Uppgjör: Valur - Njarðvík 84 - 105 | Deildarmeistararnir fengu kjaftshögg Siggeir Ævarsson skrifar 29. apríl 2024 21:54 Dwayne Lautier var stigahæstur Njarðvíkinga í kvöld með 24 stig. vísir /Pawel Undanúrslit Subway-deildar karla rúlluðu af stað í kvöld þar sem deildarmeistarar Vals tóku á móti Njarðvíkingum. Gestirnir höfðu tekið lengstu mögulegu leið inn í undanúrslitin eftir að hafa farið í oddaleik gegn Þórsurum en það var þó ekki að sjá að þeir væru þreyttir né úttaugaðir eftir þau átök. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn á að skjóta mjög vel. Voru skilvirkir í sínum aðgerðum, létum boltann ganga og tóku góð skot. Athygli vakti að Valsmenn voru komnir í bónus áður en ein einasta villa hafði verið dæmd á þá á móti. Njarðvíkingar leiddu með tíu stigum eftir fyrsta leikhluta, 18-28. Gestirnir héldu uppteknum hætti í 2. leikhluta og komu muninum fljótlega upp í 14 stig. Valsmenn tóku að vísu tvö áhlaup og þokuðu muninum niður en Njarðvíkingar svöruðu jafnharðan og þristur frá Mario Matasovic til að loka hálfleiknum þýddi að gestirnir leiddu með 14 í hálfleik, 40-54. Skotnýting Njarðvíkinga var í hæstu hæðum í fyrri hálfleik en þeir voru að spila mjög skynsamlegan sóknarleik, létu boltann ganga vel og fundu opna menn eftir aukasendingar en nýting þeirra var 62 prósent alls utan af velli og 53 prósent úr þristum. Ef stuðningsmenn Vals voru að reikna með áhlaupi í þriðja leikhluta urðu þeir fyrir sárum vonbrigðum. Njarðvíkingar héldu áfram að skjóta mjög vel og spila sinn leik af skynsemi og yfirvegun. Mario lokaði þriðja leikhluta alveg eins og öðrum og var þá kominn með fimm þrista í átta skotum. Staðan 60-82 og Valsmenn í snarbrattri brekku. Áhlaupið í fjórða kom heldur aldrei, gestirnir sigldu heim mjög öruggum og þægilegum sigri og eru komnir í 1-0 í einvíginu. Valsmenn virkuðu yfirþyrmandi andlausir í kvöld og komust hreinlega aldrei í neinn takt við leikinn á báðum endum vallarins. Atvik leiksins Þetta var tilþrifalítill leikur, það verður að segjast alveg eins og er. Það var kannski eitt atvik sem stóð upp úr og var stuðningsmönnum Vals ekki til sóma. Chaz Williams fór á vítalínuna til að taka tæknivíti og þá heyrist baulað úr stúkunni „Muggsy Bouges, Muggsy Bouges!“ - svo sem ekki leiðum að líkjast en var augljóslega ekki meint sem hrós. Þessari kveðju var svo fylgt eftir með „Stækka meira! Stækka meira!“ Það er ekkert að góðum „banter“ en þetta var einfaldlega barnalegt. Stjörnur og skúrkar Það vantaði ekki stjörnurnar Njarðvíkurmegin í kvöld. Dwayne Lautier splæsti í 24 stig, Dominykas Milka 19 stig og 13 fráköst og Mario Matasovic setti fimm þrista og tvo þeirra risastóra í lok tveggja leikhluta. Það var fátt um fína drætti Valsmegin. Kristófer Acox stigahæstur með 19 stig. Kristinn Pálsson reyndi að skjóta Valsmenn inn í leikinn og skoraði 14 stig en liðið var engu að síður -28 þegar hann var inn á. Dómarar Dómararatríókvöldsins skipuðu þeir Kristinn Óskarsson, Gunnlaugur Briem og Jón Þór Eyþórsson. Þeir létu leikinn fljóta ágætlega en kölluðu svolítið að ódýrum villum á Njarðvík í byrjun en það átti svo eftir að jafnast út. Fátt út á þeirra störf að setja í kvöld. Stemming og umgjörð Það var lítið stuð en mikið tuð í stúkunni á Hlíðarenda í kvöld. Ótrúlegt að stuðningsmenn deildarmeistaranna geti ekki keyrt upp meiri stemmingu en raun bar vitni fyrir jafn stóran leik og þennan. Umgjörðin í blaðamannastúkunni var aftur á móti upp á tíu. Heitt á könnunni vel fyrir leik, svo bættist við bakkelsi og meira að segja Dominos pizzur. Meira svona takk. Viðtöl Kristinn Pálsson: „Þeir bara fengu að gera það sem þeir vildu“ Kristinn Pálsson, leikmaður Vals, var ósáttur við það hversu litlir Valsmenn voru í sér í kvöld, aðspurður um hvað sæti helst í honum eftir leik. „Bara hversu aumir við vorum. Þeir bara fengu að gera það sem þeir vildu. Þeir voru fastir fyrir til baka og við einhvern veginn bara, vil kannski ekki segja brotnuðum, en vorum litlir í okkur.“ Njarðvíkingar náðu frumkvæðinu snemma og litu aldrei til baka. Kristinn sagði það klárlega skipta máli í svona leik. „Já já, oft skiptir það máli í þessum úrslitakeppnum að koma sterkur inn og sjá boltann fara ofan í körfu og finna smá sjálfstraust í því sem þú ert að gera. Þeir gerðu það í dag og við verðum að mæta sterkari í næsta leik ef við ætlum ekki að mæta aftur hingað með bakið upp við vegg.“ Hann sagði að ekkert sem Njarðvíkingar gerðu hefði í raun komið Valsmönnum á óvart. „Ekkert sérstakt, eitthvað bara sem við vorum búnir að fara yfir. Við eiginlega bara leyfðum þeim að gera það sem þeir vildu. Þetta var bara þeirra leikur sem þeir spiluðu í dag. Mjög svekkjandi hvernig við mættum inn í þetta. Við misstum þetta þegar það voru fimm mínútur eftir að fyrsta leikhluta og bara sáum ekki til sólar eftir það.“ Subway-deild karla Valur UMF Njarðvík
Undanúrslit Subway-deildar karla rúlluðu af stað í kvöld þar sem deildarmeistarar Vals tóku á móti Njarðvíkingum. Gestirnir höfðu tekið lengstu mögulegu leið inn í undanúrslitin eftir að hafa farið í oddaleik gegn Þórsurum en það var þó ekki að sjá að þeir væru þreyttir né úttaugaðir eftir þau átök. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn á að skjóta mjög vel. Voru skilvirkir í sínum aðgerðum, létum boltann ganga og tóku góð skot. Athygli vakti að Valsmenn voru komnir í bónus áður en ein einasta villa hafði verið dæmd á þá á móti. Njarðvíkingar leiddu með tíu stigum eftir fyrsta leikhluta, 18-28. Gestirnir héldu uppteknum hætti í 2. leikhluta og komu muninum fljótlega upp í 14 stig. Valsmenn tóku að vísu tvö áhlaup og þokuðu muninum niður en Njarðvíkingar svöruðu jafnharðan og þristur frá Mario Matasovic til að loka hálfleiknum þýddi að gestirnir leiddu með 14 í hálfleik, 40-54. Skotnýting Njarðvíkinga var í hæstu hæðum í fyrri hálfleik en þeir voru að spila mjög skynsamlegan sóknarleik, létu boltann ganga vel og fundu opna menn eftir aukasendingar en nýting þeirra var 62 prósent alls utan af velli og 53 prósent úr þristum. Ef stuðningsmenn Vals voru að reikna með áhlaupi í þriðja leikhluta urðu þeir fyrir sárum vonbrigðum. Njarðvíkingar héldu áfram að skjóta mjög vel og spila sinn leik af skynsemi og yfirvegun. Mario lokaði þriðja leikhluta alveg eins og öðrum og var þá kominn með fimm þrista í átta skotum. Staðan 60-82 og Valsmenn í snarbrattri brekku. Áhlaupið í fjórða kom heldur aldrei, gestirnir sigldu heim mjög öruggum og þægilegum sigri og eru komnir í 1-0 í einvíginu. Valsmenn virkuðu yfirþyrmandi andlausir í kvöld og komust hreinlega aldrei í neinn takt við leikinn á báðum endum vallarins. Atvik leiksins Þetta var tilþrifalítill leikur, það verður að segjast alveg eins og er. Það var kannski eitt atvik sem stóð upp úr og var stuðningsmönnum Vals ekki til sóma. Chaz Williams fór á vítalínuna til að taka tæknivíti og þá heyrist baulað úr stúkunni „Muggsy Bouges, Muggsy Bouges!“ - svo sem ekki leiðum að líkjast en var augljóslega ekki meint sem hrós. Þessari kveðju var svo fylgt eftir með „Stækka meira! Stækka meira!“ Það er ekkert að góðum „banter“ en þetta var einfaldlega barnalegt. Stjörnur og skúrkar Það vantaði ekki stjörnurnar Njarðvíkurmegin í kvöld. Dwayne Lautier splæsti í 24 stig, Dominykas Milka 19 stig og 13 fráköst og Mario Matasovic setti fimm þrista og tvo þeirra risastóra í lok tveggja leikhluta. Það var fátt um fína drætti Valsmegin. Kristófer Acox stigahæstur með 19 stig. Kristinn Pálsson reyndi að skjóta Valsmenn inn í leikinn og skoraði 14 stig en liðið var engu að síður -28 þegar hann var inn á. Dómarar Dómararatríókvöldsins skipuðu þeir Kristinn Óskarsson, Gunnlaugur Briem og Jón Þór Eyþórsson. Þeir létu leikinn fljóta ágætlega en kölluðu svolítið að ódýrum villum á Njarðvík í byrjun en það átti svo eftir að jafnast út. Fátt út á þeirra störf að setja í kvöld. Stemming og umgjörð Það var lítið stuð en mikið tuð í stúkunni á Hlíðarenda í kvöld. Ótrúlegt að stuðningsmenn deildarmeistaranna geti ekki keyrt upp meiri stemmingu en raun bar vitni fyrir jafn stóran leik og þennan. Umgjörðin í blaðamannastúkunni var aftur á móti upp á tíu. Heitt á könnunni vel fyrir leik, svo bættist við bakkelsi og meira að segja Dominos pizzur. Meira svona takk. Viðtöl Kristinn Pálsson: „Þeir bara fengu að gera það sem þeir vildu“ Kristinn Pálsson, leikmaður Vals, var ósáttur við það hversu litlir Valsmenn voru í sér í kvöld, aðspurður um hvað sæti helst í honum eftir leik. „Bara hversu aumir við vorum. Þeir bara fengu að gera það sem þeir vildu. Þeir voru fastir fyrir til baka og við einhvern veginn bara, vil kannski ekki segja brotnuðum, en vorum litlir í okkur.“ Njarðvíkingar náðu frumkvæðinu snemma og litu aldrei til baka. Kristinn sagði það klárlega skipta máli í svona leik. „Já já, oft skiptir það máli í þessum úrslitakeppnum að koma sterkur inn og sjá boltann fara ofan í körfu og finna smá sjálfstraust í því sem þú ert að gera. Þeir gerðu það í dag og við verðum að mæta sterkari í næsta leik ef við ætlum ekki að mæta aftur hingað með bakið upp við vegg.“ Hann sagði að ekkert sem Njarðvíkingar gerðu hefði í raun komið Valsmönnum á óvart. „Ekkert sérstakt, eitthvað bara sem við vorum búnir að fara yfir. Við eiginlega bara leyfðum þeim að gera það sem þeir vildu. Þetta var bara þeirra leikur sem þeir spiluðu í dag. Mjög svekkjandi hvernig við mættum inn í þetta. Við misstum þetta þegar það voru fimm mínútur eftir að fyrsta leikhluta og bara sáum ekki til sólar eftir það.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum