Sagðist ætla að nota tíu milljón króna kókaín allt sjálfur Jón Þór Stefánsson skrifar 30. apríl 2024 23:37 Málið varðaði tæplega 700 grömm af kókaíni. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Karlmaður hlaut í dag sextán mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að flytja til landsins tæplega 700 grömm af kókaíni. Maðurinn játaði að hafa flutt efnin til Íslands, en vildi meina að þau hefðu verið til einkaneyslu. Innflutningurinn átti sér stað þann fimmtánda janúar síðastliðinn þegar maðurinn flaug með efninf frá Barselóna til Keflavíkugvallar. Um var að ræða samtals 683 grömm af kókaíni, en styrkleiki þerra var á bilinu 70 til 75 prósent. Um 250 grömm fundust í nærbuxum mannsins og önnur 430 grömm innvortis í 68 pakkningum. Þá fundust örfá grömm í viðbót í handtösku mannsins og í rúmi hans í fangaklefa. Maðurinn sem er af erlendu bergi brotin sagðist hafa komið til Íslands nokkrum sinnum áður, en ekki með fíkniefni. Skilinn eftir með sárt ennið og verra kókaín Í dómi málsins kemur fram að í fyrstu hafi maðurinn verið frekar tregur til svara. Þó hafi hann sagt fíkniefnin til eigin nota og að hann hafi fundið þau á ótilgreindum stað. Hann væri í daglegri neyslu á hörðum efnum og byrjaði á því fyrir um fimm mánuðum þegar hann var í byggingarvinnu hér á landi. Í annarri yfirheyrslu var manninum kynnt að styrkleiki efnanna hefði verið 70 til 75 prósent. Það virðist hafa komið honum í opna skjöldu, hann hafi talið þau vera með um 96 prósent styrkleika. Hann hefði greinilega verið plataður þegar hann keypti efnin í Barselóna. Þá sagði hann að efnin hefðu átt að duga til eigin neyslu í eitt eða tvö ár. Efnin væru ódýrari og betri en þau sem hann fengi á Íslandi. Viðurkenndi ósannsögli Fyrir dómi var maðurinn spurður út í fyrsta framburð sinn hjá lögreglu þar sem hann sagðist hafa fundið efnin. Hann viðurkenndi að hafa sagt lögreglu ósatt, þar sem hann hafi verið hræddur og í sjokki. Hann sagðist iðrast þess að hafa flutt kókaín til landsins. Hann væri betri maður og vildi taka upp betri lífshætti, fá sér vinnu og eignast fjölskyldu og lifa eðlilegu lífi. Maðurinn flutti efnin með flugi frá Barselóna til Keflavíkurflugvallar.Vísir/Vilhelm Tíu milljón króna efni Lögreglufulltrúi bar einnig vitni fyrir dómi. Sá sagðist ekki vita til þess að einhver hefði áður verið með svo mikið af kókaíni til einkanota. Þá sagði hann að um mikið magn væri að ræða og að verðmæti efnanna væru um tíu milljónir króna á innlendum fíkniefnamarkaði. Hann taldi það útilokað að maðurinn hefði fjárhagslega burði til að standa einn í þessum innflutningi. Dómurinn sagði að framburður sakborningsins væri í heild sinni ótrúverðugur og engum rökum studdur. Því væri ekki hægt að hafa hann til hliðsjónar við úrlausn málsins. Að mati dómsins er hafið yfir skynsamlegan vafa að efnin hafi verið flutt hingað til lands til söludreyfingar í ágóðaskyni. Líkt og áður segir hlaut maðurinn sextán mánaða fangelsisdóm, en gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því í janúar verður fregið frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða 2,5 milljónir í sakarkostnað, og einnig féllst dómurinn á kröfu lögreglunnar að gera kókaínið upptækt. Fíkniefnabrot Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Innflutningurinn átti sér stað þann fimmtánda janúar síðastliðinn þegar maðurinn flaug með efninf frá Barselóna til Keflavíkugvallar. Um var að ræða samtals 683 grömm af kókaíni, en styrkleiki þerra var á bilinu 70 til 75 prósent. Um 250 grömm fundust í nærbuxum mannsins og önnur 430 grömm innvortis í 68 pakkningum. Þá fundust örfá grömm í viðbót í handtösku mannsins og í rúmi hans í fangaklefa. Maðurinn sem er af erlendu bergi brotin sagðist hafa komið til Íslands nokkrum sinnum áður, en ekki með fíkniefni. Skilinn eftir með sárt ennið og verra kókaín Í dómi málsins kemur fram að í fyrstu hafi maðurinn verið frekar tregur til svara. Þó hafi hann sagt fíkniefnin til eigin nota og að hann hafi fundið þau á ótilgreindum stað. Hann væri í daglegri neyslu á hörðum efnum og byrjaði á því fyrir um fimm mánuðum þegar hann var í byggingarvinnu hér á landi. Í annarri yfirheyrslu var manninum kynnt að styrkleiki efnanna hefði verið 70 til 75 prósent. Það virðist hafa komið honum í opna skjöldu, hann hafi talið þau vera með um 96 prósent styrkleika. Hann hefði greinilega verið plataður þegar hann keypti efnin í Barselóna. Þá sagði hann að efnin hefðu átt að duga til eigin neyslu í eitt eða tvö ár. Efnin væru ódýrari og betri en þau sem hann fengi á Íslandi. Viðurkenndi ósannsögli Fyrir dómi var maðurinn spurður út í fyrsta framburð sinn hjá lögreglu þar sem hann sagðist hafa fundið efnin. Hann viðurkenndi að hafa sagt lögreglu ósatt, þar sem hann hafi verið hræddur og í sjokki. Hann sagðist iðrast þess að hafa flutt kókaín til landsins. Hann væri betri maður og vildi taka upp betri lífshætti, fá sér vinnu og eignast fjölskyldu og lifa eðlilegu lífi. Maðurinn flutti efnin með flugi frá Barselóna til Keflavíkurflugvallar.Vísir/Vilhelm Tíu milljón króna efni Lögreglufulltrúi bar einnig vitni fyrir dómi. Sá sagðist ekki vita til þess að einhver hefði áður verið með svo mikið af kókaíni til einkanota. Þá sagði hann að um mikið magn væri að ræða og að verðmæti efnanna væru um tíu milljónir króna á innlendum fíkniefnamarkaði. Hann taldi það útilokað að maðurinn hefði fjárhagslega burði til að standa einn í þessum innflutningi. Dómurinn sagði að framburður sakborningsins væri í heild sinni ótrúverðugur og engum rökum studdur. Því væri ekki hægt að hafa hann til hliðsjónar við úrlausn málsins. Að mati dómsins er hafið yfir skynsamlegan vafa að efnin hafi verið flutt hingað til lands til söludreyfingar í ágóðaskyni. Líkt og áður segir hlaut maðurinn sextán mánaða fangelsisdóm, en gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því í janúar verður fregið frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða 2,5 milljónir í sakarkostnað, og einnig féllst dómurinn á kröfu lögreglunnar að gera kókaínið upptækt.
Fíkniefnabrot Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira