Höfnum óeðlilegri hagnýtingu sjálfboðaliða Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 18. apríl 2024 18:31 Á hverjum degi eru auglýst ótal störf á vinnumarkaði. Ætla má að atvinnulífið sé í sókn og er það vel. Eins og með allt sem er vel eru einnig atriði sem er ábótavant. Á liðnum árum höfuð við séð í auknu mæli atvinnurekendur sem fá til sín fólk í sjálfboðastörf. Það sem er átt við með sjálfboðastöfum eru þau störf þar sem ekki eru greidd laun en innihalda mögulega fæði, uppihald og vasapeninga fyrir störfin. Algengast er að um sé að ræða ungt fólk af erlendu bergi brotið sem er í leit að ævintýrum og upplifun. En ævintýrið getur fljótt orðið að martröð og upplifunin neikvæð. Dæmi eru um að sjálfboðaliðar séu notaðir í efnahagslegri, virðisaukandi starfsemi. Slík notkun á sjálfboðaliðum skekkir heilbirgðan samkeppnismarkað og er á skjön við kjarasamninga og þær leikreglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði. Það er ekki undir neinum kringumstæðum eðlilegt að hagnýta sjálfboðaliða til starfa í ferðaþjónustu, á hestaleigum eða til blandaðra starfa á sveitabýlum, svo dæmi séu tekin. Séu sjálfboðaliðar fengnir til starfa í efnahagslegri, virðisaukandi starfsemi, ber að virða þær leikreglur sem gilda á vinnumarkaði. Það ber að greiða laun í samræmi við kjarasamninga, gera ráðningarsamning og launaseðla. Jafnframt að skilað sé vinnuréttargjöldum, lífeyrissjóð og sköttum til hins opinbera. Því miður verðum við oft vitni að því sem störfum innan verkalýðshreyfingarinar að sannarlega er verið að hlunnfara fólk og eru sjálfboðaliðastörf þar á meðal. Dugir í þeim efnum að nefna vefsíður eins og workaway.info þar sem oft á tíðum má sjá auglýst eftir sjálfboðaliðum, til þess að sinna virðisaukandi störfum, án þess að til standi að greiða laun og fara að leikreglum vinnumarkaðarins. Ekki þarf að dvelja við málefnið lengi til þess að sjá þann skaða sem íslenskt samfélag ber af svona athæfi. Þetta grefur undan réttindum vinnandi fólks, hinu opinbera verður af tekjum sem meðal annars eru notaðar til þess að halda hér uppi samfélagi og innviðum og eðlileg samkeppnisstaða fyrirtækja skekkist. Á sama tíma og atvinnulífið er í vexti ættum við að horfa til þess að hafna óeðlilegri hagnýtingu sjálfboðaliða sem og öðrum félagslegun undirboðum á vinnumarkaði. Rétt eins og með önnur brot á vinnumarkaði þá vantar að eftirlitsaðilar fái ríkari heimildir og fjármagn og að við eflum eftirlitsstofnanir en frekar í stað þess að draga úr þeim. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Boltinn liggur hjá ríkisvaldinu en við sem samfélag getum tekið meðvitaða ákvörðun um að taka ekki þátt í undirboðum á vinnumarkaði. Höfundur er eftirlitsfulltrúi hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands og formaður ASÍ-UNG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Á hverjum degi eru auglýst ótal störf á vinnumarkaði. Ætla má að atvinnulífið sé í sókn og er það vel. Eins og með allt sem er vel eru einnig atriði sem er ábótavant. Á liðnum árum höfuð við séð í auknu mæli atvinnurekendur sem fá til sín fólk í sjálfboðastörf. Það sem er átt við með sjálfboðastöfum eru þau störf þar sem ekki eru greidd laun en innihalda mögulega fæði, uppihald og vasapeninga fyrir störfin. Algengast er að um sé að ræða ungt fólk af erlendu bergi brotið sem er í leit að ævintýrum og upplifun. En ævintýrið getur fljótt orðið að martröð og upplifunin neikvæð. Dæmi eru um að sjálfboðaliðar séu notaðir í efnahagslegri, virðisaukandi starfsemi. Slík notkun á sjálfboðaliðum skekkir heilbirgðan samkeppnismarkað og er á skjön við kjarasamninga og þær leikreglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði. Það er ekki undir neinum kringumstæðum eðlilegt að hagnýta sjálfboðaliða til starfa í ferðaþjónustu, á hestaleigum eða til blandaðra starfa á sveitabýlum, svo dæmi séu tekin. Séu sjálfboðaliðar fengnir til starfa í efnahagslegri, virðisaukandi starfsemi, ber að virða þær leikreglur sem gilda á vinnumarkaði. Það ber að greiða laun í samræmi við kjarasamninga, gera ráðningarsamning og launaseðla. Jafnframt að skilað sé vinnuréttargjöldum, lífeyrissjóð og sköttum til hins opinbera. Því miður verðum við oft vitni að því sem störfum innan verkalýðshreyfingarinar að sannarlega er verið að hlunnfara fólk og eru sjálfboðaliðastörf þar á meðal. Dugir í þeim efnum að nefna vefsíður eins og workaway.info þar sem oft á tíðum má sjá auglýst eftir sjálfboðaliðum, til þess að sinna virðisaukandi störfum, án þess að til standi að greiða laun og fara að leikreglum vinnumarkaðarins. Ekki þarf að dvelja við málefnið lengi til þess að sjá þann skaða sem íslenskt samfélag ber af svona athæfi. Þetta grefur undan réttindum vinnandi fólks, hinu opinbera verður af tekjum sem meðal annars eru notaðar til þess að halda hér uppi samfélagi og innviðum og eðlileg samkeppnisstaða fyrirtækja skekkist. Á sama tíma og atvinnulífið er í vexti ættum við að horfa til þess að hafna óeðlilegri hagnýtingu sjálfboðaliða sem og öðrum félagslegun undirboðum á vinnumarkaði. Rétt eins og með önnur brot á vinnumarkaði þá vantar að eftirlitsaðilar fái ríkari heimildir og fjármagn og að við eflum eftirlitsstofnanir en frekar í stað þess að draga úr þeim. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Boltinn liggur hjá ríkisvaldinu en við sem samfélag getum tekið meðvitaða ákvörðun um að taka ekki þátt í undirboðum á vinnumarkaði. Höfundur er eftirlitsfulltrúi hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands og formaður ASÍ-UNG.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar