Fjölbreytt verkefni hjá björgunarsveitum í dag Samúel Karl Ólason skrifar 25. apríl 2024 17:42 Björgunarsveitarfólk þurfti í margskona útköll í dag. Landsbjörg Björgunarsveitarfólk hafði í nógu að snúast í dag og þurfti að fara í margskonar útköll. Koma þurfti áhöfn smábáts til aðstoðar undan ströndum Snæfellsness og þar að auki þurfti að koma göngumanni til aðstoðar við gönguleiðina upp að Glym. Þá barst einnig tilkynning um slys á vélsleða við Háskerðing, norðan Mýrdalsjökuls. Áhöfn björgunarskipsins Björg í Rifi var kölluð út um klukkan 12:30 í dag. Þá hafði vél smábáts bilað undir Svörtuloftum á Snæfellsnesi. Björg var siglt úr höfn um 12:45 og var björgunarskipið komið að bátnum um 45 mínútum síðar. Ekki amaði að áhöfn smábátsins og var báturinn tekinn í tog til Rifs. Þar var svo landað úr bátnum. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir einnig að í hádeginu hafi útkall borist til Björgunarfélags Akraness vegna manns sem hafði lent í sjálfheldu við gönguleiðina upp að Glym. Hann hafði reynt að vaða yfir Glymsá en vanmetið straumþunga hennar. Maðurinn féll í Glymsá en hann komst að sjálfsdáðum upp úr henni. Það var þó á hinum bakkanum og treysti hann sér ekki yfir ánna aftur. Björgunarsveitarfólk fór yfir Glymsá með þurrbúning fyrir manninn og var honum hjálpað yfir hana aftur. Þá barst á öðrum tímanum í dag tilkynning um vélsleðaslys við Háskerðing, norður af Mýrdalsjökli. Þar hafði einn úr hópi björgunarsveitarfólks velt sleða sínum. Sleðahópur frá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík var ekki langt frá og voru fljótir á slysstað. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig á flugi þar nálægt og var hún notuð til að flytja manninn á sjúkrahús á Selfossi. Upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá verkefnum dagsins. Bilun í stýri Bilun í stýri Björgunarsveitir Snæfellsbær Rangárþing eystra Kjósarhreppur Hvalfjarðarsveit Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Áhöfn björgunarskipsins Björg í Rifi var kölluð út um klukkan 12:30 í dag. Þá hafði vél smábáts bilað undir Svörtuloftum á Snæfellsnesi. Björg var siglt úr höfn um 12:45 og var björgunarskipið komið að bátnum um 45 mínútum síðar. Ekki amaði að áhöfn smábátsins og var báturinn tekinn í tog til Rifs. Þar var svo landað úr bátnum. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir einnig að í hádeginu hafi útkall borist til Björgunarfélags Akraness vegna manns sem hafði lent í sjálfheldu við gönguleiðina upp að Glym. Hann hafði reynt að vaða yfir Glymsá en vanmetið straumþunga hennar. Maðurinn féll í Glymsá en hann komst að sjálfsdáðum upp úr henni. Það var þó á hinum bakkanum og treysti hann sér ekki yfir ánna aftur. Björgunarsveitarfólk fór yfir Glymsá með þurrbúning fyrir manninn og var honum hjálpað yfir hana aftur. Þá barst á öðrum tímanum í dag tilkynning um vélsleðaslys við Háskerðing, norður af Mýrdalsjökli. Þar hafði einn úr hópi björgunarsveitarfólks velt sleða sínum. Sleðahópur frá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík var ekki langt frá og voru fljótir á slysstað. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig á flugi þar nálægt og var hún notuð til að flytja manninn á sjúkrahús á Selfossi. Upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá verkefnum dagsins. Bilun í stýri Bilun í stýri
Björgunarsveitir Snæfellsbær Rangárþing eystra Kjósarhreppur Hvalfjarðarsveit Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira