Vandamálaráðuneytið útnefndi hinn fimmtán ára Viðar til sigurs Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. apríl 2024 12:00 Viðar ásamt Lilju Dögg Alferðsdóttur menningarmálaráðherra. Stjórnarráðið Hinn fimmtán ára gamli Viðar Már Friðjónsson hlaut fyrstu verðlaun í efniskeppni Vandamálaráðuneytisins, sem snerist um að búa til efni á fjölbreyttri íslensku. Patrekur Jaime og Sunneva Einars, ráðuneytisstjórar verkefnisins höfðu vakið athygli í auglýsingum fyrir keppnina. Framlag Viðars í keppninni, sem leiddi hann til sigurs, var endurgerð atriðis úr stórmyndinni Dune 2. Atriðið hafði hann þýtt yfir á íslensku auk þess sem hann föndraði leikmuni, endurgerði atriðið á upptöku og klippti. Afurðin, Dúna: Seinni hluti, er aðgengileg á vef verkefnisins. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hafnfirðingurinn Viðar Már þegar framleitt tvær aðrar bíómyndir ásamt vinum sínum og sýnt aðra þeirra í Bæjarbíói. Aðspurður hvað hann ætli að gera við þrjú hundruð þúsund kallinn sem hann fékk í verðlaun segist hann vera að vinna að þáttum með vinum sínum og eitthvað af peningunum gæti nýst í það. Í tilkynningu segir að vandamálaráðuneytið hafi fengið til liðs við sig margs konar hæfileikafólk til þess að hvetja sem flesta til þess að gera fjölbreytt samfélagsmiðlaefni á fjölbreyttri íslensku. Meðal þeirra eru raunveruleikastjörnurnar Patrekur Jaime og Sunneva Einars. Auglýsinguna má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Vandamálið (@vandamalid) „Þátttakendur í keppninni sýndu og sönnuðu að íslenskan er bæði sprelllifandi og mjög skapandi tungumál og átti dómnefnd keppninnar út töluvert vöndu að ráða,“ segir í tilkynningu. Alls bárust rúmlega 160 innsendingar í efniskeppnina sem skipulögð var af hinu nýja „ráðuneyti“ í vetur. Það er menningar- og viðskiptaráðuneytið í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið og forsætisráðuneytið sem standa að baki verkefninu. Menning Íslensk tunga Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Framlag Viðars í keppninni, sem leiddi hann til sigurs, var endurgerð atriðis úr stórmyndinni Dune 2. Atriðið hafði hann þýtt yfir á íslensku auk þess sem hann föndraði leikmuni, endurgerði atriðið á upptöku og klippti. Afurðin, Dúna: Seinni hluti, er aðgengileg á vef verkefnisins. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hafnfirðingurinn Viðar Már þegar framleitt tvær aðrar bíómyndir ásamt vinum sínum og sýnt aðra þeirra í Bæjarbíói. Aðspurður hvað hann ætli að gera við þrjú hundruð þúsund kallinn sem hann fékk í verðlaun segist hann vera að vinna að þáttum með vinum sínum og eitthvað af peningunum gæti nýst í það. Í tilkynningu segir að vandamálaráðuneytið hafi fengið til liðs við sig margs konar hæfileikafólk til þess að hvetja sem flesta til þess að gera fjölbreytt samfélagsmiðlaefni á fjölbreyttri íslensku. Meðal þeirra eru raunveruleikastjörnurnar Patrekur Jaime og Sunneva Einars. Auglýsinguna má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Vandamálið (@vandamalid) „Þátttakendur í keppninni sýndu og sönnuðu að íslenskan er bæði sprelllifandi og mjög skapandi tungumál og átti dómnefnd keppninnar út töluvert vöndu að ráða,“ segir í tilkynningu. Alls bárust rúmlega 160 innsendingar í efniskeppnina sem skipulögð var af hinu nýja „ráðuneyti“ í vetur. Það er menningar- og viðskiptaráðuneytið í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið og forsætisráðuneytið sem standa að baki verkefninu.
Menning Íslensk tunga Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira