Enski boltinn

Biðst af­sökunar á að hafa rætt við West Ham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúben Amorim þykir einn mest spennandi stjórinn í evrópskum fótbolta.
Rúben Amorim þykir einn mest spennandi stjórinn í evrópskum fótbolta. getty/Carlos Rodrigues

Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Sporting, segist hafa gert mistök með því að funda með forráðamönnum West Ham United.

Á dögunum fór Amorim til London til að ræða við forráðamenn West Ham um möguleikann á að taka við liðinu eftir tímabilið. Portúgalinn sér eftir því.

„Þetta voru mistök. Tímasetningin var kolröng,“ sagði Amorim.

„Ég bið leikmennina mína alltaf um að sýna virðingu en ég gerði það ekki, jafnvel þótt ég hafi látið félagið vita af þessu áður. Ég er miður mín og bið stuðningsmennina, félagið og leikmennina afsökunar.“

Amorim hefur náð góðum árangri með Sporting síðan hann tók við liðinu fyrir fjórum árum. Undir hans stjórn varð Sporting portúgalskur meistari 2021.

Amorim var meðal annars orðaður við Liverpool en svo virðist sem Arne Slot taki við Rauða hernum af Jürgen Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×