Sara hrundi niður listann eftir leiðréttingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 08:00 Sara Sigmundsdóttir endaði ekki sem besta íslenska konan í fjórðungsúrslitunum eins og leit út fyrir í fyrstu heldur datt hún niður í þriðja sætið. Hún nær samt sem betur fer undanúrslitamótinu. @sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir er ekki lengur sú íslenska kona sem náði bestum árangri í fjórðungsúrslitum undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Eftir að óstaðfest úrslit voru birt á heimasíðu CrossFit samtakanna var Sara efst íslensku stelpanna og í 23. sætinu í Evrópu en hún er þar ekki lengur. Miklar breytingar urðu á listanum eftir að farið var yfir myndbönd með æfingum keppanda en fjórðungsúrslitin fóru þannig fram að þátttakendur þurftu að skila inn myndböndum af æfingum sínum. Sara var ein af fjölmörgum sem missti dýrmæt stig eftir yfirferðina. Sara hrundi niður um fjögur sæti eftir leiðréttingar og varð því þriðja efsta íslenska konan. Sara endaði í 27. sæti meðal efstu kvenna í Evrópu en fjörutíu efstu komust í undanúrslitin. Þrátt fyrir þetta hrun þá kemur það sem betur fer ekki í veg fyrir að Sara keppi í undanúrslitamótinu. Sara var í 40. sæti á heimsvísu fyrir yfirferð CrossFit samtakanna en er nú í sæti númer 43 á heimsvísu. Þuríður Erla Helgadóttir var því eftir allt saman sú sem náði bestum árangri af íslensku stelpunum. Hin unga og efnilega Bergrós Björnsdóttir komst líka upp fyrir Söru. Þuríður Erla var í 25. sæti fyrir leiðréttingar er nú í 19. sætinu. Hún hoppar því upp um sex sæti. Á heimsvísu fór hún upp um níu sæti eða úr sæti 46 upp í sæti númer 37. Bergrós fer upp um sjö sæti í Evrópu eða úr 29. sæti í sæti númer 22. Á heimsvísu þá hoppar hún úr 51. sæti og langt inn á topp fimmtíu eða upp í sæti 41. Frábær árangur hjá þessari sautján ára stelpu. Ísland mun eftir sem áður eiga fjóra flotta fulltrúa í undanúrslitamóti Evrópu sem fer fram í Lyon í Frakklandi frá frá 17. til 19. maí næstkomandi. Björgvin Karl Guðmundsson endaði þriðji í Evrópu og það breyttist ekki eftir leiðréttingar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Eftir að óstaðfest úrslit voru birt á heimasíðu CrossFit samtakanna var Sara efst íslensku stelpanna og í 23. sætinu í Evrópu en hún er þar ekki lengur. Miklar breytingar urðu á listanum eftir að farið var yfir myndbönd með æfingum keppanda en fjórðungsúrslitin fóru þannig fram að þátttakendur þurftu að skila inn myndböndum af æfingum sínum. Sara var ein af fjölmörgum sem missti dýrmæt stig eftir yfirferðina. Sara hrundi niður um fjögur sæti eftir leiðréttingar og varð því þriðja efsta íslenska konan. Sara endaði í 27. sæti meðal efstu kvenna í Evrópu en fjörutíu efstu komust í undanúrslitin. Þrátt fyrir þetta hrun þá kemur það sem betur fer ekki í veg fyrir að Sara keppi í undanúrslitamótinu. Sara var í 40. sæti á heimsvísu fyrir yfirferð CrossFit samtakanna en er nú í sæti númer 43 á heimsvísu. Þuríður Erla Helgadóttir var því eftir allt saman sú sem náði bestum árangri af íslensku stelpunum. Hin unga og efnilega Bergrós Björnsdóttir komst líka upp fyrir Söru. Þuríður Erla var í 25. sæti fyrir leiðréttingar er nú í 19. sætinu. Hún hoppar því upp um sex sæti. Á heimsvísu fór hún upp um níu sæti eða úr sæti 46 upp í sæti númer 37. Bergrós fer upp um sjö sæti í Evrópu eða úr 29. sæti í sæti númer 22. Á heimsvísu þá hoppar hún úr 51. sæti og langt inn á topp fimmtíu eða upp í sæti 41. Frábær árangur hjá þessari sautján ára stelpu. Ísland mun eftir sem áður eiga fjóra flotta fulltrúa í undanúrslitamóti Evrópu sem fer fram í Lyon í Frakklandi frá frá 17. til 19. maí næstkomandi. Björgvin Karl Guðmundsson endaði þriðji í Evrópu og það breyttist ekki eftir leiðréttingar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira