„Spyr mig oft hvort öll þessi vinna sé þess virði“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. apríl 2024 17:00 Björn Hugason sýnir nýja fatalínu á fimmtudaginn. Aðsend „Ég hef alltaf haft áhuga á tísku og klæðnaði en bjóst seint við að taka áhugamálið á þetta stig,“ segir fatahönnuðurinn Björn Hugason. Hann mun frumsýna fatalínu undir sama nafni á Hönnunarmars í Kiosk, Grandagarði 35 næstkomandi fimmtudag. Ófullkomnunin og karakterinn það mikilvægasta Innblásturinn af línunni kemur til Björns úr mörgum áttum. Björn heillast að gömlum tímum. Aðsend „Ég sæki helst í gamlar myndir af íslenskum klæðnaði frá 19. og 20. öld og frá listasöfnum. Efnin sem ég finn og nota veita mér sömuleiðis mikinn innblástur en stærsti þátturinn er þó náttúran í kringum okkur sem er aðal innblásturinn fyrir því sem ég geri. Ég hef alltaf sagt að ég vilji að fötin líti út eins og ég hafi fundið þau í einhverjum kofa á hálendinu, það er það fyrsta sem kemur til mín þegar ég byrja hönnunarferlið. Ég nota mikið antík hörefni og endurunnin náttúrulegan textíl í bland við ný efni. Það skiptir mig mestu máli að sjá karakter í flíkinni, einhverja ófullkomnun, það er eitthvað mjög rómantískt og heillandi við það að nýta um 100 ára gamlan handofin textíl sem hefur verið gleymdur og grafinn og gefa honum nýtt líf.“ Björn sækir innblástur í náttúruna. Aðsend Fylgir innsæi og tilfinningu Björn vinnur mikið með antík söluaðila sem hringir í hann þegar að hún finnur textíl sem hún veit að passar hans stíl. „Það getur tekið allt frá einni viku upp í einn mánuð, þannig ferlið getur verið mjög hægt. Svo bætist ofan á að það getur tekið allt að tvo til sex mánuði að lita hverja flík til þess að ná ákveðinni dýpt á litnum sem ég er ánægður með. Ég fer alltaf meira eftir innsæi og tilfinningu heldur en uppskrift. Textíllinn ræður ferðinni þannig ég fylgi því frekar hvernig textíllinn hegðar sér og aðlaga ferlinu eftir því, en það gerir líka hverja flík einstaka fyrir sig.“ Hver flík er einstök hjá Birni. Aðsend Langir dagar en listin þess virði Tískuáhuginn kviknaði snemma hjá Birni sem endaði á að fara erlendis í nám. „Ég hef alltaf haft áhuga á tísku og klæðnaði en bjóst seint við að taka áhugamálið á þetta stig. Ég lærði grunn að sníðagerð og saumaskap fyrst í Tækniskólanum og varð það áhugasamur að ég fór í frekara nám í fatahönnun í IED í Mílanó. Eftir útskrift vann ég um tíma hjá hönnunarstúdíóinu Deepti Barth í Berlín þar sem ég fékk ótrúlega reynslu og það veitti mér allt annað sjónarhorn á framleiðslu á fatnaði. Sú reynsla leiddi mig frá þessari hefðbundnu tísku og framleiðslu og yfir í meiri tilraunastarfsemi og handverksferli.“ View this post on Instagram A post shared by (@bjornhugason) Hann segir að litunin sé án efa mest krefjandi hluti af framleiðsluferlinu. „Það er mjög tímafrekt að lita tugi metra af textíl nokkrum sinnum í gegn. Dagarnir eru oftast mjög langir á vinnustofunni og það er oft sem ég spyr mig hvort að öll þessi vinna á bak við þetta sé þess virði. Þegar að ég sé afraksturinn þá finnst mér vinnan þess virði og ég vona að það séu fleiri þarna úti sem sjá flíkurnar, eru sammála mér og geta tengt við þær á einhvern hátt.“ HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Listræn súkkulaðiupplifun og girnilegt smakk Vöruhönnuðurinn Theodóra Alfreðsdóttir er hugfangin af súkkulaði og rannsakar ólíkar hliðar þess á sýningunni Samruni á HönnunarMars. Sýningin er unnin í samstarfi við súkkulaðigerðina Omnom. 23. apríl 2024 14:00 Menningarlífið iðar og HönnunarMars hefst á morgun HönnunarMars hefst með glimmeri, pompi og prakt á morgun við hátíðlega athöfn í Hafnarhúsinu klukkan 17:00. Menningarunnendur geta sótt fjöldann allan af viðburðum á næstu dögum og stendur hátíðin fram á sunnudag. 23. apríl 2024 13:00 Hefur hannað fyrir Miley Cyrus og Erykah Badu Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir eða Ýrúrarí hefur vakið mikla athygli víðs vegar um heiminn fyrir einstakar peysur sínar en hennar einkenni er að gefa gölluðum flíkum nýtt og flottara líf. Mynd af peysu Ýrar fór sem eldur um sinu um Internetið fyrir nokkrum árum og leiddi það meðal annars af sér viðskipti við Miley Cyrus og Erykah Badu og viðtal við Vogue. Blaðamaður ræddi við Ýr eða Ýrúrarí en hún verður með sýningu á HönnunarMars í ár. 23. apríl 2024 07:00 Kemur beint frá París með vistvæna tískustrauma „Markmið mitt er að geta fært reynsluna mína inn í framtíðina með von um betri og sjálfbærari leiðir til að búa til klæðnað,“ segir fata-og textílhönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg. Hún hefur verið að gera öfluga hluti í tískuheiminum úti og segist með námi sínu og reynslu hafa aflað sér framúrskarandi tæknilegrar og skapandi þekkingar. 22. apríl 2024 12:31 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Ófullkomnunin og karakterinn það mikilvægasta Innblásturinn af línunni kemur til Björns úr mörgum áttum. Björn heillast að gömlum tímum. Aðsend „Ég sæki helst í gamlar myndir af íslenskum klæðnaði frá 19. og 20. öld og frá listasöfnum. Efnin sem ég finn og nota veita mér sömuleiðis mikinn innblástur en stærsti þátturinn er þó náttúran í kringum okkur sem er aðal innblásturinn fyrir því sem ég geri. Ég hef alltaf sagt að ég vilji að fötin líti út eins og ég hafi fundið þau í einhverjum kofa á hálendinu, það er það fyrsta sem kemur til mín þegar ég byrja hönnunarferlið. Ég nota mikið antík hörefni og endurunnin náttúrulegan textíl í bland við ný efni. Það skiptir mig mestu máli að sjá karakter í flíkinni, einhverja ófullkomnun, það er eitthvað mjög rómantískt og heillandi við það að nýta um 100 ára gamlan handofin textíl sem hefur verið gleymdur og grafinn og gefa honum nýtt líf.“ Björn sækir innblástur í náttúruna. Aðsend Fylgir innsæi og tilfinningu Björn vinnur mikið með antík söluaðila sem hringir í hann þegar að hún finnur textíl sem hún veit að passar hans stíl. „Það getur tekið allt frá einni viku upp í einn mánuð, þannig ferlið getur verið mjög hægt. Svo bætist ofan á að það getur tekið allt að tvo til sex mánuði að lita hverja flík til þess að ná ákveðinni dýpt á litnum sem ég er ánægður með. Ég fer alltaf meira eftir innsæi og tilfinningu heldur en uppskrift. Textíllinn ræður ferðinni þannig ég fylgi því frekar hvernig textíllinn hegðar sér og aðlaga ferlinu eftir því, en það gerir líka hverja flík einstaka fyrir sig.“ Hver flík er einstök hjá Birni. Aðsend Langir dagar en listin þess virði Tískuáhuginn kviknaði snemma hjá Birni sem endaði á að fara erlendis í nám. „Ég hef alltaf haft áhuga á tísku og klæðnaði en bjóst seint við að taka áhugamálið á þetta stig. Ég lærði grunn að sníðagerð og saumaskap fyrst í Tækniskólanum og varð það áhugasamur að ég fór í frekara nám í fatahönnun í IED í Mílanó. Eftir útskrift vann ég um tíma hjá hönnunarstúdíóinu Deepti Barth í Berlín þar sem ég fékk ótrúlega reynslu og það veitti mér allt annað sjónarhorn á framleiðslu á fatnaði. Sú reynsla leiddi mig frá þessari hefðbundnu tísku og framleiðslu og yfir í meiri tilraunastarfsemi og handverksferli.“ View this post on Instagram A post shared by (@bjornhugason) Hann segir að litunin sé án efa mest krefjandi hluti af framleiðsluferlinu. „Það er mjög tímafrekt að lita tugi metra af textíl nokkrum sinnum í gegn. Dagarnir eru oftast mjög langir á vinnustofunni og það er oft sem ég spyr mig hvort að öll þessi vinna á bak við þetta sé þess virði. Þegar að ég sé afraksturinn þá finnst mér vinnan þess virði og ég vona að það séu fleiri þarna úti sem sjá flíkurnar, eru sammála mér og geta tengt við þær á einhvern hátt.“
HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Listræn súkkulaðiupplifun og girnilegt smakk Vöruhönnuðurinn Theodóra Alfreðsdóttir er hugfangin af súkkulaði og rannsakar ólíkar hliðar þess á sýningunni Samruni á HönnunarMars. Sýningin er unnin í samstarfi við súkkulaðigerðina Omnom. 23. apríl 2024 14:00 Menningarlífið iðar og HönnunarMars hefst á morgun HönnunarMars hefst með glimmeri, pompi og prakt á morgun við hátíðlega athöfn í Hafnarhúsinu klukkan 17:00. Menningarunnendur geta sótt fjöldann allan af viðburðum á næstu dögum og stendur hátíðin fram á sunnudag. 23. apríl 2024 13:00 Hefur hannað fyrir Miley Cyrus og Erykah Badu Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir eða Ýrúrarí hefur vakið mikla athygli víðs vegar um heiminn fyrir einstakar peysur sínar en hennar einkenni er að gefa gölluðum flíkum nýtt og flottara líf. Mynd af peysu Ýrar fór sem eldur um sinu um Internetið fyrir nokkrum árum og leiddi það meðal annars af sér viðskipti við Miley Cyrus og Erykah Badu og viðtal við Vogue. Blaðamaður ræddi við Ýr eða Ýrúrarí en hún verður með sýningu á HönnunarMars í ár. 23. apríl 2024 07:00 Kemur beint frá París með vistvæna tískustrauma „Markmið mitt er að geta fært reynsluna mína inn í framtíðina með von um betri og sjálfbærari leiðir til að búa til klæðnað,“ segir fata-og textílhönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg. Hún hefur verið að gera öfluga hluti í tískuheiminum úti og segist með námi sínu og reynslu hafa aflað sér framúrskarandi tæknilegrar og skapandi þekkingar. 22. apríl 2024 12:31 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Listræn súkkulaðiupplifun og girnilegt smakk Vöruhönnuðurinn Theodóra Alfreðsdóttir er hugfangin af súkkulaði og rannsakar ólíkar hliðar þess á sýningunni Samruni á HönnunarMars. Sýningin er unnin í samstarfi við súkkulaðigerðina Omnom. 23. apríl 2024 14:00
Menningarlífið iðar og HönnunarMars hefst á morgun HönnunarMars hefst með glimmeri, pompi og prakt á morgun við hátíðlega athöfn í Hafnarhúsinu klukkan 17:00. Menningarunnendur geta sótt fjöldann allan af viðburðum á næstu dögum og stendur hátíðin fram á sunnudag. 23. apríl 2024 13:00
Hefur hannað fyrir Miley Cyrus og Erykah Badu Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir eða Ýrúrarí hefur vakið mikla athygli víðs vegar um heiminn fyrir einstakar peysur sínar en hennar einkenni er að gefa gölluðum flíkum nýtt og flottara líf. Mynd af peysu Ýrar fór sem eldur um sinu um Internetið fyrir nokkrum árum og leiddi það meðal annars af sér viðskipti við Miley Cyrus og Erykah Badu og viðtal við Vogue. Blaðamaður ræddi við Ýr eða Ýrúrarí en hún verður með sýningu á HönnunarMars í ár. 23. apríl 2024 07:00
Kemur beint frá París með vistvæna tískustrauma „Markmið mitt er að geta fært reynsluna mína inn í framtíðina með von um betri og sjálfbærari leiðir til að búa til klæðnað,“ segir fata-og textílhönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg. Hún hefur verið að gera öfluga hluti í tískuheiminum úti og segist með námi sínu og reynslu hafa aflað sér framúrskarandi tæknilegrar og skapandi þekkingar. 22. apríl 2024 12:31