Segja baráttuna bara rétt að hefjast Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2024 22:47 Helga Þórisdóttir og Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Vísir/Arnar Þær Helga Þórisdóttir og Ásdís Rán Gunnarsdóttir, forsetaframbjóðendur, segja kosningabaráttuna rétt að byrja og þær muni láta ljós þeirra skína. Ásdís er nýbúin að safna nægilega mörgum undirskriftum og Helga segist á lokametrunum með það. „Þetta er að detta inn. Þetta eru búnir að vera stórkostlegir lokametrar. Gríðarlegur stuðningur og mikið fylgi sem ég fæ þegar ég fer meðal fólks, þannig að þetta er allt að gerast,“ sagði Helga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sagði það eiginlega merkilegt að hún hefði lítinn stuðning fengið úr opinbera geiranum, þar sem hún hefði lengi starfað, vegna þess að þar væri fólk að passa upp á hlutleysi sitt. Þess í stað hefði hún fengið nýjan og óvæntan stuðning frá ungu fólki þessa lands. „Það er bara tíu plús,“ sagði Helga um þá einkunn sem það unga fólk fær. Sjá einnig: Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Ásdís Rán , segist hafa klárað að safna undirskriftum í gær. Hún væri ofboðslega fegin með að hafa klárað söfnunina. „Þetta er búið að vera svolítið strembið verkefni en samt skemmtilegt líka,“ sagði Ásdís. Hún sagði viðtökurnar sem hún hefði fengið hjá kjósendum hafa verið ótrúlega góðar. Viðtalið við Helgu og Ásdísi má sjá í spilaranum hér að neðan. Bæði Helga og Ásdís hafa mælst með lítið fylgi. Helga sagði að framtíðin yrði að koma í ljós en henni hefði verið bent á að fyrsta hollið snerist um það hver væri þekktastur. Síðan muni baráttan fara að snúast um þekkingu, innstæðu og málefnin. „Þá held ég að fólk geti komið á óvart,“ sagði Helga. Ásdís sagðist ekki viss um að hún hefði fengið að vera með í flestum könnunum hingað til. Hún hefði verið með fínt fylgi í þeim könnunum sem hún hefði verið með í. „Ég held að vinsældir mínar eigi eftir að koma meira í ljós eftir því sem líður á vikurnar, út af því að ég á eftir að fá að láta ljós mitt skína fyrir framan þjóðina,“ sagði Ásdís. Báðar sögðu þær kosningabaráttuna bara rétt að byrja. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Katrín, Halla og Steinunn Ólína mætast í Pallborðinu á morgun Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að bjóða til sín forsetaframbjóðendum í Pallborðið, sem sýnt er í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 22. apríl 2024 19:00 Halla telur langt í að fólk sé búið að ákveða sig Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi var á ferð um Suðurnes þegar Vísir náði í hana. Hún var að ganga inn á kosningafund á Hótel Keflavík. Hún sagði viðtökurnar á Suðurnesjum slíkar að ef væri miðað við þær væri hún með miklu meira fylgi en menn almennt ætla. 22. apríl 2024 17:18 Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
„Þetta er að detta inn. Þetta eru búnir að vera stórkostlegir lokametrar. Gríðarlegur stuðningur og mikið fylgi sem ég fæ þegar ég fer meðal fólks, þannig að þetta er allt að gerast,“ sagði Helga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sagði það eiginlega merkilegt að hún hefði lítinn stuðning fengið úr opinbera geiranum, þar sem hún hefði lengi starfað, vegna þess að þar væri fólk að passa upp á hlutleysi sitt. Þess í stað hefði hún fengið nýjan og óvæntan stuðning frá ungu fólki þessa lands. „Það er bara tíu plús,“ sagði Helga um þá einkunn sem það unga fólk fær. Sjá einnig: Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Ásdís Rán , segist hafa klárað að safna undirskriftum í gær. Hún væri ofboðslega fegin með að hafa klárað söfnunina. „Þetta er búið að vera svolítið strembið verkefni en samt skemmtilegt líka,“ sagði Ásdís. Hún sagði viðtökurnar sem hún hefði fengið hjá kjósendum hafa verið ótrúlega góðar. Viðtalið við Helgu og Ásdísi má sjá í spilaranum hér að neðan. Bæði Helga og Ásdís hafa mælst með lítið fylgi. Helga sagði að framtíðin yrði að koma í ljós en henni hefði verið bent á að fyrsta hollið snerist um það hver væri þekktastur. Síðan muni baráttan fara að snúast um þekkingu, innstæðu og málefnin. „Þá held ég að fólk geti komið á óvart,“ sagði Helga. Ásdís sagðist ekki viss um að hún hefði fengið að vera með í flestum könnunum hingað til. Hún hefði verið með fínt fylgi í þeim könnunum sem hún hefði verið með í. „Ég held að vinsældir mínar eigi eftir að koma meira í ljós eftir því sem líður á vikurnar, út af því að ég á eftir að fá að láta ljós mitt skína fyrir framan þjóðina,“ sagði Ásdís. Báðar sögðu þær kosningabaráttuna bara rétt að byrja.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Katrín, Halla og Steinunn Ólína mætast í Pallborðinu á morgun Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að bjóða til sín forsetaframbjóðendum í Pallborðið, sem sýnt er í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 22. apríl 2024 19:00 Halla telur langt í að fólk sé búið að ákveða sig Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi var á ferð um Suðurnes þegar Vísir náði í hana. Hún var að ganga inn á kosningafund á Hótel Keflavík. Hún sagði viðtökurnar á Suðurnesjum slíkar að ef væri miðað við þær væri hún með miklu meira fylgi en menn almennt ætla. 22. apríl 2024 17:18 Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Katrín, Halla og Steinunn Ólína mætast í Pallborðinu á morgun Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að bjóða til sín forsetaframbjóðendum í Pallborðið, sem sýnt er í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 22. apríl 2024 19:00
Halla telur langt í að fólk sé búið að ákveða sig Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi var á ferð um Suðurnes þegar Vísir náði í hana. Hún var að ganga inn á kosningafund á Hótel Keflavík. Hún sagði viðtökurnar á Suðurnesjum slíkar að ef væri miðað við þær væri hún með miklu meira fylgi en menn almennt ætla. 22. apríl 2024 17:18
Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47