Hildur, Rán og Ásta fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. apríl 2024 12:27 Frá verðlaunaafhendingu í Höfða í morgun. Reykjavíkurborg Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2024 voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða í morgun. Einar Þorsteinsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar afhenti verðlaun í þremur flokkum, að því er fram kemur í tilkynningu. Hildur Knútsdóttir hlýtur verðlaunin í flokki frumsaminna verka, Rán Flygenring hlýtur verðlaunin í flokki myndlýsinga og Ásta Halldóra Ólafsdóttir í flokki þýðinga. Þá segir í tilkynningunni að verðlaunin eigi sér lengsta sögu barnabókaverðlauna á landinu. Helsta markmið þeirra sé að vekja athygli á því sem vel er gert í bókaútgáfu fyrir unga lesendur og hvetja þá til bóklesturs. Barnabókaverðlaunin og verkefni henni tengd eru unnin í samvinnu skóla- og frístundaráðs og menningar-, íþrótta og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Verðlaunin eru veitt rithöfundum, myndhöfundum og þýðendum barnabóka fyrir metnaðarfullar ritsmíðar og þýðingar fyrir börn. Í dómnefnd voru Sunna Dís Jensdóttir (formaður), Anna C. Leplar og Arngrímur Vídalín. Hildi Knútsdóttur, fyrir Hrím Í umsögn dómnefndar segir: Hildur Knútsdóttir er ötull og metnaðarfullur höfundur furðu- og ævintýrasagna fyrir ungmenni og fer oft ótroðnar slóðir í verkum sínum. Í bók sinni Hrím skapar Hildur nýjan heim sem er gerólíkur okkar, en er engu að síður okkar kunnuglega Þingeyjarsýsla. En veruleikinn er allt annar. Á þessu Íslandi er nokkurs konar ættbálkasamfélag eða hirðingjasamfélag sem skiptist í skara eftir búsetu, líf fólksins er erfitt og þrungið hættu við hvert fótmál. Dýrin eru mun stærri, voldugri, hættulegri, þar eru haðnaut, skriðukettir, ógnarstórir laxar sem éta fólk, og skelfilegar óvættir sem kallast hrímsvelgir. Tungutak bókarinnar ber með sér mikla virðingu höfundar fyrir lesendum sínum, en það virkar í senn nokkuð fyrnt auk þess að fjölmörg ný en engu að síður fornleg orð skjóta fumlaust upp kollinum. Nöfn persónanna endurspegla jafnframt samfélagið: Jófríður, Eirfinna, Bresi, Auðni, Karki, Kneif. Allt verður þetta áþreifanlegt og raunverulegt í meðförum Hildar, líkt og heimur sem ætíð hefur verið til og við ættum að vera kunnug. Hrím er öðruvísi bók, meitluð, hvarvetna vandað til verka, spennandi bók og ber með sér fyrirheit um heilan bókaflokk um lífsbaráttu skaranna og vægðarlaus náttúruöflin. Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2024 í flokki myndlýsinga hlýtur: Rán Flygenring, fyrir Álfar Í umsögn dómnefndar segir: Myndmál Ránar Flygenring í bókinni Álfar er margslungið en um leið einfalt, fyndið og framsett með ýmis konar hætti, til dæmis í formi myndasagna og dagblaðagreina. Þær endurspegla ólíkar sögur verksins og bjóða upp á óendanlega fjölbreytni fyrir lesendur. Notkun Ránar á vatnslitum, lifandi línum og takmarkaðri, en úthugsaðri, litapalettu leiða lesandann leikandi í gegnum bókina. Myndlýsingarnar gæða sögurnar lífi og stækka þær, gjarnan með myndum sem eru hliðstæðar textanum án þess þó að túlka hann beint. Kímnigáfa Ránar og næmni er ávallt til staðar og bæta við verkið í heild. Hið sama má segja um hina snjöllu notkun á nánast gegnsæju lagi af teikningum sem svífa í gegnum bókina og afhjúpa gjarnan þriðju hlið frásagnarinnar. Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2024 í flokki þýðinga hlýtur: Ásta Halldóra Ólafsdóttir, fyrir Tannburstunardagurinn Mikli Í umsögn dómnefndar segir: Tannburstunardagurinn mikli eftir Sophie Schoenwald og Günther Jakobs er einstaklega lífleg og fjörug frásögn sem segir frá dýragarði þar sem hvorki sést til dýra né gesta við upphaf sögunnar. Forstjórinn Alfreð kemst að því að vandamálið er framtaksleysi dýranna við tannburstun og fær broddgöltinn Boga Pétur með sér í að leysa málið. Úr verður skemmtileg, fyndin en líka svolítið hættuleg atburðarás sem þýðandanum Ástu Halldóru Ólafsdóttur tekst að koma vel til skila. Textinn er léttur og leikandi og aðfarir Boga Péturs kalla oftar en ekki fram bros á vörum lesenda. Reykjavíkurborg Menning Reykjavík Bókmenntir Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hildur Knútsdóttir hlýtur verðlaunin í flokki frumsaminna verka, Rán Flygenring hlýtur verðlaunin í flokki myndlýsinga og Ásta Halldóra Ólafsdóttir í flokki þýðinga. Þá segir í tilkynningunni að verðlaunin eigi sér lengsta sögu barnabókaverðlauna á landinu. Helsta markmið þeirra sé að vekja athygli á því sem vel er gert í bókaútgáfu fyrir unga lesendur og hvetja þá til bóklesturs. Barnabókaverðlaunin og verkefni henni tengd eru unnin í samvinnu skóla- og frístundaráðs og menningar-, íþrótta og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Verðlaunin eru veitt rithöfundum, myndhöfundum og þýðendum barnabóka fyrir metnaðarfullar ritsmíðar og þýðingar fyrir börn. Í dómnefnd voru Sunna Dís Jensdóttir (formaður), Anna C. Leplar og Arngrímur Vídalín. Hildi Knútsdóttur, fyrir Hrím Í umsögn dómnefndar segir: Hildur Knútsdóttir er ötull og metnaðarfullur höfundur furðu- og ævintýrasagna fyrir ungmenni og fer oft ótroðnar slóðir í verkum sínum. Í bók sinni Hrím skapar Hildur nýjan heim sem er gerólíkur okkar, en er engu að síður okkar kunnuglega Þingeyjarsýsla. En veruleikinn er allt annar. Á þessu Íslandi er nokkurs konar ættbálkasamfélag eða hirðingjasamfélag sem skiptist í skara eftir búsetu, líf fólksins er erfitt og þrungið hættu við hvert fótmál. Dýrin eru mun stærri, voldugri, hættulegri, þar eru haðnaut, skriðukettir, ógnarstórir laxar sem éta fólk, og skelfilegar óvættir sem kallast hrímsvelgir. Tungutak bókarinnar ber með sér mikla virðingu höfundar fyrir lesendum sínum, en það virkar í senn nokkuð fyrnt auk þess að fjölmörg ný en engu að síður fornleg orð skjóta fumlaust upp kollinum. Nöfn persónanna endurspegla jafnframt samfélagið: Jófríður, Eirfinna, Bresi, Auðni, Karki, Kneif. Allt verður þetta áþreifanlegt og raunverulegt í meðförum Hildar, líkt og heimur sem ætíð hefur verið til og við ættum að vera kunnug. Hrím er öðruvísi bók, meitluð, hvarvetna vandað til verka, spennandi bók og ber með sér fyrirheit um heilan bókaflokk um lífsbaráttu skaranna og vægðarlaus náttúruöflin. Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2024 í flokki myndlýsinga hlýtur: Rán Flygenring, fyrir Álfar Í umsögn dómnefndar segir: Myndmál Ránar Flygenring í bókinni Álfar er margslungið en um leið einfalt, fyndið og framsett með ýmis konar hætti, til dæmis í formi myndasagna og dagblaðagreina. Þær endurspegla ólíkar sögur verksins og bjóða upp á óendanlega fjölbreytni fyrir lesendur. Notkun Ránar á vatnslitum, lifandi línum og takmarkaðri, en úthugsaðri, litapalettu leiða lesandann leikandi í gegnum bókina. Myndlýsingarnar gæða sögurnar lífi og stækka þær, gjarnan með myndum sem eru hliðstæðar textanum án þess þó að túlka hann beint. Kímnigáfa Ránar og næmni er ávallt til staðar og bæta við verkið í heild. Hið sama má segja um hina snjöllu notkun á nánast gegnsæju lagi af teikningum sem svífa í gegnum bókina og afhjúpa gjarnan þriðju hlið frásagnarinnar. Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2024 í flokki þýðinga hlýtur: Ásta Halldóra Ólafsdóttir, fyrir Tannburstunardagurinn Mikli Í umsögn dómnefndar segir: Tannburstunardagurinn mikli eftir Sophie Schoenwald og Günther Jakobs er einstaklega lífleg og fjörug frásögn sem segir frá dýragarði þar sem hvorki sést til dýra né gesta við upphaf sögunnar. Forstjórinn Alfreð kemst að því að vandamálið er framtaksleysi dýranna við tannburstun og fær broddgöltinn Boga Pétur með sér í að leysa málið. Úr verður skemmtileg, fyndin en líka svolítið hættuleg atburðarás sem þýðandanum Ástu Halldóru Ólafsdóttur tekst að koma vel til skila. Textinn er léttur og leikandi og aðfarir Boga Péturs kalla oftar en ekki fram bros á vörum lesenda. Reykjavíkurborg
Hildi Knútsdóttur, fyrir Hrím Í umsögn dómnefndar segir: Hildur Knútsdóttir er ötull og metnaðarfullur höfundur furðu- og ævintýrasagna fyrir ungmenni og fer oft ótroðnar slóðir í verkum sínum. Í bók sinni Hrím skapar Hildur nýjan heim sem er gerólíkur okkar, en er engu að síður okkar kunnuglega Þingeyjarsýsla. En veruleikinn er allt annar. Á þessu Íslandi er nokkurs konar ættbálkasamfélag eða hirðingjasamfélag sem skiptist í skara eftir búsetu, líf fólksins er erfitt og þrungið hættu við hvert fótmál. Dýrin eru mun stærri, voldugri, hættulegri, þar eru haðnaut, skriðukettir, ógnarstórir laxar sem éta fólk, og skelfilegar óvættir sem kallast hrímsvelgir. Tungutak bókarinnar ber með sér mikla virðingu höfundar fyrir lesendum sínum, en það virkar í senn nokkuð fyrnt auk þess að fjölmörg ný en engu að síður fornleg orð skjóta fumlaust upp kollinum. Nöfn persónanna endurspegla jafnframt samfélagið: Jófríður, Eirfinna, Bresi, Auðni, Karki, Kneif. Allt verður þetta áþreifanlegt og raunverulegt í meðförum Hildar, líkt og heimur sem ætíð hefur verið til og við ættum að vera kunnug. Hrím er öðruvísi bók, meitluð, hvarvetna vandað til verka, spennandi bók og ber með sér fyrirheit um heilan bókaflokk um lífsbaráttu skaranna og vægðarlaus náttúruöflin. Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2024 í flokki myndlýsinga hlýtur: Rán Flygenring, fyrir Álfar Í umsögn dómnefndar segir: Myndmál Ránar Flygenring í bókinni Álfar er margslungið en um leið einfalt, fyndið og framsett með ýmis konar hætti, til dæmis í formi myndasagna og dagblaðagreina. Þær endurspegla ólíkar sögur verksins og bjóða upp á óendanlega fjölbreytni fyrir lesendur. Notkun Ránar á vatnslitum, lifandi línum og takmarkaðri, en úthugsaðri, litapalettu leiða lesandann leikandi í gegnum bókina. Myndlýsingarnar gæða sögurnar lífi og stækka þær, gjarnan með myndum sem eru hliðstæðar textanum án þess þó að túlka hann beint. Kímnigáfa Ránar og næmni er ávallt til staðar og bæta við verkið í heild. Hið sama má segja um hina snjöllu notkun á nánast gegnsæju lagi af teikningum sem svífa í gegnum bókina og afhjúpa gjarnan þriðju hlið frásagnarinnar. Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2024 í flokki þýðinga hlýtur: Ásta Halldóra Ólafsdóttir, fyrir Tannburstunardagurinn Mikli Í umsögn dómnefndar segir: Tannburstunardagurinn mikli eftir Sophie Schoenwald og Günther Jakobs er einstaklega lífleg og fjörug frásögn sem segir frá dýragarði þar sem hvorki sést til dýra né gesta við upphaf sögunnar. Forstjórinn Alfreð kemst að því að vandamálið er framtaksleysi dýranna við tannburstun og fær broddgöltinn Boga Pétur með sér í að leysa málið. Úr verður skemmtileg, fyndin en líka svolítið hættuleg atburðarás sem þýðandanum Ástu Halldóru Ólafsdóttur tekst að koma vel til skila. Textinn er léttur og leikandi og aðfarir Boga Péturs kalla oftar en ekki fram bros á vörum lesenda.
Menning Reykjavík Bókmenntir Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira