„Já ég hef skoðun á því, ég ætla bara ekki að segja hana“ Sverrir Mar Smárason skrifar 28. apríl 2024 19:00 Hallgrímur Jónasson var svekktur með niðurstöðu leiksins. vísir/Hulda Margrét KA mætti í Víkingum í Bestu deild karla í dag. Liðið komst yfir snemma leiks en gengu að lokum útaf vellinum með 4-2 tap á bakinu. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, hefði viljað fá meira út úr leiknum. „Já það er bara þannig. Við byrjum leikinn sterkt og komumst yfir. Frammistaðan í heild sinni var bara góð. Við vorum að mæta hérna virkilega sterku liði, við skorum tvö mörk og sköllum tvisvar í stöng. Við eigum að fá allavega tvö víti. Það er mjög gott en því miður þá dugði það ekki í dag, sem er svekkjandi. En ég er gríðarlega ánægður með frammistöðuna, ánægður með strákana. Við stöndum allir saman, hlaupum allan leikinn og það vorum við sem vorum að þrýsta hérna í lokin þegar þeir voru farnir að tefja. Ég get ekki beðið um meira,“ sagði Hallgrímur. KA-menn vildu fá tvö víti í leiknum í dag en eina víti leiksins fengu Víkingar. Hallgrímur var spurður hvort hann hefði skoðun á því og svarið var einfalt. „Já ég hef skoðun á því, ég ætla bara ekki að segja hana.“ Eins og áður sagði komst KA yfir í leiknum og Víkingar jöfnuðu út víti. Staðan var svo 3-1 fyrir heimamenn í hálfleik eftir sofandahátt í vörn KA. „Við vorum bara slegnir. Við upplifðum þessi mörk ekkert sérstaklega sanngjörn. Ég hvet ykkur bara til þess að skoða þetta því þetta er orðið virkilega þreytt. Svo því miður skora þeir fimm sekúndum áður en við förum inn í hálfleik og komast í 3-1. Ef þetta hefði verið 2-1 í hálfleik þá erum við ennþá vel inni í leiknum. Eins og alvöru lið þá stöndum við saman þegar við komum út í seinni hálfleikinn. Við skorum mark, við sköllum í stöngina. Við höldum áfram að gera þetta eins vel og við getum sem lið. Ef við höldum því áfram, sem ég veit að við gerum, þá mun þetta snúast við og við förum að fá stig,“ sagði Hallgrímur. KA er annað af tveimur liðum sem aðeins hafa sótt 1 stig í þessum fyrstu umferðum deildarinnar. Það er ekki ásættanlegt á Akureyri. „Nei það er bara ekki nógu gott. Það er ekkert lið ánægt að vera með eitt stig eftir fjóra leiki og við gerum okkur alveg grein fyrir stöðunni. Það er bara þannig að eftir fyrstu þrjá leikina erum við mjög svekktir að vera með eitt stig, okkur finnst við eiga að vera með fjögur til fimm stig miðað við frammistöðurnar. Þetta er aðeins búið að detta á móti okkur en alvöru lið þau standa saman og halda áfram. Við sýndum öllum það hérna í dag, svona frammistaða mun skila stigum“, sagði Hallgrímur um dræma stigasöfnun í upphafi móts. Að lokum var Hallgrímur spurður út í stöðuna á Hallgrími Mar sem um árabil hefur verið besti leikmaður liðsins en vegna veikinda ekki getað tekið þátt það sem af er móti. „Hann er aðeins að byrja að æfa. Við skulum sjá til hvort hann verði ekki bara í hóp í næsta leik,“ sagði þjálfari KA að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28 Mest lesið „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Fótbolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Rak upp stór augu sökum lagavals á HM í pílukasti Áfall bætist við ógöngur Man. City „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Arnór frá Gumma til Arnórs Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Sjá meira
„Já það er bara þannig. Við byrjum leikinn sterkt og komumst yfir. Frammistaðan í heild sinni var bara góð. Við vorum að mæta hérna virkilega sterku liði, við skorum tvö mörk og sköllum tvisvar í stöng. Við eigum að fá allavega tvö víti. Það er mjög gott en því miður þá dugði það ekki í dag, sem er svekkjandi. En ég er gríðarlega ánægður með frammistöðuna, ánægður með strákana. Við stöndum allir saman, hlaupum allan leikinn og það vorum við sem vorum að þrýsta hérna í lokin þegar þeir voru farnir að tefja. Ég get ekki beðið um meira,“ sagði Hallgrímur. KA-menn vildu fá tvö víti í leiknum í dag en eina víti leiksins fengu Víkingar. Hallgrímur var spurður hvort hann hefði skoðun á því og svarið var einfalt. „Já ég hef skoðun á því, ég ætla bara ekki að segja hana.“ Eins og áður sagði komst KA yfir í leiknum og Víkingar jöfnuðu út víti. Staðan var svo 3-1 fyrir heimamenn í hálfleik eftir sofandahátt í vörn KA. „Við vorum bara slegnir. Við upplifðum þessi mörk ekkert sérstaklega sanngjörn. Ég hvet ykkur bara til þess að skoða þetta því þetta er orðið virkilega þreytt. Svo því miður skora þeir fimm sekúndum áður en við förum inn í hálfleik og komast í 3-1. Ef þetta hefði verið 2-1 í hálfleik þá erum við ennþá vel inni í leiknum. Eins og alvöru lið þá stöndum við saman þegar við komum út í seinni hálfleikinn. Við skorum mark, við sköllum í stöngina. Við höldum áfram að gera þetta eins vel og við getum sem lið. Ef við höldum því áfram, sem ég veit að við gerum, þá mun þetta snúast við og við förum að fá stig,“ sagði Hallgrímur. KA er annað af tveimur liðum sem aðeins hafa sótt 1 stig í þessum fyrstu umferðum deildarinnar. Það er ekki ásættanlegt á Akureyri. „Nei það er bara ekki nógu gott. Það er ekkert lið ánægt að vera með eitt stig eftir fjóra leiki og við gerum okkur alveg grein fyrir stöðunni. Það er bara þannig að eftir fyrstu þrjá leikina erum við mjög svekktir að vera með eitt stig, okkur finnst við eiga að vera með fjögur til fimm stig miðað við frammistöðurnar. Þetta er aðeins búið að detta á móti okkur en alvöru lið þau standa saman og halda áfram. Við sýndum öllum það hérna í dag, svona frammistaða mun skila stigum“, sagði Hallgrímur um dræma stigasöfnun í upphafi móts. Að lokum var Hallgrímur spurður út í stöðuna á Hallgrími Mar sem um árabil hefur verið besti leikmaður liðsins en vegna veikinda ekki getað tekið þátt það sem af er móti. „Hann er aðeins að byrja að æfa. Við skulum sjá til hvort hann verði ekki bara í hóp í næsta leik,“ sagði þjálfari KA að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28 Mest lesið „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Fótbolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Rak upp stór augu sökum lagavals á HM í pílukasti Áfall bætist við ógöngur Man. City „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Arnór frá Gumma til Arnórs Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Sjá meira
Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“