Traust og gagnsæi Halldór Auðar Svansson skrifar 19. apríl 2024 09:01 Fyrir tveimur árum birtu þáverandi formenn stjórnarflokkanna yfirlýsinguá vef Stjórnarráðsins þar sem þeir sögðust sammála um ákveðin atriði varðandi umdeilda sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram hafði farið í mars 2022. Í yfirlýsingunni sagði orðrétt: „Þeir annmarkar sem í ljós hafa komið við undirbúning og framkvæmd sölu á eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafa leitt í ljós þörfina fyrir endurskoðun á lagaumgjörð og stofnanafyrirkomulagi. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er. Ekki verður ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. Þegar ný löggjöf liggur fyrir mun ákvörðun um mögulega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða tekin fyrir á Alþingi.“ Á þeim tveimur árum sem eru liðin hefur svo sitthvað gerst hjá þessari ríkisstjórn, svo sem stólaskipti þar sem fjármálaráðherrann ákvað að gerast utanríkisráðherra og svo forsætisráðherra, þannig að utanríkisráðherrann sem varð fjármálaráðherra er aftur orðinn utanríkisráðherra en innviðaráðherrann er orðinn fjármálaráðherra. Forsætisráðherrann er svo hættur og farinn í forsetaframboð. Það sem hefur hins vegar ekki gerst er að Bankasýslan hafi veri lögð niður og nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum verið innleitt. Frumvarp þessa efnis sem átti að leggja fyrir Alþingi „svo fljótt sem auðið er“ hefur ekki verið lagt fram. Þvert á móti hefur verið lagt fyrir Alþingi frumvarpþar sem lagt er til að fjármálaráðherra verði falið að selja þann hlut sem ríkið á enn í Íslandsbanka án aðkomu Bankasýslunnar. Þar með er búið, eftir tveggja ára aðgerðaleysi, að gefast upp á því greinilega allt of flókna verkefni að leggja niður Bankasýsluna og ákveða að hafa hana bara áfram á launum án þess að þurfa að hafa aðkomu að eignasölum. Þetta er auðvitað besta mögulega niðurstaðan fyrir þau sem eru á launaskrá hjá Bankasýslunni en hins vegar svo léleg niðurstaða út frá hagsmunum almennings að það verður eiginlega að teljast ákveðið afrek í lélegheitum. Í greinargerð með þessu frumvarpi segir að „Vinna við útfærslu nýs heildstæðs fyrirkomulags varðandi utanumhald eignarhluta í fjármálafyrirtækjum og öðrum félögum í eigu ríkisins stendur yfir“ — og svo mörg voru þau orð um ástæður þess hversu mikið er búið að teygja úr „svo fljótt sem auðið er“og hversu mikið verður vafalaust teygt á því frekar. Í yfirlýsingunni sagði að „Traust og gagnsæi verður að ríkja um sölu á eignum ríkisins“ og þannig má ætla að með því að leggja Bankasýsluna niður og koma á nýju fyrirkomulagi í kringum sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hafi ætlunin verði að stuðla að trausti og gagnsæi. Á sama hátt má því sennilega ætla að með því að hringla í hálft kjörtímabil með þetta verkefni og leggja til frekari sölu án þess að hafa fyrir því að klára það, þá sé dregið úr trausti og gagnsæi. Nema að þessi orð hafi bara ekki haft nokkra einustu merkingu í þessu samhengi? Að yfirlýsingin hafi eingöngu verið sett fram í ímyndarhönnunar- og krísustjórnunartilgangi? Að ríkisstjórnin hagi bara seglum eftir því hvernig vindar blása hvern daginn fyrir sig? Að yfirlýsingar hennar um hvað hún ætlar sér að gera séu ekki settar fram í þeim tilgangi að fylgja þeim eftir? Nei, því er nú varla trúandi. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur árum birtu þáverandi formenn stjórnarflokkanna yfirlýsinguá vef Stjórnarráðsins þar sem þeir sögðust sammála um ákveðin atriði varðandi umdeilda sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram hafði farið í mars 2022. Í yfirlýsingunni sagði orðrétt: „Þeir annmarkar sem í ljós hafa komið við undirbúning og framkvæmd sölu á eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafa leitt í ljós þörfina fyrir endurskoðun á lagaumgjörð og stofnanafyrirkomulagi. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er. Ekki verður ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. Þegar ný löggjöf liggur fyrir mun ákvörðun um mögulega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða tekin fyrir á Alþingi.“ Á þeim tveimur árum sem eru liðin hefur svo sitthvað gerst hjá þessari ríkisstjórn, svo sem stólaskipti þar sem fjármálaráðherrann ákvað að gerast utanríkisráðherra og svo forsætisráðherra, þannig að utanríkisráðherrann sem varð fjármálaráðherra er aftur orðinn utanríkisráðherra en innviðaráðherrann er orðinn fjármálaráðherra. Forsætisráðherrann er svo hættur og farinn í forsetaframboð. Það sem hefur hins vegar ekki gerst er að Bankasýslan hafi veri lögð niður og nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum verið innleitt. Frumvarp þessa efnis sem átti að leggja fyrir Alþingi „svo fljótt sem auðið er“ hefur ekki verið lagt fram. Þvert á móti hefur verið lagt fyrir Alþingi frumvarpþar sem lagt er til að fjármálaráðherra verði falið að selja þann hlut sem ríkið á enn í Íslandsbanka án aðkomu Bankasýslunnar. Þar með er búið, eftir tveggja ára aðgerðaleysi, að gefast upp á því greinilega allt of flókna verkefni að leggja niður Bankasýsluna og ákveða að hafa hana bara áfram á launum án þess að þurfa að hafa aðkomu að eignasölum. Þetta er auðvitað besta mögulega niðurstaðan fyrir þau sem eru á launaskrá hjá Bankasýslunni en hins vegar svo léleg niðurstaða út frá hagsmunum almennings að það verður eiginlega að teljast ákveðið afrek í lélegheitum. Í greinargerð með þessu frumvarpi segir að „Vinna við útfærslu nýs heildstæðs fyrirkomulags varðandi utanumhald eignarhluta í fjármálafyrirtækjum og öðrum félögum í eigu ríkisins stendur yfir“ — og svo mörg voru þau orð um ástæður þess hversu mikið er búið að teygja úr „svo fljótt sem auðið er“og hversu mikið verður vafalaust teygt á því frekar. Í yfirlýsingunni sagði að „Traust og gagnsæi verður að ríkja um sölu á eignum ríkisins“ og þannig má ætla að með því að leggja Bankasýsluna niður og koma á nýju fyrirkomulagi í kringum sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hafi ætlunin verði að stuðla að trausti og gagnsæi. Á sama hátt má því sennilega ætla að með því að hringla í hálft kjörtímabil með þetta verkefni og leggja til frekari sölu án þess að hafa fyrir því að klára það, þá sé dregið úr trausti og gagnsæi. Nema að þessi orð hafi bara ekki haft nokkra einustu merkingu í þessu samhengi? Að yfirlýsingin hafi eingöngu verið sett fram í ímyndarhönnunar- og krísustjórnunartilgangi? Að ríkisstjórnin hagi bara seglum eftir því hvernig vindar blása hvern daginn fyrir sig? Að yfirlýsingar hennar um hvað hún ætlar sér að gera séu ekki settar fram í þeim tilgangi að fylgja þeim eftir? Nei, því er nú varla trúandi. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun