Vill skipa í ríkisstjórn eftir eigin höfði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. apríl 2024 19:04 Eiríkur Ingi skilaði undirskriftum í Hörpu í dag. vísir/rax Eiríkur Ingi Jóhannsson sjómaður og forsetaframbjóðandi skilaði inn undirskriftum til landskjörstjórnar í Hörpu í dag. Lítið hefur farið fyrir Eiríki í baráttunni sem safnaði nær öllum undirskriftum í eigin persónu og hefur háleit markmið um að breyta stjórnskipan landsins. „Þetta er búið að síast í mig í svona tuttugu ár, má segja,“ segir Eiríkur, spurður hvenær hann hafi tekið ákvörðun um framboð. „Því eldri sem maður verður og þroskaðri fer maður að kafa dýpra í þetta. Það var bara einhver tilfinning að nú skuli láta vaða, þó ég hefði viljað óska eftir betra árferði í þetta. En maður verður að sigla á þann sjó sem er.“ Til upprifjunar öðlaðist Eiríkur landsfrægð árið 2012 þegar hann lifði af sjóslys undan ströndum Noregs og var valinn maður ársins á Bylgjunni og Rás 2. Hann er vélvirki og rafvirki að mennt og býr í Árbænum. „Ég gerði þetta nánast allt í eigin persónu,“ segir Eiríkur um undirskriftirnar sem allar eru á pappír á gamla mátann. Hvert verður þitt erindi á Bessastöðum? „Mig langar, númer eitt, tvö og þrjú að auka lýðræði á Íslandi og aðskilja framkvæmdavaldið frá löggjafavaldinu. Það er löngu tímabært að við förum að vinna eftir þeirri stjórnarskrá sem við höfum, og það hvílir allt á herðum forsetans að gera svo.“ Heldurðu að forseti geti breytt því, þarf ekki Alþingi að gera breytingar á stjórnarskrá? „Það er forseti sem raðar í ríkisráð, með því er hann búinn að aðskilja það.“ Þannig þú myndir bara skipa eftir eigin höfði í ríkisstjórn? „Maður leitar sér nú alltaf ráða, þú ferð aldrei einvalda með svona völd,“ segir Eiríkur að lokum. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Þetta er búið að síast í mig í svona tuttugu ár, má segja,“ segir Eiríkur, spurður hvenær hann hafi tekið ákvörðun um framboð. „Því eldri sem maður verður og þroskaðri fer maður að kafa dýpra í þetta. Það var bara einhver tilfinning að nú skuli láta vaða, þó ég hefði viljað óska eftir betra árferði í þetta. En maður verður að sigla á þann sjó sem er.“ Til upprifjunar öðlaðist Eiríkur landsfrægð árið 2012 þegar hann lifði af sjóslys undan ströndum Noregs og var valinn maður ársins á Bylgjunni og Rás 2. Hann er vélvirki og rafvirki að mennt og býr í Árbænum. „Ég gerði þetta nánast allt í eigin persónu,“ segir Eiríkur um undirskriftirnar sem allar eru á pappír á gamla mátann. Hvert verður þitt erindi á Bessastöðum? „Mig langar, númer eitt, tvö og þrjú að auka lýðræði á Íslandi og aðskilja framkvæmdavaldið frá löggjafavaldinu. Það er löngu tímabært að við förum að vinna eftir þeirri stjórnarskrá sem við höfum, og það hvílir allt á herðum forsetans að gera svo.“ Heldurðu að forseti geti breytt því, þarf ekki Alþingi að gera breytingar á stjórnarskrá? „Það er forseti sem raðar í ríkisráð, með því er hann búinn að aðskilja það.“ Þannig þú myndir bara skipa eftir eigin höfði í ríkisstjórn? „Maður leitar sér nú alltaf ráða, þú ferð aldrei einvalda með svona völd,“ segir Eiríkur að lokum.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira