„Aldeilis hlessa“ á auknum viðbúnaði vegna mögulegs goss Bjarki Sigurðsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 20. apríl 2024 11:46 Ármann Höskuldsson segist ekki hafa séð gögn sem bendi til þess að annað gos fari að hefjast. Vísir/Arnar Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segist alls ekki sjá neitt sem bendi til þess að annað eldgos sé að hefjast. „Þó að það sé ris undir Svartsengi, við erum búin að horfa á það gerast trekk í trekk. Nú er ég bara aldeilis hlessa,“ segir Ármann í samtali við fréttastofu. „Nei ég skil þetta ekki. En þau ráða þessu, ekki ég,“ segir hann um aukinn viðbúnað almannavarna vegna aukinnar eldgosahættu. Í gær var fjallað um að talið væri að nýtt eldgos gæti hafist hvenær sem er, jafnvel þó annað gos sé enn í gangi. „Ég get ekki tekið undir slíkt, nema að ég sjái einhver fleiri gögn en ég hef séð,“ segir Ármann. „Persónulega finnst mér, eftir að við erum komin í þetta ástand og erum að fylgjast með þessu, þá léttum við á hættuástandi á svæðinu til muna því það eru engar líkur á katastrófísku eldgosi.“ Hann útskýrir að landrisið sem mælist nú sé ekki þess eðlis. Það muni taka sinn tíma, en svo muni mögulega hlutirnir fara að gerast. „Þetta er bara eins og þetta hefur verið. Við mælum landris og það er vísbending um að það sé kvika að safnast fyrir sem með tíð og tíma getur komið til yfirborðs. Þar er fyrst og fremst treyst á jarðskjálfta þegar kvikan leggur af stað til yfirborðs. Það hefur mér að vitandi ekki klikkað enn þá. Að vísu hefur viðvörunin ekki verið nema klukkutími eða tveir, en við fáum allavega viðvörun. Og við þekkjum þetta orðið tiltölulega vel hvernig eldgosin haga sér. Ég er bara ekki að átta mig á þessu, því miður.“ Ármann telur ef eitthvað er líklegra að slökkvi á hinu eldgosinu fyrst áður en annað hefjist. Þar að auki segir hann vangaveltur hafa verið í gangi um að kvikan sem er að safnast núna muni eða sé að fara út um gosið sem er í gangi. „Ef aukið landris sem mælist kemur til með að valda því að það bæti hægt og rólega í þá gíga sem nú þegar eru í gangi þá tekur það tíma. Þeir eru ekki að fara að rjúka upp.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
„Þó að það sé ris undir Svartsengi, við erum búin að horfa á það gerast trekk í trekk. Nú er ég bara aldeilis hlessa,“ segir Ármann í samtali við fréttastofu. „Nei ég skil þetta ekki. En þau ráða þessu, ekki ég,“ segir hann um aukinn viðbúnað almannavarna vegna aukinnar eldgosahættu. Í gær var fjallað um að talið væri að nýtt eldgos gæti hafist hvenær sem er, jafnvel þó annað gos sé enn í gangi. „Ég get ekki tekið undir slíkt, nema að ég sjái einhver fleiri gögn en ég hef séð,“ segir Ármann. „Persónulega finnst mér, eftir að við erum komin í þetta ástand og erum að fylgjast með þessu, þá léttum við á hættuástandi á svæðinu til muna því það eru engar líkur á katastrófísku eldgosi.“ Hann útskýrir að landrisið sem mælist nú sé ekki þess eðlis. Það muni taka sinn tíma, en svo muni mögulega hlutirnir fara að gerast. „Þetta er bara eins og þetta hefur verið. Við mælum landris og það er vísbending um að það sé kvika að safnast fyrir sem með tíð og tíma getur komið til yfirborðs. Þar er fyrst og fremst treyst á jarðskjálfta þegar kvikan leggur af stað til yfirborðs. Það hefur mér að vitandi ekki klikkað enn þá. Að vísu hefur viðvörunin ekki verið nema klukkutími eða tveir, en við fáum allavega viðvörun. Og við þekkjum þetta orðið tiltölulega vel hvernig eldgosin haga sér. Ég er bara ekki að átta mig á þessu, því miður.“ Ármann telur ef eitthvað er líklegra að slökkvi á hinu eldgosinu fyrst áður en annað hefjist. Þar að auki segir hann vangaveltur hafa verið í gangi um að kvikan sem er að safnast núna muni eða sé að fara út um gosið sem er í gangi. „Ef aukið landris sem mælist kemur til með að valda því að það bæti hægt og rólega í þá gíga sem nú þegar eru í gangi þá tekur það tíma. Þeir eru ekki að fara að rjúka upp.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira