Þrír Íslendingar í liði umferðarinnar Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2024 14:31 Orri Steinn Óskarsson skoraði þrennu og hélt titilvonum FCK á lífi. @FCKobenhavn Þrír íslenskir landsliðsmenn eru í ellefu manna úrvalsliði síðustu umferðar í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Íslendingar eiga líka fimm mörk sem koma til greina sem mark umferðarinnar. Það kemur væntanlega engum á óvart að sjá Orra Stein Óskarsson í liði 27. umferðarinnar, eftir fullkomna frammistöðu á sunnudaginn. Hann kom þá inn á sem varamaður hjá FCK snemma í seinni hálfleik, og skoraði þrennu í mikilvægum 3-2 sigri á AGF. Stefán Teitur Þórðarson er einnig í úrvalsliðinu en hann skoraði þriðja mark Silkeborg í frábærum 3-0 sigri á Midtjylland, með föstu skoti af vítateigslínunni. Lið umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni. Þrír Íslendingar eru í liðinu.Superliga Vinstri bakvörðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er svo þriðji Íslendingurinn í úrvalsliðinu eftir frammistöðu sína í 1-1 jafntefli Lyngby við Vejle í neðri hluta deildarinnar. Kolbeinn lagði þar upp mark Sævars Atla Magnússonar sem reyndist dýrmætt því með sigri hefði Vejle sent Lyngby í fallsæti. Öll mörkin sem skoruð voru í umferðinni koma til greina í valinu á marki umferðarinnar, og þar með eru öll þrjú mörk Orra tilnefnd sem og mark Stefáns Teits og mark Sævars Atla, sem skoraði með laglegum hætti eftir fyrirgjöf Kolbeins. Kosið er um mark umferðarinnar hér. Hvem scorede Rundens Mål? 🤔Stem på din favorit 🔗 https://t.co/4npjtmJG0v 🗳#sldk | #ditholdvoresliga pic.twitter.com/6TXie7UMUn— 3F Superliga (@Superligaen) April 30, 2024 Danski boltinn Tengdar fréttir Mikil virðing fyrir Orra: Hárið stundum flækt en alltaf bros á vör Einn af liðsfélögum Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn hrósar Íslendingnum unga í hástert eftir þrennuna um helgina, og spáir honum bjartri framtíð. 29. apríl 2024 13:01 Þjálfari Orra Steins sáttur: Hann hefur haldið kjafti Jacob Neestrup, þjálfari Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar, var eðlilega sáttur með frammistöðu Orra Steins Óskarssonar í gær þegar FCK lagði AGF 3-2 þökk sé þrennu frá Orra. 29. apríl 2024 07:02 Stefán Teitur skoraði í óvæntum sigri á Sverri Inga og félögum Silkeborg vann heldur óvæntan 3-0 heimasigur á Midtjylland í eina leik dagsins í dönsku úrvalsdeild karla. Stefán Teitur Þórðarson var meðal markaskorara. 29. apríl 2024 19:00 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Það kemur væntanlega engum á óvart að sjá Orra Stein Óskarsson í liði 27. umferðarinnar, eftir fullkomna frammistöðu á sunnudaginn. Hann kom þá inn á sem varamaður hjá FCK snemma í seinni hálfleik, og skoraði þrennu í mikilvægum 3-2 sigri á AGF. Stefán Teitur Þórðarson er einnig í úrvalsliðinu en hann skoraði þriðja mark Silkeborg í frábærum 3-0 sigri á Midtjylland, með föstu skoti af vítateigslínunni. Lið umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni. Þrír Íslendingar eru í liðinu.Superliga Vinstri bakvörðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er svo þriðji Íslendingurinn í úrvalsliðinu eftir frammistöðu sína í 1-1 jafntefli Lyngby við Vejle í neðri hluta deildarinnar. Kolbeinn lagði þar upp mark Sævars Atla Magnússonar sem reyndist dýrmætt því með sigri hefði Vejle sent Lyngby í fallsæti. Öll mörkin sem skoruð voru í umferðinni koma til greina í valinu á marki umferðarinnar, og þar með eru öll þrjú mörk Orra tilnefnd sem og mark Stefáns Teits og mark Sævars Atla, sem skoraði með laglegum hætti eftir fyrirgjöf Kolbeins. Kosið er um mark umferðarinnar hér. Hvem scorede Rundens Mål? 🤔Stem på din favorit 🔗 https://t.co/4npjtmJG0v 🗳#sldk | #ditholdvoresliga pic.twitter.com/6TXie7UMUn— 3F Superliga (@Superligaen) April 30, 2024
Danski boltinn Tengdar fréttir Mikil virðing fyrir Orra: Hárið stundum flækt en alltaf bros á vör Einn af liðsfélögum Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn hrósar Íslendingnum unga í hástert eftir þrennuna um helgina, og spáir honum bjartri framtíð. 29. apríl 2024 13:01 Þjálfari Orra Steins sáttur: Hann hefur haldið kjafti Jacob Neestrup, þjálfari Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar, var eðlilega sáttur með frammistöðu Orra Steins Óskarssonar í gær þegar FCK lagði AGF 3-2 þökk sé þrennu frá Orra. 29. apríl 2024 07:02 Stefán Teitur skoraði í óvæntum sigri á Sverri Inga og félögum Silkeborg vann heldur óvæntan 3-0 heimasigur á Midtjylland í eina leik dagsins í dönsku úrvalsdeild karla. Stefán Teitur Þórðarson var meðal markaskorara. 29. apríl 2024 19:00 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Mikil virðing fyrir Orra: Hárið stundum flækt en alltaf bros á vör Einn af liðsfélögum Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn hrósar Íslendingnum unga í hástert eftir þrennuna um helgina, og spáir honum bjartri framtíð. 29. apríl 2024 13:01
Þjálfari Orra Steins sáttur: Hann hefur haldið kjafti Jacob Neestrup, þjálfari Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar, var eðlilega sáttur með frammistöðu Orra Steins Óskarssonar í gær þegar FCK lagði AGF 3-2 þökk sé þrennu frá Orra. 29. apríl 2024 07:02
Stefán Teitur skoraði í óvæntum sigri á Sverri Inga og félögum Silkeborg vann heldur óvæntan 3-0 heimasigur á Midtjylland í eina leik dagsins í dönsku úrvalsdeild karla. Stefán Teitur Þórðarson var meðal markaskorara. 29. apríl 2024 19:00