Cleveland er 3-2 yfir en liðin mætast næst á laugardaginn í Orlando. The Heat have been eliminated from the playoffs. pic.twitter.com/SXBUwHWAQF— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 2, 2024 Í vesturdeildinni unnu Dallas Mavericks 123-93 sigur á LA Clippers og eru því 3-2 yfir, en næsti leikur er í Dallas á morgun. Luka Doncic átti glimrandi leik þrátt fyrir meiðsli í hné og veikindi, og skoraði 35 stig, gaf tíu stoðsendingar og tók sjö fráköst fyrir Dallas. Doncic sagði vissulega hafa verið erfitt að spila en að adrenalínið hefði hjálpað honum. „Þegar maður er byrjaður þá vill maður gera allt sem maður getur til að liðið manns vinni. Ég vildi bara halda áfram,“ sagði Doncic. KYRIE IRVING ↗️ DANIEL GAFFORD 💥🔨 pic.twitter.com/nxY8RenpKg— NBA TV (@NBATV) May 2, 2024 Aðalstigaskorari Clippers, Kwahi Leonard, glímir einnig við hnémeiðsli og var ekki með, en þeir Paul George og Ivica Zubac skoruðu 15 stig hvor fyrir liðið.
NBA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum