Lífið

„Nú­tíminn er trunta“

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Sigmundur er ekki hrifinn af nýja hurðarhúninum.
Sigmundur er ekki hrifinn af nýja hurðarhúninum. vísir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er ekki hrifinn af ýmis konar nútímavæðingu í arkítektúr og innanhússhönnun. Nú eru það nýr hurðarhúnn á Alþingi sem fær sinn skerf af gagnrýni frá þessum reynda þingmanni. 

„Það er búið að „laga” hurðarhún í Þinghúsinu. Nútíminn er trunta,“ skrifar Sigmundur Davíð á samfélagsmiðlum í færslu sem hefur fengið þó nokkur viðbrögð. Og flest allir virðast sammála Sigmundi, sem gerist ekki alltaf. 

„Sorglegt“, „eins og í fangelsi“ og „hrá og kubbsleg hönnun“ segja fylgjendur Sigmundar.

Sigmundur hefur lengi hampað eldri stíl í arkítektúr og uppbyggingu. Það gerði hann líka í gær þar sem hann benti á nýbyggingar í Hollandi. Þá hefur hann farið fögrum orðum um miðbæ Selfoss, sem er byggður á gömlum sögufrægum húsum.

Þetta er auk þess ekki í fyrsta sinn sem Sigmundur agnúast út í breytingar á húsnæði Alþingis. Í febrúar fór fréttastofa með Sigmundi í skoðunarferð um Smiðju, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis, þar sem Sigmundur hafði eitt og annað til að setja út á. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.