„Heimir er á bakinu á mér með það“ Sverrir Mar Smárason skrifar 20. apríl 2024 16:54 Björn Daníel var frábær í liði FH í dag. Vísir / Diego FH vann góðan 0-2 útisigur á HK í Kórnum í Bestu deild karla í dag. Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, skoraði síðara mark FH og átti góðan leik þar sem FH stýrði gangi mála. „Það er alltaf erfitt að koma hérna í Kórinn og sækja stig. Við fengum sénsa í fyrri hálfleik og vorum að halda þeim í skefjum. Við þurftum aðeins að keyra þetta upp um nokkra gíra. Náðum að gera þetta betur í seinni hálfleik, náðum inn tveimur mörkum og hefðum getað skorað kannski eitt í viðbót. Mjög ánægður með að halda hreinu, það er eitthvað sem við getum byggt mikið á,“ sagði Björn Daníel. FH liðið stýrði leiknum nánast allan tímann en í fyrri hálfleik gekk illa að skapa eiginleg marktækifæri. Þeir komu öflugari út í síðari hálfleik og skoruðu tvö. „Í hálfleik töluðum við bara um að við yrðum að vera þolinmóðir. Á meðan það er 0-0 þá er alltaf meiri séns á að vinna leikinn. Það var númer 1, 2 og 3 í þessum leik að halda hreinu. Ef þú nærð því þá þarftu ekki að nýta mörg færi til að vinna leikinn. Það datt fyrir okkur tvisvar í seinni hálfleik, við tókum það og förum glaðir heim,“ sagði Björn. Fyrirliðinn hefur í undanförnum leikjum fengið frjálsara hlutverk en við höfum séð hann í síðastliðin ár. Þegar hann hefur áður spilað sem miðjumaður er hann orðinn meiri sóknartengiliður og fær meira frjálsræði. Þar líður honum vel. „Þetta er aðeins öðruvísi hlutverk en að spila sem sexa eða átta. Þegar ég gerði þetta fyrir tíu árum þá var þetta aðeins meiri lúxus staða en maður þarf að hlaupa aðeins meira varnarlega. Heimir er á bakinu á mér með það. Mér finnst ég bara henta liðinu betur þarna í þessum nútíma fótbolta. Það er mikið af háákefðarhlaupum. Mér finnst ég henta liðinu í því að reyna að finna svæði til að komast í og ég er ágætur í að koma inn í teiginn. Vonandi næ ég bara að setja nokkur mörk í sumar og hjálpa liðinu,“ sagði Björn um nýju stöðuna. Og talandi um að koma inn í teiginn og skora mörk. Björn gerði, eins og fyrr segir, síðara mark FH í eiknum og var það einkar glæsilegt. Löng sending fram frá Ísaki Óla, Björn bæði tók við boltanum og skaut á lofti framhjá Arnari Frey í marki HK. „Boltinn kemur bara frá Ísaki og ég er meðvitaður um að ég sé á milli tveggja varnarmanna. Tek á móti boltanum og sé að Arnar er kominn frekar framarlega. Þá ákvað ég bara að skjóta á markið og boltinn fór inn. Fínt að komast á blað snemma í mótinu og hjálpa liðinu að vinna leiki. Það er fínt í laugardagsleikjum klukkan tvö,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Það er alltaf erfitt að koma hérna í Kórinn og sækja stig. Við fengum sénsa í fyrri hálfleik og vorum að halda þeim í skefjum. Við þurftum aðeins að keyra þetta upp um nokkra gíra. Náðum að gera þetta betur í seinni hálfleik, náðum inn tveimur mörkum og hefðum getað skorað kannski eitt í viðbót. Mjög ánægður með að halda hreinu, það er eitthvað sem við getum byggt mikið á,“ sagði Björn Daníel. FH liðið stýrði leiknum nánast allan tímann en í fyrri hálfleik gekk illa að skapa eiginleg marktækifæri. Þeir komu öflugari út í síðari hálfleik og skoruðu tvö. „Í hálfleik töluðum við bara um að við yrðum að vera þolinmóðir. Á meðan það er 0-0 þá er alltaf meiri séns á að vinna leikinn. Það var númer 1, 2 og 3 í þessum leik að halda hreinu. Ef þú nærð því þá þarftu ekki að nýta mörg færi til að vinna leikinn. Það datt fyrir okkur tvisvar í seinni hálfleik, við tókum það og förum glaðir heim,“ sagði Björn. Fyrirliðinn hefur í undanförnum leikjum fengið frjálsara hlutverk en við höfum séð hann í síðastliðin ár. Þegar hann hefur áður spilað sem miðjumaður er hann orðinn meiri sóknartengiliður og fær meira frjálsræði. Þar líður honum vel. „Þetta er aðeins öðruvísi hlutverk en að spila sem sexa eða átta. Þegar ég gerði þetta fyrir tíu árum þá var þetta aðeins meiri lúxus staða en maður þarf að hlaupa aðeins meira varnarlega. Heimir er á bakinu á mér með það. Mér finnst ég bara henta liðinu betur þarna í þessum nútíma fótbolta. Það er mikið af háákefðarhlaupum. Mér finnst ég henta liðinu í því að reyna að finna svæði til að komast í og ég er ágætur í að koma inn í teiginn. Vonandi næ ég bara að setja nokkur mörk í sumar og hjálpa liðinu,“ sagði Björn um nýju stöðuna. Og talandi um að koma inn í teiginn og skora mörk. Björn gerði, eins og fyrr segir, síðara mark FH í eiknum og var það einkar glæsilegt. Löng sending fram frá Ísaki Óla, Björn bæði tók við boltanum og skaut á lofti framhjá Arnari Frey í marki HK. „Boltinn kemur bara frá Ísaki og ég er meðvitaður um að ég sé á milli tveggja varnarmanna. Tek á móti boltanum og sé að Arnar er kominn frekar framarlega. Þá ákvað ég bara að skjóta á markið og boltinn fór inn. Fínt að komast á blað snemma í mótinu og hjálpa liðinu að vinna leiki. Það er fínt í laugardagsleikjum klukkan tvö,“ sagði fyrirliðinn að lokum.
Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55