Óttast mikinn skaða sem seint yrði fyrirgefinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. apríl 2024 22:21 Þröstur Ólafsson, hagfræðingur og fastagestur Sundhallar Reykjavíkur, í innilauginni í dag. Vísir/Arnar Fastagestur Sundhallar Reykjavíkur segir að boðaðar viðgerðir á innilaug feli í sér „ófyrirgefanlegan skaða“ á hönnun Guðjóns Samúelssonar. Forstöðukona Sundhallarinnar skilur áhyggjur fastagesta en segir breytingarnar nauðsynlegar. Tíu fastagestir Sundhallarinnar með Þröst Ólafsson hagfræðing í broddi fylkingar kalla eftir því í Morgunblaðinu í dag að horfið verði frá fyrirhuguðum breytingum á innilauginni. Og þeir sem fylgst hafa með málefnum sundlauga borgarinnar síðustu ár vita að þetta er ekki í fyrsta sinn sem téður Þröstur lætur sig málið varða. Hann ítrekar skoðun sína þar sem við hittum hann lauginni í dag; ótækt sé að breyta hönnun Guðjóns Samúelssonar. „Það stendur til að taka þessa gömlu bakka hérna, sem er mikill karakter í og eru mjög einkennandi og hluti af þessari hönnun allri, það á að taka þá og leggja þá af, slétta þetta út og koma með rist hérna uppi,“ segir Þröstur og bendir fréttamanni á umrædda bakka sem litið hafa eins út í áratugi. Það á semsagt að færa bakka innilaugarinnar í nútímalegra horf, meira í ætt við þann hátt sem hafður er á í útilauginni. Þar eru bakkarnir eins og í flestum nýrri laugum; bakkinn flúttar við yfirborð vatnsins og affallið fer beint ofan í ristar í sömu hæð. „Það er miklu meira en nauðsynlegt að gera við þetta,“ segir Þröstur. „En það er ekki nauðsynlegt að breyta hönnuninni frá Guðjóni, engin þörf á því. Við eigum að leyfa henni að vera svona, hún er falleg og það væri verið að skemma merkilegt listaverk,“ segir hann. „Það yrði mikill skaði sem væri ekki fyrirgefinn eftir fimmtíu, sextíu ár.“ Drífa Magnúsdóttir, forstöðukona Sundhallar Reykjavíkur.Vísir/arnar Drífa Magnúsdóttir forstöðukona Sundhallarinnar segir að framkvæmdir muni líklega hefjast í byrjun næsta árs, 2025. Hún skilur áhyggjur Þrastar og félaga. Breytingin sé þó nauðsynleg og í öryggisátt. „Svo verður betri hljóðvist inni í lauginni og þetta verður líka betra fyrir kennara, þeir bíða spenntir eftir þessu,“ segir Drífa. En væri inni í myndinni að gera við laugina og bakka hennar en halda upprunalegu útlit? „Mögulega mætti það en ef við ætlum að reka hér almenningssundlaug verðum við að uppfylla þessa staðla.“ Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Húsavernd Tengdar fréttir Grátbiðja borgarstjórana um að bjarga „einstæðu listaverki Guðjóns“ Fastagestir og velunnarar Sundhallarinnar í Reykjavík biðla til borgarstjóra um að falla frá fyrirhuguðum breytingum á einni merkustu byggingu borgarinnar. Listaverki Guðjóns Samúelssonar eins og þeir komast að orði. 22. apríl 2024 10:24 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Tíu fastagestir Sundhallarinnar með Þröst Ólafsson hagfræðing í broddi fylkingar kalla eftir því í Morgunblaðinu í dag að horfið verði frá fyrirhuguðum breytingum á innilauginni. Og þeir sem fylgst hafa með málefnum sundlauga borgarinnar síðustu ár vita að þetta er ekki í fyrsta sinn sem téður Þröstur lætur sig málið varða. Hann ítrekar skoðun sína þar sem við hittum hann lauginni í dag; ótækt sé að breyta hönnun Guðjóns Samúelssonar. „Það stendur til að taka þessa gömlu bakka hérna, sem er mikill karakter í og eru mjög einkennandi og hluti af þessari hönnun allri, það á að taka þá og leggja þá af, slétta þetta út og koma með rist hérna uppi,“ segir Þröstur og bendir fréttamanni á umrædda bakka sem litið hafa eins út í áratugi. Það á semsagt að færa bakka innilaugarinnar í nútímalegra horf, meira í ætt við þann hátt sem hafður er á í útilauginni. Þar eru bakkarnir eins og í flestum nýrri laugum; bakkinn flúttar við yfirborð vatnsins og affallið fer beint ofan í ristar í sömu hæð. „Það er miklu meira en nauðsynlegt að gera við þetta,“ segir Þröstur. „En það er ekki nauðsynlegt að breyta hönnuninni frá Guðjóni, engin þörf á því. Við eigum að leyfa henni að vera svona, hún er falleg og það væri verið að skemma merkilegt listaverk,“ segir hann. „Það yrði mikill skaði sem væri ekki fyrirgefinn eftir fimmtíu, sextíu ár.“ Drífa Magnúsdóttir, forstöðukona Sundhallar Reykjavíkur.Vísir/arnar Drífa Magnúsdóttir forstöðukona Sundhallarinnar segir að framkvæmdir muni líklega hefjast í byrjun næsta árs, 2025. Hún skilur áhyggjur Þrastar og félaga. Breytingin sé þó nauðsynleg og í öryggisátt. „Svo verður betri hljóðvist inni í lauginni og þetta verður líka betra fyrir kennara, þeir bíða spenntir eftir þessu,“ segir Drífa. En væri inni í myndinni að gera við laugina og bakka hennar en halda upprunalegu útlit? „Mögulega mætti það en ef við ætlum að reka hér almenningssundlaug verðum við að uppfylla þessa staðla.“
Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Húsavernd Tengdar fréttir Grátbiðja borgarstjórana um að bjarga „einstæðu listaverki Guðjóns“ Fastagestir og velunnarar Sundhallarinnar í Reykjavík biðla til borgarstjóra um að falla frá fyrirhuguðum breytingum á einni merkustu byggingu borgarinnar. Listaverki Guðjóns Samúelssonar eins og þeir komast að orði. 22. apríl 2024 10:24 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Grátbiðja borgarstjórana um að bjarga „einstæðu listaverki Guðjóns“ Fastagestir og velunnarar Sundhallarinnar í Reykjavík biðla til borgarstjóra um að falla frá fyrirhuguðum breytingum á einni merkustu byggingu borgarinnar. Listaverki Guðjóns Samúelssonar eins og þeir komast að orði. 22. apríl 2024 10:24