Útflutningur á lundum frá Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. apríl 2024 13:03 Þóra Gísladóttir, rekstrarstjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum með einn af lundunum, sem var fluttur út nú í byrjun apríl. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tíu lundar frá Vestmannaeyjum hafa verið fluttir úr landi en þeir fengu far á fyrsta farrými með flugvél Icelandair til Englands þar sem þeir búa núna í dýragarði með selum. Þetta er í fyrsta sinn, sem lundar eru fluttir sérstaklega úr landi. Lundamálið í Vestmannaeyjum snýst um sædýrasafnið Sea Life Trust í Vestmannaeyjum, sem er meðal annars athvarf fyrir slasaða lunda en nú er svo komið að það er ekki pláss fyrir fleiri slíka lunda því nú styttist í að pysjutímabilið hefjist og þá er von á eitthvað af slösuðum lundum á safnið og því var ákveðið að flytja 10 lunda á sams konar safn í Cornwall í Englandi. Þóra Gísladóttir er rekstrarstjóri safnsins í Vestmannaeyjum og veit allt um málið. „Já, það voru heldur betur stórtíðindi því að í fyrsta sinni þá voru fluttir lundar héðan frá Íslandi, frá Vestmannaeyjum alla leið til Englands í lítinn smábæ syðst í Englandi. Við vorum komin með 15 lunda en allir lundarnir, sem við erum með eru lundar, sem eiga aldrei aftur eftir að geta spjarað sig úti. Þeir eru allir með einhvers konar veikindi og margir eru með augnmeiðsli,” segir Þóra og bætir við. „Og þar sem við vorum komin með of mikið, eða við vorum sem sagt búin að fylla kvótann í safninu og höfðum ekki pláss fyrir fleiri og lundapysjutímabilið er fram undan.” Þóra segir að fuglarnir hafi verið fluttir í búrum með flugvél frá Icelandair til Englands og allt hafi gengið vel og að fuglarnir njóti sín vel í nýjum heimkynnum. „Selaathvarfið í Englandi, sem við vinnum svo mikið með var tilbúið að taka þá að sér,” segir Þóra hæstánægð. Fuglarnir voru fluttir út í sérstökum búrum í flugvél frá Icelandair.Aðsend Þannig að það er hafin útflutningur á lundum frá Vestmannaeyjum? „Já, já, það má kannski segja það. Það er alveg áberandi hvað þeim líður vel þarna úti, sem er alveg frábært.” Mjög vel fer um lundana í selaathvarfinu á Englandi.Aðsend Vestmannaeyjar Fuglar England Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Lundamálið í Vestmannaeyjum snýst um sædýrasafnið Sea Life Trust í Vestmannaeyjum, sem er meðal annars athvarf fyrir slasaða lunda en nú er svo komið að það er ekki pláss fyrir fleiri slíka lunda því nú styttist í að pysjutímabilið hefjist og þá er von á eitthvað af slösuðum lundum á safnið og því var ákveðið að flytja 10 lunda á sams konar safn í Cornwall í Englandi. Þóra Gísladóttir er rekstrarstjóri safnsins í Vestmannaeyjum og veit allt um málið. „Já, það voru heldur betur stórtíðindi því að í fyrsta sinni þá voru fluttir lundar héðan frá Íslandi, frá Vestmannaeyjum alla leið til Englands í lítinn smábæ syðst í Englandi. Við vorum komin með 15 lunda en allir lundarnir, sem við erum með eru lundar, sem eiga aldrei aftur eftir að geta spjarað sig úti. Þeir eru allir með einhvers konar veikindi og margir eru með augnmeiðsli,” segir Þóra og bætir við. „Og þar sem við vorum komin með of mikið, eða við vorum sem sagt búin að fylla kvótann í safninu og höfðum ekki pláss fyrir fleiri og lundapysjutímabilið er fram undan.” Þóra segir að fuglarnir hafi verið fluttir í búrum með flugvél frá Icelandair til Englands og allt hafi gengið vel og að fuglarnir njóti sín vel í nýjum heimkynnum. „Selaathvarfið í Englandi, sem við vinnum svo mikið með var tilbúið að taka þá að sér,” segir Þóra hæstánægð. Fuglarnir voru fluttir út í sérstökum búrum í flugvél frá Icelandair.Aðsend Þannig að það er hafin útflutningur á lundum frá Vestmannaeyjum? „Já, já, það má kannski segja það. Það er alveg áberandi hvað þeim líður vel þarna úti, sem er alveg frábært.” Mjög vel fer um lundana í selaathvarfinu á Englandi.Aðsend
Vestmannaeyjar Fuglar England Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira