Íslenski boltinn

Sjáðu snilldar­snúning Hilmars Árna sem ruglaði Vals­menn í ríminu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adolf Daði Birgisson fagnar sigurmarki sínu í Garðabænum í gær.
Adolf Daði Birgisson fagnar sigurmarki sínu í Garðabænum í gær. Vísir/Diego

Stjörnumenn fögnuðu fyrsta sigri sínum í Bestu deildinni í gærkvöldi þegar þeir unnu meistaraefnin frá Hlíðarenda.

Stjarnan vann 1-0 heimsigur á Val og eina mark leiksins skoraði Adolf Daði Birgisson í uppbótatíma fyrri hálfleiks.

Hilmar Árni Halldórsson átti mikinn þátt í markinu.Vísir/Diego

Markið kom eftir laglega sókn Stjörnumanna og nokkrar sendingar inn í vítateig Valsliðsins.

Það var þó snilldarsnúningur Hilmars Árna Halldórssonar sem bjó öðrum fremur til markið fyrir Adolf. Hann snéri laglega á varnarmenn Valsliðsins og kom boltanum til Adolfs sem var fyrir framan markteiginn.

Þegar Stjarnan skoraði sigurmark sitt þá voru Valsmenn orðin manni færri. Bjarni Mark Antonsson fékk sitt annað gula spjald á 38. mínútu leiksins.

Hér fyrir neðan má sjá markið og rauða spjaldið úr leiknum í gær sem var fyrsti leikurinn í þriðju umferð Bestu deildar karla.

Klippa: Mark og rautt spjald úr sigri Stjörnunnar á Val



Fleiri fréttir

Sjá meira


×