Xabi Alonso tók metið af Conte Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2024 14:31 Xabi Alonso með Victor Boniface, leikmanni Leverkusen, eftir leikinn á móti West Ham í London í gærkvöldi. AP/Kin Cheung Bayer Leverkusen tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gær og um leið nýtt glæsilegt met. Leverkusen hefur nú leikið 44 leiki í röð í öllum keppnum án þess að tapa. Þýska liðið hefur ekki tapað á öllu tímabilinu. Leverkusen vann 2-0 sigur í fyrri leiknum á móti West Ham í átta liða úrslitunum og mátti því tapa með einu marki í gær. West Ham komst líka 1-0 yfir í leiknum en Jeremie Frimpong jafnaði metin fyrir þýska liðið mínútu fyrir leikslok. Ekki í fyrsta sinn sem lærisveinar Xabi Alonso koma í veg fyrir ósigur á leiktíðinni með dramatískum mörkum í lokin. Bayer Leverkusen have set the longest unbeaten run ever by a team in Europe's top five leagues.44 games38 wins6 draws0 lossesXabi Alonso pic.twitter.com/XpE7PvCUbI— Football Talk (@FootballTalkHQ) April 19, 2024 Með þessu jafntefli og 44 leikjum taplausum leikjum í röð var ljóst að metið er fallið í fimm stærstu deildum Evrópu. Áður hafði lið mest leikið 43 leiki í röð án þess að tapa í þessum fimm toppdeildum sem eru á Englandi, á Spáni, í Þýskalandi, í Frakklandi og á Ítalíu. Það var lið Juventus undir stjórn Antonio Conte frá maí 2011 til maí 2012. Þetta þýðir auðvitað að Leverkusen á enn möguleika á mörgum titlum á þessari leitkíð. Leverkusen tryggði sér þýska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins um síðustu helgi. Auk þess að vera í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, þar sem liðið mætir Roma frá Ítalíu, þá er liðið einnig komið í úrslitaleik þýska bikarsins þar sem liðið mætir Kaiserslautern. Bayer Leverkusen er með 25 sigra og 4 jafntefli í 29 leikjum í þýsku deildinni, liðið er með fimm sigra í þýska bikarnum og er með átta sigra og tvö jafntefli í Evrópudeildinni. Þetta gerir því 38 sigrar og sex jafntefli í 44 leikjum. Leverkusen write their name in the history books pic.twitter.com/OI0RW7dITa— LiveScore (@livescore) April 19, 2024 Þýski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Sjá meira
Leverkusen hefur nú leikið 44 leiki í röð í öllum keppnum án þess að tapa. Þýska liðið hefur ekki tapað á öllu tímabilinu. Leverkusen vann 2-0 sigur í fyrri leiknum á móti West Ham í átta liða úrslitunum og mátti því tapa með einu marki í gær. West Ham komst líka 1-0 yfir í leiknum en Jeremie Frimpong jafnaði metin fyrir þýska liðið mínútu fyrir leikslok. Ekki í fyrsta sinn sem lærisveinar Xabi Alonso koma í veg fyrir ósigur á leiktíðinni með dramatískum mörkum í lokin. Bayer Leverkusen have set the longest unbeaten run ever by a team in Europe's top five leagues.44 games38 wins6 draws0 lossesXabi Alonso pic.twitter.com/XpE7PvCUbI— Football Talk (@FootballTalkHQ) April 19, 2024 Með þessu jafntefli og 44 leikjum taplausum leikjum í röð var ljóst að metið er fallið í fimm stærstu deildum Evrópu. Áður hafði lið mest leikið 43 leiki í röð án þess að tapa í þessum fimm toppdeildum sem eru á Englandi, á Spáni, í Þýskalandi, í Frakklandi og á Ítalíu. Það var lið Juventus undir stjórn Antonio Conte frá maí 2011 til maí 2012. Þetta þýðir auðvitað að Leverkusen á enn möguleika á mörgum titlum á þessari leitkíð. Leverkusen tryggði sér þýska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins um síðustu helgi. Auk þess að vera í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, þar sem liðið mætir Roma frá Ítalíu, þá er liðið einnig komið í úrslitaleik þýska bikarsins þar sem liðið mætir Kaiserslautern. Bayer Leverkusen er með 25 sigra og 4 jafntefli í 29 leikjum í þýsku deildinni, liðið er með fimm sigra í þýska bikarnum og er með átta sigra og tvö jafntefli í Evrópudeildinni. Þetta gerir því 38 sigrar og sex jafntefli í 44 leikjum. Leverkusen write their name in the history books pic.twitter.com/OI0RW7dITa— LiveScore (@livescore) April 19, 2024
Þýski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Sjá meira