Þess vegna mun ég kjósa Katrínu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 21. apríl 2024 22:00 Vegna þess að hún yrði góður forseti og þar sem Kata er þar er skemmtilegt. Hún er eldklár, hrikalega dugleg, með góða nærveru og ákveðnar skoðanir en samt ávallt tilbúin til þess að hlusta. Hún hefur alltaf málefni kvenna og minnihlutahópa í huga i öllu sem hún fæst við og kemur því ákveðið að í ræðu eins oft og mögulegt er. Hún talar fyrir friði og er snillingur í að miðla málum, enda einkenni hennar að hún rífst ekki heldur horfir á hvert einstaka mál út frá mörgum hliðum, með víðsýni og án fljótfærni. Hún er alltaf með augun á boltanum en samt með öll verkefnin sem hún þarf að sinna samhliða í huga, ákveðin og röggsöm hvar sem hún kemur enda fá sem er betur treystandi fyrir vandasömum ákvörðunum. Hún er þó líka venjuleg húsmóðir í fjölbýlishúsi í Vesturbænum sem mætir í foreldrasamtöl og fer með vinkonum sínum í bröns. Bakar pizzur á föstudögum, mögulega með pepperoni og bönunum enda er það eina vitið, og sest til borðs með strákunum sínum eins oft og hún getur. Ber umhyggju fyrir sínum nánustu og spyr fólk sem hún hittir í sameiginlega þvottahúsinu eða í Melabúðinni eftir fréttum því hún er áhugasöm um fólk og málefni. Hún ræktar matjurtir á svölunum og gengur í hverri einustu lopapeysu sem henni er gefin enda smellpassa þær við gallabuxur og adidas skó. Hún hleypur líka og er ein þeirra sem hefur látið gott af sér leiða með því að safna fyrir Píeta og Alzheimer samtökin. Þekking hennar á glæpasögum finnst mér aðdáunarverð enda deili ég þeim áhuga, já og auðvitað eigum við aðdáun okkar á Liverpool sameiginlega en það er í raun alveg sama upp á hvaða samræðum er fitjað, alltaf getur hún tekið þátt og virðist þekkja til og hafa gaman af ótrúlega mörgu, snillingurinn sem hún er. Það þarf varla að nefna gríðarlega mikla þekkingu hennar á alþjóðlegum málefnum og hve mikill sómi er af henni hvar og hvenær sem er. Þess utan er manneskja sem fer í jólaskap við að horfa á Jól Prúðuleikaranna og finnst bókin um Jón Odd og Jón Bjarna skemmtilegasta barnabókin, manneskja sem ég gef óhikað mitt atkvæði. Höfundur er menntunarfræðingur og leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Vegna þess að hún yrði góður forseti og þar sem Kata er þar er skemmtilegt. Hún er eldklár, hrikalega dugleg, með góða nærveru og ákveðnar skoðanir en samt ávallt tilbúin til þess að hlusta. Hún hefur alltaf málefni kvenna og minnihlutahópa í huga i öllu sem hún fæst við og kemur því ákveðið að í ræðu eins oft og mögulegt er. Hún talar fyrir friði og er snillingur í að miðla málum, enda einkenni hennar að hún rífst ekki heldur horfir á hvert einstaka mál út frá mörgum hliðum, með víðsýni og án fljótfærni. Hún er alltaf með augun á boltanum en samt með öll verkefnin sem hún þarf að sinna samhliða í huga, ákveðin og röggsöm hvar sem hún kemur enda fá sem er betur treystandi fyrir vandasömum ákvörðunum. Hún er þó líka venjuleg húsmóðir í fjölbýlishúsi í Vesturbænum sem mætir í foreldrasamtöl og fer með vinkonum sínum í bröns. Bakar pizzur á föstudögum, mögulega með pepperoni og bönunum enda er það eina vitið, og sest til borðs með strákunum sínum eins oft og hún getur. Ber umhyggju fyrir sínum nánustu og spyr fólk sem hún hittir í sameiginlega þvottahúsinu eða í Melabúðinni eftir fréttum því hún er áhugasöm um fólk og málefni. Hún ræktar matjurtir á svölunum og gengur í hverri einustu lopapeysu sem henni er gefin enda smellpassa þær við gallabuxur og adidas skó. Hún hleypur líka og er ein þeirra sem hefur látið gott af sér leiða með því að safna fyrir Píeta og Alzheimer samtökin. Þekking hennar á glæpasögum finnst mér aðdáunarverð enda deili ég þeim áhuga, já og auðvitað eigum við aðdáun okkar á Liverpool sameiginlega en það er í raun alveg sama upp á hvaða samræðum er fitjað, alltaf getur hún tekið þátt og virðist þekkja til og hafa gaman af ótrúlega mörgu, snillingurinn sem hún er. Það þarf varla að nefna gríðarlega mikla þekkingu hennar á alþjóðlegum málefnum og hve mikill sómi er af henni hvar og hvenær sem er. Þess utan er manneskja sem fer í jólaskap við að horfa á Jól Prúðuleikaranna og finnst bókin um Jón Odd og Jón Bjarna skemmtilegasta barnabókin, manneskja sem ég gef óhikað mitt atkvæði. Höfundur er menntunarfræðingur og leikskólastjóri.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar