Bandaríkin stöðvuðu fulla aðild Palestínumanna að SÞ Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2024 23:10 Robert Wood, fulltrúi Bandaríkjanna í öryggisráðinu, réttir upp hönd til þess að beita neitunarvaldi um umsókn Palestínumanna um fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum. AP/Yuki Iwamura Ályktun um fulla aðild Palestínumanna að Sameinuðu þjóðanna var felld í öryggisráðinu í kvöld þegar Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. Fulltrúi Bandaríkjanna sagði það ekki til marks um andstöðu þeirra við sjálfstætt ríki Palestínumanna. Palestínumenn endurnýjuðu tilraunir sínar til þess að fá fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum í apríl, studdir 140 ríkjum sem viðurkenna Palestínu sem fullvalda ríki. Þeir hafa nú stöðu áheyrnarríkis og aðild að stofnunum Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðastofnunum eins og Alþjóðasakamáladómstólnum. Tillagan sem lá fyrir öryggisráðinu í kvöld var sú fáorðasta í sögu ráðsins. Hún gerði ráð fyrir að umsókn Palestínumanna um fulla aðild yrði vísað til allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna þar sem hún hefði vafalaust verið samþykkt. Tólf þjóðir greiddu atkvæði með tillögunni en tvö sátu hjá. Aðeins Bandaríkin greiddu atkvæði á móti en þau hafa neitunarvald í ráðinu. Robert Wood, aðstoðarsendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði á fundinum að atkvæði sitt endurspeglaði ekki andstöðu Bandaríkjastjórnar við að Palestínumenn fengju sitt eigið ríkið. Það gæti hins vegar aðeins orðið að veruleika með beinum viðræðum Ísraela og Palestínumanna. Sagði Wood ýmsum spurningum ósvarað um hvort að Palestína geti talist ríki. Vísaði hann meðal annars til þess að Hamas-samtökin réðu enn ríkjum á Gasaströndinni. Bandaríkjastjórn væri enn ákveðin í að liðka fyrir tveggja ríkja lausn í deilu Ísraela og Palestínumanna. Royad Mansour, áheyrnarfulltrúi Palestínumanna, þakkaði ríkjunum sem studdu umsóknina. Þeir væru ekki af baki dottnir þrátt fyrir synjunina. „Við hættum ekki tilraunum okkar. Palestínuríki er óumflýjanlegt. Það er raunverulegt. Hugsanlega finnst þeim það fjarlægt en við sjáum það í nánd og við höfum trú,“ sagði Mansour. Fréttin hefur verið uppfærð. Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Palestínumenn endurnýjuðu tilraunir sínar til þess að fá fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum í apríl, studdir 140 ríkjum sem viðurkenna Palestínu sem fullvalda ríki. Þeir hafa nú stöðu áheyrnarríkis og aðild að stofnunum Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðastofnunum eins og Alþjóðasakamáladómstólnum. Tillagan sem lá fyrir öryggisráðinu í kvöld var sú fáorðasta í sögu ráðsins. Hún gerði ráð fyrir að umsókn Palestínumanna um fulla aðild yrði vísað til allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna þar sem hún hefði vafalaust verið samþykkt. Tólf þjóðir greiddu atkvæði með tillögunni en tvö sátu hjá. Aðeins Bandaríkin greiddu atkvæði á móti en þau hafa neitunarvald í ráðinu. Robert Wood, aðstoðarsendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði á fundinum að atkvæði sitt endurspeglaði ekki andstöðu Bandaríkjastjórnar við að Palestínumenn fengju sitt eigið ríkið. Það gæti hins vegar aðeins orðið að veruleika með beinum viðræðum Ísraela og Palestínumanna. Sagði Wood ýmsum spurningum ósvarað um hvort að Palestína geti talist ríki. Vísaði hann meðal annars til þess að Hamas-samtökin réðu enn ríkjum á Gasaströndinni. Bandaríkjastjórn væri enn ákveðin í að liðka fyrir tveggja ríkja lausn í deilu Ísraela og Palestínumanna. Royad Mansour, áheyrnarfulltrúi Palestínumanna, þakkaði ríkjunum sem studdu umsóknina. Þeir væru ekki af baki dottnir þrátt fyrir synjunina. „Við hættum ekki tilraunum okkar. Palestínuríki er óumflýjanlegt. Það er raunverulegt. Hugsanlega finnst þeim það fjarlægt en við sjáum það í nánd og við höfum trú,“ sagði Mansour. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira