Réðst á barn sem gerði dyraat Jón Þór Stefánsson skrifar 23. apríl 2024 10:30 Maðurinn réðst á drenginn sem ætlaði að gera dyraat. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Karlmaður hefur hlotið þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að ráðast að ungum dreng. Manninum var gefið að sök að rífa í hálsmál drengsins, slá hann í andlitið, draga hann í jörðina og halda honum þar. Fyrir vikið hlaut drengurinn ýmsa áverka á hálsi og andliti. Lögreglan ræddi við nokkra drengi á vettvangi sem sögðust hafa verið í hádegismat í skólanum og farið af skólalóðinni til að gera dyraat. Fyrir dómi neitaði maðurinn sök. Hann sagði að fyrir atvikið sem málið varðar, sem átti sér stað í október 2022, hafi nokkrum sinnum verið gert dyraat heima hjá honum. Í þetta skipti hafi drengir verið að koma að útidyrahurðinni hans og hann ætlað að spyrja þá út í dyraötin. Drengirnir hafi hins vegar hlaupið á brott og hann elt einn þeirra. Maðurinn sagðist hafa tekið í öxl drengsins og haldið honum, lagt hann í jörðina. Hann sagðist þó ekki hafa slegið hann. Síðan hafi tveir menn komið á vettvang og hringt á lögreglu. Maðurinn segist þá hafa hjálpað drengnum á fætur og síðan farið aftur inn í íbúð sína, en komið aftur út þegar lögreglu bar að garði. Hann sagðist ekki hafa valdið áverkum drengsins. Fyrir dómi bar drengurinn vitni, sem og fjórir vinir hans. Dómurinn mat það svo að ekkert hefði komið fram í málinu sem benti til þess að framburður drengsins væri ekki réttur. Niðurstaða dómsins var sú að sannað var að maðurinn hefði beitt drenginn því ofbeldi sem honum var gefið að sök, að því undanteknu að hann hefði haldið honum niðri. Í dómnum segir að framkoma drengsins og félaga hans væri óásættanleg og ekki óeðlilegt að maðurinn myndi bregðast við með einhverjum hætti. Hins vegar yrði að telja viðbrögð hans full harkaleg „sérstaklega í ljósi þess að hann er fullorðinn maður en brotaþoli barn að aldri.“ Líkt og áður segir hlaut maðurinn þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða sakarkostnað málsins sem hleypur á tæplega 850 þúsund krónum. Dómsmál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Manninum var gefið að sök að rífa í hálsmál drengsins, slá hann í andlitið, draga hann í jörðina og halda honum þar. Fyrir vikið hlaut drengurinn ýmsa áverka á hálsi og andliti. Lögreglan ræddi við nokkra drengi á vettvangi sem sögðust hafa verið í hádegismat í skólanum og farið af skólalóðinni til að gera dyraat. Fyrir dómi neitaði maðurinn sök. Hann sagði að fyrir atvikið sem málið varðar, sem átti sér stað í október 2022, hafi nokkrum sinnum verið gert dyraat heima hjá honum. Í þetta skipti hafi drengir verið að koma að útidyrahurðinni hans og hann ætlað að spyrja þá út í dyraötin. Drengirnir hafi hins vegar hlaupið á brott og hann elt einn þeirra. Maðurinn sagðist hafa tekið í öxl drengsins og haldið honum, lagt hann í jörðina. Hann sagðist þó ekki hafa slegið hann. Síðan hafi tveir menn komið á vettvang og hringt á lögreglu. Maðurinn segist þá hafa hjálpað drengnum á fætur og síðan farið aftur inn í íbúð sína, en komið aftur út þegar lögreglu bar að garði. Hann sagðist ekki hafa valdið áverkum drengsins. Fyrir dómi bar drengurinn vitni, sem og fjórir vinir hans. Dómurinn mat það svo að ekkert hefði komið fram í málinu sem benti til þess að framburður drengsins væri ekki réttur. Niðurstaða dómsins var sú að sannað var að maðurinn hefði beitt drenginn því ofbeldi sem honum var gefið að sök, að því undanteknu að hann hefði haldið honum niðri. Í dómnum segir að framkoma drengsins og félaga hans væri óásættanleg og ekki óeðlilegt að maðurinn myndi bregðast við með einhverjum hætti. Hins vegar yrði að telja viðbrögð hans full harkaleg „sérstaklega í ljósi þess að hann er fullorðinn maður en brotaþoli barn að aldri.“ Líkt og áður segir hlaut maðurinn þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða sakarkostnað málsins sem hleypur á tæplega 850 þúsund krónum.
Dómsmál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira