„Hver karfa skiptir máli þannig að ég varð smá reiður“ Siggeir Ævarsson skrifar 28. apríl 2024 23:01 Rúnar var mættur með Mavericks-derru (ekki þessa að vísu) og er 2-0 með hana. Vísir/Bára Dröfn Rúnar Ingi Erlingsson og hans konur í Njarðvík eru komnar í 1-0 í einvígi sínu gegn Grindavík í 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna en eftir sveiflukenndan leik skoruðu Njarðvíkingar tólf stig gegn aðeins þremur hjá Grindavík á lokasprettinum. „Mér leið mjög vel framan af og eiginlega allan fyrri hálfleikinn fannst mér við hafa góða stjórn á því sem við vorum að gera. Byrjum seinni hálfleikinn líka ágætlega. Síðan fá þær nokkrar körfur og þá breytist aðeins takturinn í leiknum. Við vorum í smá veseni, vorum að breyta sóknarlega fórum aðeins úr taki þegar Jana fer á sjúkahús í hálfleik.“ Sóknarleikur Njarðvíkur riðlaðist töluvert þegar Jana Falsdóttir meiddist og svo endaði Ena Viso út af með fimm villur. Það kom þó ekki að sök að lokum þar sem aðrir leikmenn stigu upp. „Svo er Ena Viso á fjórum villum og endar á fimm. Að ná að halda þessu svona og andlegum styrk og svara áhlaupi Grindavíkur í 4. leikhluta, það er það sem ég er ánægðastur með í dag. Það hefði verið auðvelt þegar báðir leikstjórnendur voru farnir að fara í eitthvað bull og láta þetta fara úr höndunum á okkur. En risa körfur og framlag hjá leikmönnum síðustu fimm mínúturnar og bara geggjaður sigur. Það kom upp atvik í leiknum þar sem Rúnar missti algerlega stjórn á sér á hliðarlínunni en dómarar leiksins sáu þó ekki ástæðu til að gefa honum tæknivillu né aðvörun. Það kom svo í ljós í viðtalinu að Rúnar hafði fulla ástæðu til að æsa sig. „Hún stelur boltanum og fær klárlega högg þegar hún stelur honum. Klárar sniðskotið en svo finnst mér hún riða þarna aðeins og tekur um höfuðið og ég hélt að það væri sjálfkrafa þannig að leikurinn væri stoppaður við höfuðmeiðsli. Þannig að ég var að garga höfuðmeiðsli allan tímann. Ég veit bara ekki hvort þeir trúðu henni ekki eða hvað. Þetta voru ekkert alvarleg höfuðmeiðsli en hún var að kæla á sér hausinn í öllum leikhléum. Þeir kannski sáu það.“ Rúnar viðurkenndi fúslega að hann hefði farið aðeins fram úr sjálfum sér en leikur á tilfinninga er auðvitað bara kaldur og leiðinlegur og Rúnar er drifinn áfram af ástríðu fyrir leiknum. „Við fáum á okkur fimm á fjórir sókn og þær eru með galopið skot. Í svona leik skiptir hver karfa máli þannig að ég varð smá reiður. Missti kúlið og biðst afsökunar á því. En þess vegna erum við að þessu. Það er ástæðan fyrir því að ég nenni þessu. Það kemur fyrir að ég missi kúlið af því að þetta skiptir mig ógeðslega miklu máli og ég er að gera allt til þess að vinna. Ég þarf að lifa með því.“ Rúnar gat ekki gefið blaðamanni nánari upplýsingar um meiðsli Jönu Falsdóttur þar sem hann hafði þær ekki sjálfur. Emilie Hesseldal meiddist einnig í leiknum en harkaði af sér og kláraði leikinn og það er nákvæmlega það sem Rúnar vill sjá frá sínum konum. „Þegar hún féll í gólfið fékk hún skurð inni í eyranu. Ég þekki ekki stöðuna á því, ég þarf að athuga það núna. Hún sá smá stjörnur inni í klefa í hálfleik og við vildum ekki taka neina sénsa. Erfitt, en ég er bara með stríðsmenn, ljónynjur í Njarðvíkurbúning hérna á gólfinu. Þær bara berjast og halda áfram og það er bara akkúrat það sem ég er búinn að vera að reyna að innprenta inn í þeirra huga síðustu vikuna.“ „Þetta snýst um eitt extra sóknarfrákast, vera tilbúin að henda sér í lausu boltana og berjast meira. Þetta eru tvö frábær lið, tvö lið með fullt af frábærum sóknarmönnum og hæfileikaríka varnarmenn líka. Þannig að þetta eru litlu atriðin, liðin sem að nær fleiri svoleiðis „play-um“ kannski nær að vinna leikinn.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sjá meira
„Mér leið mjög vel framan af og eiginlega allan fyrri hálfleikinn fannst mér við hafa góða stjórn á því sem við vorum að gera. Byrjum seinni hálfleikinn líka ágætlega. Síðan fá þær nokkrar körfur og þá breytist aðeins takturinn í leiknum. Við vorum í smá veseni, vorum að breyta sóknarlega fórum aðeins úr taki þegar Jana fer á sjúkahús í hálfleik.“ Sóknarleikur Njarðvíkur riðlaðist töluvert þegar Jana Falsdóttir meiddist og svo endaði Ena Viso út af með fimm villur. Það kom þó ekki að sök að lokum þar sem aðrir leikmenn stigu upp. „Svo er Ena Viso á fjórum villum og endar á fimm. Að ná að halda þessu svona og andlegum styrk og svara áhlaupi Grindavíkur í 4. leikhluta, það er það sem ég er ánægðastur með í dag. Það hefði verið auðvelt þegar báðir leikstjórnendur voru farnir að fara í eitthvað bull og láta þetta fara úr höndunum á okkur. En risa körfur og framlag hjá leikmönnum síðustu fimm mínúturnar og bara geggjaður sigur. Það kom upp atvik í leiknum þar sem Rúnar missti algerlega stjórn á sér á hliðarlínunni en dómarar leiksins sáu þó ekki ástæðu til að gefa honum tæknivillu né aðvörun. Það kom svo í ljós í viðtalinu að Rúnar hafði fulla ástæðu til að æsa sig. „Hún stelur boltanum og fær klárlega högg þegar hún stelur honum. Klárar sniðskotið en svo finnst mér hún riða þarna aðeins og tekur um höfuðið og ég hélt að það væri sjálfkrafa þannig að leikurinn væri stoppaður við höfuðmeiðsli. Þannig að ég var að garga höfuðmeiðsli allan tímann. Ég veit bara ekki hvort þeir trúðu henni ekki eða hvað. Þetta voru ekkert alvarleg höfuðmeiðsli en hún var að kæla á sér hausinn í öllum leikhléum. Þeir kannski sáu það.“ Rúnar viðurkenndi fúslega að hann hefði farið aðeins fram úr sjálfum sér en leikur á tilfinninga er auðvitað bara kaldur og leiðinlegur og Rúnar er drifinn áfram af ástríðu fyrir leiknum. „Við fáum á okkur fimm á fjórir sókn og þær eru með galopið skot. Í svona leik skiptir hver karfa máli þannig að ég varð smá reiður. Missti kúlið og biðst afsökunar á því. En þess vegna erum við að þessu. Það er ástæðan fyrir því að ég nenni þessu. Það kemur fyrir að ég missi kúlið af því að þetta skiptir mig ógeðslega miklu máli og ég er að gera allt til þess að vinna. Ég þarf að lifa með því.“ Rúnar gat ekki gefið blaðamanni nánari upplýsingar um meiðsli Jönu Falsdóttur þar sem hann hafði þær ekki sjálfur. Emilie Hesseldal meiddist einnig í leiknum en harkaði af sér og kláraði leikinn og það er nákvæmlega það sem Rúnar vill sjá frá sínum konum. „Þegar hún féll í gólfið fékk hún skurð inni í eyranu. Ég þekki ekki stöðuna á því, ég þarf að athuga það núna. Hún sá smá stjörnur inni í klefa í hálfleik og við vildum ekki taka neina sénsa. Erfitt, en ég er bara með stríðsmenn, ljónynjur í Njarðvíkurbúning hérna á gólfinu. Þær bara berjast og halda áfram og það er bara akkúrat það sem ég er búinn að vera að reyna að innprenta inn í þeirra huga síðustu vikuna.“ „Þetta snýst um eitt extra sóknarfrákast, vera tilbúin að henda sér í lausu boltana og berjast meira. Þetta eru tvö frábær lið, tvö lið með fullt af frábærum sóknarmönnum og hæfileikaríka varnarmenn líka. Þannig að þetta eru litlu atriðin, liðin sem að nær fleiri svoleiðis „play-um“ kannski nær að vinna leikinn.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum