Uppgjör og viðtöl: Vestri - HK 1-0 | Benedikt tryggði Vestra annan sigurinn í röð Ólafur Þór Jónsson skrifar 28. apríl 2024 16:35 Benedikt Warén reyndist hetja Vestra. vísir/hulda margrét Vestri og HK áttust við í áhugaverðri viðureign í dag. Leikurinn var heimaleikur Vestra en fór samt sem áður fram á Avis-vellinum í Laugardal. Ástæðan er sú að heimavöllur Vestra er ekki klár í slaginn. Fyrir leikinn var HK enn án sigurs en með eitt stig eftir þrjár umferðir en Vestri var með þrjú stig eftir að hafa náð í sigur á Akureyri í síðustu umferð. Líkt og þá vann Vestri 1-0 sigur. Fyrri hálfleikur var markalaus, bæði lið voru að þreifa á hvort öðru en gestirnir í HK voru klárlega sterkari. Sköpuðu sér fleiri góð færi og voru skarpari í sínum aðgerðum. Vestri voru mjög kaflaskiptir, þeir náðu tveimur fimm mínútna köflum þar sem liðið skapaði sér fín færi. Þess utan var liðið ekki að ná að tengja saman fleiri en 2-3 sendingar. Einbeitingarleysi HK varð þeim að falli Fyrsta mark leiksins leit svo dagsins ljós á 72. mínútu þegar vörn HK gjörsamlega gleymir sér í sókn. Vestri eru eins og hendi sé veifað komnir í þrjá á einn stöðu þar sem Andri Rúnar gerir vel að leggja boltann snyrtilega á Benedikt Waren sem smellir boltanum í netið. Í raun gegn gangi leiksins á þeim tímapunkti en ekki ósanngjarnt miðað við frammistöðu Vestra í heild. Fleiri urðu mörkin ekki og sigur Vestra staðreynd. Sigurinn verðskuldaður hjá Ísfirðingum heilt yfir en HK átti góða kafla, sérstaklega í fyrri hálfleik. HK leitar því enn að sigri eftir fjórar umferðir en Vestri stekkur upp töfluna með öðrum sigri sínum í röð. Atvik leiksins Gula spjaldið á Atla Þór. Fer ansi hátt með sólann og hittir Eið Aron ákaflega illa. Hefði átt að vera rautt spjald ef allt væri eðlilegt. Einnig mark Vestra en það kemur eftir hornspyrnu HK þar sem þeir voru með alltof marga menn í boxinu. Gefa Vestra þarna góða stöðu er þeir fara upp völlinn þrír gegn einum varnarmanni. Stór augnablik í annars skemmtilegum leik þrátt fyrir markaþurrð. Stjörnur og skúrkar Maður leiksins var Benedikt Waren sem var alltaf hættulegur og skoraði þetta sigurmark Vestra. Klappaði boltanum stundum aðeins of mikið en var alltaf hættulegur. Það sama má segja um Andra Rúnar sem var með sterka nærveru á toppnum hjá ísfirðingum. Hjá liði HK var Arnar Freyr í markinu öflugur og varði nokkrum sinnum mjög vel. Einnig kom mikið til Þorsteins Arons í miðverðinum sem átti nokkrar frábærar sendingar útúr vörninni. HK fékk ákaflega lítið útúr kantmönnum sínum og fór þeirra helsta hætta í gegnum miðjuna. Dómarinn Pétur Guðmundsson fór ágætlega frá þessum leik. Fyrir utan þegar hann gefur Atla Þór gult spjald á 54. mínútu fyrir ljótt brot á Eiði Aroni sem þurfti að fara útaf meiddur. Liturinn á spjaldinu hefði auðveldlega getað orðið annar og í raun hreinlega rangur dómur. Atli hefði átt að yfirgefa völlinn. Þess fyrir utan stýrði Pétur leiknum vel. Fær 6/10 í einkunn. Stemning og umgjörð Frábær dagur í Laugardalnum, aðstæðurnar voru algjörlega frábærar. Logn og góður hiti á vellinum. Umgjörð Vestra manna og Þróttar alveg til fyrirmyndar. Mætingin var einnig alveg prýðileg, sérstaklega í ljósi þess að þessi heimaleikur fór fram rúmum 400 km frá raunverulegum heimavelli Vestra. Auðvitað hefur maður samúð með Vestra að þurfa að spila hér á þessum tímapunkti en fyrst svona fór er væntanlega lítil gremja í þeim. Benedikt: „Hefðum getað skorað nokkur mörk“ Benedikt Warén var besti maður vallarins í sigri Vestra á HK í dag. Leikurinn fór 1-0 fyrir Vestra sem lék sinn fyrsta heimaleik í Laugardal í dag. „Þetta var geggjað. Þetta var flottur sigur, við börðumst allt til loka og frábært að fá þrjú stig.“ sagði Benedikt eftir leik og bætti við: „Mér fannst við skapa meira en þeir. Vorum betri en þeir í fyrri hálfleik en vorum svolítið þreyttir í lokin en heilt yfir vorum við sterkara liðið.“ Sigur Vestra var verðskuldaður heilt yfir en liðið skapaði sér góð færi í seinni hálfleik eftir að leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik. „Við hefðum getað skorað nokkur mörk þarna áður en frábært að ná markinu inn í lokin. Bara mjög mikilvægt.“ sagði Benedikt um það hvort trúin hafi verið að fjara út hjá liðinu. Vestri hefur nú unnið tvo leiki í deildinni í röð, síðasta leik gegn KA á Akureyri og í dag. Góð byrjun hjá nýliðunum sem virðast vera til alls líklegir. „Frábært að ná þremur sigrum í röð með bikarleiknum. Geggjað, við höldum áfram og gerum okkar allra besta.“ Ómar Ingi: Getum ekki boðið liðum upp á þessi tækifæri Ómar Ingi, þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét HK er enn í leit að sigri í Bestu deildinni eftir tap dagsins gegn Vestra á útivelli. Leiknum lauk með 1-0 sigri Vestra en markið kom á 72. mínútu leiksins. Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK var í samtali við Vísi eftir leik og sagði þetta um tapið: „Eins og alltaf er þetta svekkjandi. Það er ömurlegt að tapa og mér fannst við ekki þurfa að tapa hér í dag.“ Markið kemur á 72. mínútu þegar Vestri kemst í þrír á einn stöðu sóknarlega eftir hornspyrnu HK. Benedikt Warén skoraði örugglega úr færinu en hvernig leitið markið út fyrir Ómari. „Við gerum bara skelfileg mistök í markinu þeirra. Gefum þeim alltof, alltof gott tækifæri til að komast yfir og þetta var erfitt eftir það.“ sagði Ómar og bætti við: „Eins og við spiluðum í dag vorum við að skapa okkur færi til þess að skora sem við nýttum ekki. Við getum ekki gert svona hluti eins og við gerum í aðdraganda leiksins. Getum ekki boðið liðum upp á þessi tækifæri.“ Ívar Örn Jónsson fór meiddur út af í fyrri hálfleik og ljóst var að það riðlaði nokkuð leik HK. Hvaða áhrif hefur það? „Það hefur alltaf áhrif að missa menn út af eftir meiðsli í fyrri hálfleik og þetta gæti haft áhrif eitthvað inn í næstu leiki.“ HK er enn án sigurs á botni deildarinnar eftir fjórar umferðir. Næsti leikur liðsins er gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Kórnum. Arnþór Ari: Eitt skíta augnablik sem kostar okkur Arnþór Ari Atlason í leik með HK.Vísir/Hulda Margrét Arnþór Ari Atlason leikmaður HK átti fínan leik þrátt fyrir tapið. Hann ræddi við Vísi stuttu eftir leik. „Auðvitað bara svekkjandi tap. Við ætluðum að taka þrjú stigin en svekkjandi að fara héðan með núll stig. Mér fannst þetta svona frekar jafn leikur heilt yfir.“ sagði Arnþór. Mark Vestra kemur á 72. mínútu þegar liðið kemst í þrír á einn stöðu sóknarlega eftir hornspyrnu HK. Benedikt Warén skoraði örugglega úr færinu en hvernig leitið markið út fyrir Arnþóri. „Við eigum hornspyrnu, boltinn fer útúr teignum og við missum hann klaufalega sem við eigum ekki að gera. Við vitum það og sá sem gerði það veit það vel. Eitt skítaaugnablik sem kostar okkur.“ sagði Arnþór og bætti við: „Við hefðum alveg getað verið búnir að skora líka, þannig það var ekki bara þetta móment sem fór með leikinn. Þetta var mjög dýrt samt þar sem leikurinn var jafn. Verðum að læra að þessu og koma sterkari í næsta leik.“ HK er enn án sigurs á botni Bestu deildarinnar. Næsti leikur er gegn Víkingi en útlitið er ekki gott hjá HK. Hvað þarf að gerast í efri byggðum Kópavogs ef ekki illa á að fara? „Þurfum að brjótast útúr skelinni. Spilum eins og við séum með reipi utan um mittið á okkur. Þurfum að leyfa okkur að spila að meiri ákefð og gleði. Ég hef engar áhyggjur af þessu nema þetta komi í næstu leikjum. Það er nóg eftir. Þurfum bara að sleppa af okkur beislinu.“ sagði Arnþór að lokum. Besta deild karla Vestri HK
Vestri og HK áttust við í áhugaverðri viðureign í dag. Leikurinn var heimaleikur Vestra en fór samt sem áður fram á Avis-vellinum í Laugardal. Ástæðan er sú að heimavöllur Vestra er ekki klár í slaginn. Fyrir leikinn var HK enn án sigurs en með eitt stig eftir þrjár umferðir en Vestri var með þrjú stig eftir að hafa náð í sigur á Akureyri í síðustu umferð. Líkt og þá vann Vestri 1-0 sigur. Fyrri hálfleikur var markalaus, bæði lið voru að þreifa á hvort öðru en gestirnir í HK voru klárlega sterkari. Sköpuðu sér fleiri góð færi og voru skarpari í sínum aðgerðum. Vestri voru mjög kaflaskiptir, þeir náðu tveimur fimm mínútna köflum þar sem liðið skapaði sér fín færi. Þess utan var liðið ekki að ná að tengja saman fleiri en 2-3 sendingar. Einbeitingarleysi HK varð þeim að falli Fyrsta mark leiksins leit svo dagsins ljós á 72. mínútu þegar vörn HK gjörsamlega gleymir sér í sókn. Vestri eru eins og hendi sé veifað komnir í þrjá á einn stöðu þar sem Andri Rúnar gerir vel að leggja boltann snyrtilega á Benedikt Waren sem smellir boltanum í netið. Í raun gegn gangi leiksins á þeim tímapunkti en ekki ósanngjarnt miðað við frammistöðu Vestra í heild. Fleiri urðu mörkin ekki og sigur Vestra staðreynd. Sigurinn verðskuldaður hjá Ísfirðingum heilt yfir en HK átti góða kafla, sérstaklega í fyrri hálfleik. HK leitar því enn að sigri eftir fjórar umferðir en Vestri stekkur upp töfluna með öðrum sigri sínum í röð. Atvik leiksins Gula spjaldið á Atla Þór. Fer ansi hátt með sólann og hittir Eið Aron ákaflega illa. Hefði átt að vera rautt spjald ef allt væri eðlilegt. Einnig mark Vestra en það kemur eftir hornspyrnu HK þar sem þeir voru með alltof marga menn í boxinu. Gefa Vestra þarna góða stöðu er þeir fara upp völlinn þrír gegn einum varnarmanni. Stór augnablik í annars skemmtilegum leik þrátt fyrir markaþurrð. Stjörnur og skúrkar Maður leiksins var Benedikt Waren sem var alltaf hættulegur og skoraði þetta sigurmark Vestra. Klappaði boltanum stundum aðeins of mikið en var alltaf hættulegur. Það sama má segja um Andra Rúnar sem var með sterka nærveru á toppnum hjá ísfirðingum. Hjá liði HK var Arnar Freyr í markinu öflugur og varði nokkrum sinnum mjög vel. Einnig kom mikið til Þorsteins Arons í miðverðinum sem átti nokkrar frábærar sendingar útúr vörninni. HK fékk ákaflega lítið útúr kantmönnum sínum og fór þeirra helsta hætta í gegnum miðjuna. Dómarinn Pétur Guðmundsson fór ágætlega frá þessum leik. Fyrir utan þegar hann gefur Atla Þór gult spjald á 54. mínútu fyrir ljótt brot á Eiði Aroni sem þurfti að fara útaf meiddur. Liturinn á spjaldinu hefði auðveldlega getað orðið annar og í raun hreinlega rangur dómur. Atli hefði átt að yfirgefa völlinn. Þess fyrir utan stýrði Pétur leiknum vel. Fær 6/10 í einkunn. Stemning og umgjörð Frábær dagur í Laugardalnum, aðstæðurnar voru algjörlega frábærar. Logn og góður hiti á vellinum. Umgjörð Vestra manna og Þróttar alveg til fyrirmyndar. Mætingin var einnig alveg prýðileg, sérstaklega í ljósi þess að þessi heimaleikur fór fram rúmum 400 km frá raunverulegum heimavelli Vestra. Auðvitað hefur maður samúð með Vestra að þurfa að spila hér á þessum tímapunkti en fyrst svona fór er væntanlega lítil gremja í þeim. Benedikt: „Hefðum getað skorað nokkur mörk“ Benedikt Warén var besti maður vallarins í sigri Vestra á HK í dag. Leikurinn fór 1-0 fyrir Vestra sem lék sinn fyrsta heimaleik í Laugardal í dag. „Þetta var geggjað. Þetta var flottur sigur, við börðumst allt til loka og frábært að fá þrjú stig.“ sagði Benedikt eftir leik og bætti við: „Mér fannst við skapa meira en þeir. Vorum betri en þeir í fyrri hálfleik en vorum svolítið þreyttir í lokin en heilt yfir vorum við sterkara liðið.“ Sigur Vestra var verðskuldaður heilt yfir en liðið skapaði sér góð færi í seinni hálfleik eftir að leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik. „Við hefðum getað skorað nokkur mörk þarna áður en frábært að ná markinu inn í lokin. Bara mjög mikilvægt.“ sagði Benedikt um það hvort trúin hafi verið að fjara út hjá liðinu. Vestri hefur nú unnið tvo leiki í deildinni í röð, síðasta leik gegn KA á Akureyri og í dag. Góð byrjun hjá nýliðunum sem virðast vera til alls líklegir. „Frábært að ná þremur sigrum í röð með bikarleiknum. Geggjað, við höldum áfram og gerum okkar allra besta.“ Ómar Ingi: Getum ekki boðið liðum upp á þessi tækifæri Ómar Ingi, þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét HK er enn í leit að sigri í Bestu deildinni eftir tap dagsins gegn Vestra á útivelli. Leiknum lauk með 1-0 sigri Vestra en markið kom á 72. mínútu leiksins. Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK var í samtali við Vísi eftir leik og sagði þetta um tapið: „Eins og alltaf er þetta svekkjandi. Það er ömurlegt að tapa og mér fannst við ekki þurfa að tapa hér í dag.“ Markið kemur á 72. mínútu þegar Vestri kemst í þrír á einn stöðu sóknarlega eftir hornspyrnu HK. Benedikt Warén skoraði örugglega úr færinu en hvernig leitið markið út fyrir Ómari. „Við gerum bara skelfileg mistök í markinu þeirra. Gefum þeim alltof, alltof gott tækifæri til að komast yfir og þetta var erfitt eftir það.“ sagði Ómar og bætti við: „Eins og við spiluðum í dag vorum við að skapa okkur færi til þess að skora sem við nýttum ekki. Við getum ekki gert svona hluti eins og við gerum í aðdraganda leiksins. Getum ekki boðið liðum upp á þessi tækifæri.“ Ívar Örn Jónsson fór meiddur út af í fyrri hálfleik og ljóst var að það riðlaði nokkuð leik HK. Hvaða áhrif hefur það? „Það hefur alltaf áhrif að missa menn út af eftir meiðsli í fyrri hálfleik og þetta gæti haft áhrif eitthvað inn í næstu leiki.“ HK er enn án sigurs á botni deildarinnar eftir fjórar umferðir. Næsti leikur liðsins er gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Kórnum. Arnþór Ari: Eitt skíta augnablik sem kostar okkur Arnþór Ari Atlason í leik með HK.Vísir/Hulda Margrét Arnþór Ari Atlason leikmaður HK átti fínan leik þrátt fyrir tapið. Hann ræddi við Vísi stuttu eftir leik. „Auðvitað bara svekkjandi tap. Við ætluðum að taka þrjú stigin en svekkjandi að fara héðan með núll stig. Mér fannst þetta svona frekar jafn leikur heilt yfir.“ sagði Arnþór. Mark Vestra kemur á 72. mínútu þegar liðið kemst í þrír á einn stöðu sóknarlega eftir hornspyrnu HK. Benedikt Warén skoraði örugglega úr færinu en hvernig leitið markið út fyrir Arnþóri. „Við eigum hornspyrnu, boltinn fer útúr teignum og við missum hann klaufalega sem við eigum ekki að gera. Við vitum það og sá sem gerði það veit það vel. Eitt skítaaugnablik sem kostar okkur.“ sagði Arnþór og bætti við: „Við hefðum alveg getað verið búnir að skora líka, þannig það var ekki bara þetta móment sem fór með leikinn. Þetta var mjög dýrt samt þar sem leikurinn var jafn. Verðum að læra að þessu og koma sterkari í næsta leik.“ HK er enn án sigurs á botni Bestu deildarinnar. Næsti leikur er gegn Víkingi en útlitið er ekki gott hjá HK. Hvað þarf að gerast í efri byggðum Kópavogs ef ekki illa á að fara? „Þurfum að brjótast útúr skelinni. Spilum eins og við séum með reipi utan um mittið á okkur. Þurfum að leyfa okkur að spila að meiri ákefð og gleði. Ég hef engar áhyggjur af þessu nema þetta komi í næstu leikjum. Það er nóg eftir. Þurfum bara að sleppa af okkur beislinu.“ sagði Arnþór að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti