Segir sína menn ekki verðskulda Evrópusæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2024 23:31 Pochettino var ekki skemmt yfir leik kvöldsins. EPA-EFE/ANDY RAIN „Arsenal er á þeim sem stað sem við viljum vera á. Við viljum vera á öðrum stað á næstu leiktíð en við erum nú,“ sagði Mauricio Pochettino, þjálfari Chelsea, eftir 5-0 tap gegn Arsenal í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. „Það er ekki erfitt að útskýra hvað gerðist, það sáu öll að við börðumst ekki frá fyrstu mínútu. Eftir að þeir skoruðu fyrsta markið varð liðið mitt mjög aumt. Ég er mjög vonsvikinn með byrjunina því við ætluðum að mæta orkumiklir til leiks og standa okkur betur.“ „Við vorum ekki árásagjarnir og við héldum ekki einbeitingu í aðstæðum þar sem það er auðvelt að finna lausnir. Þess vegna erum við vonsviknir.“ „Í hálfleik töluðum við um að byrja á annan hátt, af krafti. En við byrjuðum fyrstu 10-15 mínúturnar í síðari hálfleik virkilega illa. Þegar við fengum á okkur þriðja markið þá gáfumst við upp.“ „Við börðumst og spiluðum virkilega vel gegn Manchester City, það var frábær leikur. En svo gerðum við það ekki þremur dögum seinna. Mögulega vorum við ekki nægilega ferskir.“ „Við erum að missa marga leikmenn í meiðsli og það gerir leikstjórnun erfiðari. Við getum ekki sagt að það sé ástæðan fyrir að við töpuðum en með því að missa Cole Palmer þá missum við skapandi leikmann sem tengir liðið saman,“ sagði Pochettino um fjarveru Palmer í kvöld. „Það er ósanngjarnt að tala um þá leikmenn sem voru ekki með. Frá því að tímabilið byrjaði hefur okkur vantað hina ýmsu leikmenn.“ Cole Palmer hefur verið allt í öllu í sóknarleik Chelsea á leiktíðinni.Marc Atkins/Getty Images Um Arsenal „Arsenal er með mjög gott lið en mér finnst að við höfum leyft þeim að spila sinn leik. Við gáfum þeim alla möguleika til að spila og skapa færi. Þess vegna erum við vonsviknir. Á vissan hátt var þetta jafn leikur en við erum of óstöðugir.“ „Það er erfitt að horfa fram veginn eftir leik sem þennan þar sem við erum vonsviknir. Það er erfitt að tala um markmið. Ef við spilum eins og við spiluðum í dag þá eigum við ekki skilið að komast í Evrópukeppni á næstu leiktíð.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
„Það er ekki erfitt að útskýra hvað gerðist, það sáu öll að við börðumst ekki frá fyrstu mínútu. Eftir að þeir skoruðu fyrsta markið varð liðið mitt mjög aumt. Ég er mjög vonsvikinn með byrjunina því við ætluðum að mæta orkumiklir til leiks og standa okkur betur.“ „Við vorum ekki árásagjarnir og við héldum ekki einbeitingu í aðstæðum þar sem það er auðvelt að finna lausnir. Þess vegna erum við vonsviknir.“ „Í hálfleik töluðum við um að byrja á annan hátt, af krafti. En við byrjuðum fyrstu 10-15 mínúturnar í síðari hálfleik virkilega illa. Þegar við fengum á okkur þriðja markið þá gáfumst við upp.“ „Við börðumst og spiluðum virkilega vel gegn Manchester City, það var frábær leikur. En svo gerðum við það ekki þremur dögum seinna. Mögulega vorum við ekki nægilega ferskir.“ „Við erum að missa marga leikmenn í meiðsli og það gerir leikstjórnun erfiðari. Við getum ekki sagt að það sé ástæðan fyrir að við töpuðum en með því að missa Cole Palmer þá missum við skapandi leikmann sem tengir liðið saman,“ sagði Pochettino um fjarveru Palmer í kvöld. „Það er ósanngjarnt að tala um þá leikmenn sem voru ekki með. Frá því að tímabilið byrjaði hefur okkur vantað hina ýmsu leikmenn.“ Cole Palmer hefur verið allt í öllu í sóknarleik Chelsea á leiktíðinni.Marc Atkins/Getty Images Um Arsenal „Arsenal er með mjög gott lið en mér finnst að við höfum leyft þeim að spila sinn leik. Við gáfum þeim alla möguleika til að spila og skapa færi. Þess vegna erum við vonsviknir. Á vissan hátt var þetta jafn leikur en við erum of óstöðugir.“ „Það er erfitt að horfa fram veginn eftir leik sem þennan þar sem við erum vonsviknir. Það er erfitt að tala um markmið. Ef við spilum eins og við spiluðum í dag þá eigum við ekki skilið að komast í Evrópukeppni á næstu leiktíð.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira