Landris stöðugt og hraunbreiðan sex ferkílómetrar Árni Sæberg skrifar 18. apríl 2024 21:11 Hraunbreiðan hefur breitt hressilega úr sér. Vísir/Vilhelm Landris í Svartsengi heldur áfram á stöðugum hraða. Flatarmál hraunbreiðunnar á svæðinu er nú 6,15 ferkílómetrar og rúmmál hennar 33,2 milljón rúmmetrar. Í uppfærðri færslu á vef Veðurstofu Íslands segir að elgosið við Sundhnúksgígaröðina sé stöðugt og gjósi úr einum gíg skammt austan við Sundhnúk. Hraunbreiðan haldi áfram að byggjast upp nærri gígunum en hraun renni einnig í lokuðum rásum um einn kílómetra í suðaustur og virk svæði séu í hraunbreiðunni til móts við Hagafell. Mældu flatar- og rúmmál Mánudaginn 15. apríl hafi myndmælingateymi Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands farið í flug yfir gosstöðvarnar. Niðurstöður mælingaflugsins sýni að flatarmál hraunbreiðunnar þann 15. apríl hafi verið 6,15 ferkílómetrar og rúmmál 33,2 ± 0,8 milljón rúmmetrar. Útbreiðslu og þykkt hraunbreiðunnar má sjá á kortinu hér að neðan. Kort sem sýnir útbreiðslu og þykkt þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofa Íslands Meðalhraunflæði frá gígnum yfir tímabilið 8. til 15. apríl hafi verið metið 3,2 ± 0,2 rúmmetrar á sekúndu. Það sé lítil breyting miðað við meðalhraunflæði tímabilið frá 3. til 8. apríl sem hafi verið metið 3,6 ± 0,7 rúmmetrar á sekúndu. Kvikan skiptist til helminga Þá segir að landris í Svartsengi haldi áfram á stöðugum hraða. Það bendi til þess að um það bil helmingur af kvikunni sem kemur af dýpi sé að safnast fyrir í kvikuhólfinu en hinn helmingur að flæða upp á yfirborð i Sundhnúksgígaröðinni. Þá segir að áfram sé hætta á gasmengun frá eldgosinu sem geti valdið mengun í byggð á Reykjanesskaganum. Fólki á svæðinu er bent á að fylgjast með á Loftgæðum.is og kynna sér þar viðbrögð við loftmengun frá eldgosinu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Í uppfærðri færslu á vef Veðurstofu Íslands segir að elgosið við Sundhnúksgígaröðina sé stöðugt og gjósi úr einum gíg skammt austan við Sundhnúk. Hraunbreiðan haldi áfram að byggjast upp nærri gígunum en hraun renni einnig í lokuðum rásum um einn kílómetra í suðaustur og virk svæði séu í hraunbreiðunni til móts við Hagafell. Mældu flatar- og rúmmál Mánudaginn 15. apríl hafi myndmælingateymi Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands farið í flug yfir gosstöðvarnar. Niðurstöður mælingaflugsins sýni að flatarmál hraunbreiðunnar þann 15. apríl hafi verið 6,15 ferkílómetrar og rúmmál 33,2 ± 0,8 milljón rúmmetrar. Útbreiðslu og þykkt hraunbreiðunnar má sjá á kortinu hér að neðan. Kort sem sýnir útbreiðslu og þykkt þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofa Íslands Meðalhraunflæði frá gígnum yfir tímabilið 8. til 15. apríl hafi verið metið 3,2 ± 0,2 rúmmetrar á sekúndu. Það sé lítil breyting miðað við meðalhraunflæði tímabilið frá 3. til 8. apríl sem hafi verið metið 3,6 ± 0,7 rúmmetrar á sekúndu. Kvikan skiptist til helminga Þá segir að landris í Svartsengi haldi áfram á stöðugum hraða. Það bendi til þess að um það bil helmingur af kvikunni sem kemur af dýpi sé að safnast fyrir í kvikuhólfinu en hinn helmingur að flæða upp á yfirborð i Sundhnúksgígaröðinni. Þá segir að áfram sé hætta á gasmengun frá eldgosinu sem geti valdið mengun í byggð á Reykjanesskaganum. Fólki á svæðinu er bent á að fylgjast með á Loftgæðum.is og kynna sér þar viðbrögð við loftmengun frá eldgosinu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira