Þátttaka nemenda í „verkföllum“ skráð sem „óheimil fjarvist“ Atli Ísleifsson skrifar 24. apríl 2024 08:58 Frá mótmælendum Hagskælinga á Austurvelli 6. febrúar síðastliðinn. Vísir/Arnar Þátttaka reykvískra grunnskólabarna í mótmælum á opinberum vettvangi á skólatíma skal afgreidd sem „óheimil fjarvist“ og vera skráð sem slík. Á sama tíma er eitt af leiðarljósum menntastefnu borgarinnar „barnið sem virkur þátttakandi“ þar sem virkni barna og lýðræðisleg þátttaka í leik og starfi er talin mikilvæg leiðarljós í menntastefnu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Helga Grímssonar, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði, þeim Birnu Hafstein og Helga Áss Grétarssyni. Fyrirspurnin var lögð fram í tengslum við „verkfall“ grunnskólanemenda í Hagaskóla í febrúar síðastliðnum þar sem aðgerða ríkisstjórnarinnar var krafist í tengslum við stöðu mála í Palestínu. Helgi Áss Grétarsson borgarfulltrúi lagði fram fyrirspurnina ásamt Birnu Hafstein.Vísir/Arnar Borgarfulltrúarnir spurðu hvaða reglur og viðmið gildi í grunnskólum Reykjavíkur þegar kæmi að þátttöku nemenda í mótmælum á opinberum vettvangi á skólatíma. „Með öðrum orðum, er slík þátttaka ávallt án heimildar frá skólayfirvöldum eða hefur það gerst að slík þátttaka sé sérstaklega heimiluð og að fjarvist nemenda af þessu tilefni hafi engin áhrif?“ Í svari Helga segir að samkvæmt lögum um grunnskóla sé nemendum skylt að sækja grunnskóla. Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Egill „Skóla- og frístundasvið samþykkti viðmið um skólasókn þar sem gengið er út frá því að nemendur fylgi lögum og reglum um skólaskyldu og starfsfólk skóla skrái mætingu nemenda og bregðist við á samræmdan hátt ef misbrestur verður á skólasókn nemenda. Skóla- og frístundasviði er aðeins kunnugt um tvö tilvik um „verkföll“ grunnskólanemenda vegna mótmæla á opinberum vettvangi; annars vegar loftlagsverkfall sem var árið 2019 og svo svo í febrúar 2024 vegna stöðu mála í Palestínu. Verkföll af slíkum toga eiga að vera afgreidd frá skóla sem óheimil fjarvist og skráð sem slík,“ segir í svari Helga. Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu“ Hópur grunnskólanema í Hagaskóla í Reykjavík hefur boðað til verkfalls á morgun til stuðnings Palestínu. Skólastjóri segist ekki gera sér grein fyrir umfangi verkfallsins og hvort fimm, fimmtíu eða fimm hundruð nemendur muni ganga út úr tímum á morgun. Hann fagnar því að ungt fólk sé hugsandi, taki afstöðu og láti sig samfélagsleg málefni varða. 5. febrúar 2024 11:27 Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. 6. febrúar 2024 12:02 Boða til skólaverkfalls til stuðnings Palestínu Nemendur í Hagaskóla hafa boðað til skólaverkfalls þann 6. febrúar næstkomandi til stuðnings Palestínu. Nemendurnir hyggjast yfirgefa tíma til að mæta á Austurvöll. 28. janúar 2024 21:54 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Helga Grímssonar, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði, þeim Birnu Hafstein og Helga Áss Grétarssyni. Fyrirspurnin var lögð fram í tengslum við „verkfall“ grunnskólanemenda í Hagaskóla í febrúar síðastliðnum þar sem aðgerða ríkisstjórnarinnar var krafist í tengslum við stöðu mála í Palestínu. Helgi Áss Grétarsson borgarfulltrúi lagði fram fyrirspurnina ásamt Birnu Hafstein.Vísir/Arnar Borgarfulltrúarnir spurðu hvaða reglur og viðmið gildi í grunnskólum Reykjavíkur þegar kæmi að þátttöku nemenda í mótmælum á opinberum vettvangi á skólatíma. „Með öðrum orðum, er slík þátttaka ávallt án heimildar frá skólayfirvöldum eða hefur það gerst að slík þátttaka sé sérstaklega heimiluð og að fjarvist nemenda af þessu tilefni hafi engin áhrif?“ Í svari Helga segir að samkvæmt lögum um grunnskóla sé nemendum skylt að sækja grunnskóla. Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Egill „Skóla- og frístundasvið samþykkti viðmið um skólasókn þar sem gengið er út frá því að nemendur fylgi lögum og reglum um skólaskyldu og starfsfólk skóla skrái mætingu nemenda og bregðist við á samræmdan hátt ef misbrestur verður á skólasókn nemenda. Skóla- og frístundasviði er aðeins kunnugt um tvö tilvik um „verkföll“ grunnskólanemenda vegna mótmæla á opinberum vettvangi; annars vegar loftlagsverkfall sem var árið 2019 og svo svo í febrúar 2024 vegna stöðu mála í Palestínu. Verkföll af slíkum toga eiga að vera afgreidd frá skóla sem óheimil fjarvist og skráð sem slík,“ segir í svari Helga.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu“ Hópur grunnskólanema í Hagaskóla í Reykjavík hefur boðað til verkfalls á morgun til stuðnings Palestínu. Skólastjóri segist ekki gera sér grein fyrir umfangi verkfallsins og hvort fimm, fimmtíu eða fimm hundruð nemendur muni ganga út úr tímum á morgun. Hann fagnar því að ungt fólk sé hugsandi, taki afstöðu og láti sig samfélagsleg málefni varða. 5. febrúar 2024 11:27 Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. 6. febrúar 2024 12:02 Boða til skólaverkfalls til stuðnings Palestínu Nemendur í Hagaskóla hafa boðað til skólaverkfalls þann 6. febrúar næstkomandi til stuðnings Palestínu. Nemendurnir hyggjast yfirgefa tíma til að mæta á Austurvöll. 28. janúar 2024 21:54 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu“ Hópur grunnskólanema í Hagaskóla í Reykjavík hefur boðað til verkfalls á morgun til stuðnings Palestínu. Skólastjóri segist ekki gera sér grein fyrir umfangi verkfallsins og hvort fimm, fimmtíu eða fimm hundruð nemendur muni ganga út úr tímum á morgun. Hann fagnar því að ungt fólk sé hugsandi, taki afstöðu og láti sig samfélagsleg málefni varða. 5. febrúar 2024 11:27
Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. 6. febrúar 2024 12:02
Boða til skólaverkfalls til stuðnings Palestínu Nemendur í Hagaskóla hafa boðað til skólaverkfalls þann 6. febrúar næstkomandi til stuðnings Palestínu. Nemendurnir hyggjast yfirgefa tíma til að mæta á Austurvöll. 28. janúar 2024 21:54