Enn ekkert að frétta af félagi sem þúsundir Íslendinga eiga kröfu á Árni Sæberg skrifar 18. apríl 2024 18:08 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur sagt Seðlabankann hafa áhyggjur af Novis. Vísir/Arnar Seðlabanki Íslands hefur vakið athygli á því að slitastjóri hefur ekki enn verið skipaður yfir slóvakíska vátryggingafélaginu Novis, sem var svipt starfsleyfi fyrir tíu mánuðum. Sex til sjö þúsund Íslendingar hafa keypt tryggingarafurðir Novis og mikil óvissa ríkir um stöðu þeirra. Greint var frá því í byrjun júní í fyrra að slóvakíski seðlabankinn hefði afturkallað leyfi Novis og farið fram á það að félaginu yrði skipaður slitastjóri. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri sagði þá að algjör óvissa væri uppi um stöðu tryggingartaka hér á landi. Seðlabankinn sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem vakin er athygli á þeirri óvenjulegu stöðu sem uppi er í málinu. Þrátt fyrir að yfir tíu mánuðir séu liðnir frá því að starfsleyfi félagsins var afturkallað hafi slitastjóri enn ekki verið skipaður yfir félaginu. Málaferli tefja málið Í tilkynningunni segir að Seðlabanki Slóvakíu, NBS, hafi birt fréttatilkynningu þann 21. mars síðastliðinn um stöðu málsins. Í henni komi fram að NBS telji að skipan slitastjóra sé nauðsynlegt skref til að tryggja hagsmuni vátryggingartaka, en að ekki sé hægt að segja til um hvenær dómstólar komist að endanlegri niðurstöðu um skipan slitastjóra í ljósi annarra dómsmála sem rekin eru í tengslum við afturköllunina. Þar á meðal sé dómsmál sem Novis hefur höfðað þar sem félagið krefst ógildingar á ákvörðun NBS um afturköllunina. Í fréttatilkynningu NBS komi fram að yfirstandandi dómsmál hafi ekki áhrif á ákvörðun bankans um afturköllun starfsleyfisins og að hún standi enn. Staðan skýrist ekki fyrr en slitastjóri verður skipaður Seðlabanki Íslands bendir á að heimildir NBS til að hafa eftirlit með NOVIS séu takmarkaðar nú þegar starfsleyfi félagsins hefur verið afturkallað. Almennt sé gert ráð fyrir að slitastjóri sé skipaður í beinu framhaldi af afturköllun starfsleyfis, sem meðal annars tekur yfir stjórn félagsins. Staða þeirra sem hafa keypt vátryggingar Novis sé því töluverðri óvissu háð og muni ekki skýrast fyrr en slitastjóri hefur verið skipaður. Gera þurfi ráð fyrir þeim möguleika að það geti tafist enn frekar. „Í ljósi þeirrar fordæmalausu stöðu sem uppi er hvetur Seðlabanki Íslands vátryggingartaka hjá Novis til að fara yfir skilmála samninga sinna og kynna sér þau úrræði sem þeim standa til boða. Til dæmis er boðið upp á að taka hlé frá greiðslu iðgjalda, leysa hluta inneignar út eða leysa út alla inneign sem til staðar er með því að segja upp vátryggingarsamningi.“ Þar sem um mismunandi vátryggingarsamninga er að ræða megi vera ljóst að framangreind úrræði henta vátryggingartökum misvel. Ákveði vátryggingartakar að notfæra sér úrræðin sé jafnframt mikilvægt að hafa í huga að ákvæði skilmála vátryggingarsamninga kveða á um kostnað og gjöld sem dragast frá inneign vátryggingartaka. Seðlabankinn fylgist áfram náið með málum tengd Novis og muni veita uppfærðar upplýsingar eftir því sem framvinda þeirra gefur tilefni til. Seðlabanki Íslands áréttar þó að hann sé ekki í stöðu til að veita vátryggingartökum ráðgjöf um einstaka samninga og/eða hvort rétt sé að nýta framangreind úrræði. Tryggingar Slóvakía Seðlabankinn Tengdar fréttir Slóvakískt félag sem tryggði þúsundir Íslendinga svipt starfsleyfi Seðlabanki Slóvakíu hefur svipt líftryggingafélagið NOVIS starfsleyfinu en fyrirtækið hefur á síðustu árum tryggt þúsundir Íslendinga í gegnum miðlunina Tryggingar og ráðgjöf ehf., sem hefur haft drjúgar tekjur af samstarfinu. 6. júní 2023 10:02 Lögbannskröfu NOVIS gegn Seðlabankanum hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í kröfu slóvakíska vátryggingafélagsins NOVIS um að lögbann yrði lagt á að Seðlabanki Íslands birti grein um sölubann á fyrirtækið á vefsíðu sinni. Seðlabankinn var ekki talinn hafa farið út fyrir heimildir sínar sem eftirlitsaðili á vátryggingamarkaði. 6. apríl 2021 18:38 Framkvæmdastjóri Novis hristir höfuðið yfir tilkynningu Seðlabankans Framkvæmdastjóri slóvakíska tryggingafélagsins Novis segir alrangt að Seðlabanki Slóvakíu hafi gefið út bann við nýsölu vátrygginga eins og haldið er fram á heimasíðu Seðlabanka Íslands. 22. september 2020 15:07 Óvissa um stöðu Novis sem tryggir fimm þúsund manns hér á landi Rúmlega fimm þúsund manns hér á landi ættu að velta fyrir sér tryggingamálum sínum eftir að Seðlabanki Slóvakíu lagði tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða tryggingafélagsins Novis. 22. september 2020 11:34 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Greint var frá því í byrjun júní í fyrra að slóvakíski seðlabankinn hefði afturkallað leyfi Novis og farið fram á það að félaginu yrði skipaður slitastjóri. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri sagði þá að algjör óvissa væri uppi um stöðu tryggingartaka hér á landi. Seðlabankinn sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem vakin er athygli á þeirri óvenjulegu stöðu sem uppi er í málinu. Þrátt fyrir að yfir tíu mánuðir séu liðnir frá því að starfsleyfi félagsins var afturkallað hafi slitastjóri enn ekki verið skipaður yfir félaginu. Málaferli tefja málið Í tilkynningunni segir að Seðlabanki Slóvakíu, NBS, hafi birt fréttatilkynningu þann 21. mars síðastliðinn um stöðu málsins. Í henni komi fram að NBS telji að skipan slitastjóra sé nauðsynlegt skref til að tryggja hagsmuni vátryggingartaka, en að ekki sé hægt að segja til um hvenær dómstólar komist að endanlegri niðurstöðu um skipan slitastjóra í ljósi annarra dómsmála sem rekin eru í tengslum við afturköllunina. Þar á meðal sé dómsmál sem Novis hefur höfðað þar sem félagið krefst ógildingar á ákvörðun NBS um afturköllunina. Í fréttatilkynningu NBS komi fram að yfirstandandi dómsmál hafi ekki áhrif á ákvörðun bankans um afturköllun starfsleyfisins og að hún standi enn. Staðan skýrist ekki fyrr en slitastjóri verður skipaður Seðlabanki Íslands bendir á að heimildir NBS til að hafa eftirlit með NOVIS séu takmarkaðar nú þegar starfsleyfi félagsins hefur verið afturkallað. Almennt sé gert ráð fyrir að slitastjóri sé skipaður í beinu framhaldi af afturköllun starfsleyfis, sem meðal annars tekur yfir stjórn félagsins. Staða þeirra sem hafa keypt vátryggingar Novis sé því töluverðri óvissu háð og muni ekki skýrast fyrr en slitastjóri hefur verið skipaður. Gera þurfi ráð fyrir þeim möguleika að það geti tafist enn frekar. „Í ljósi þeirrar fordæmalausu stöðu sem uppi er hvetur Seðlabanki Íslands vátryggingartaka hjá Novis til að fara yfir skilmála samninga sinna og kynna sér þau úrræði sem þeim standa til boða. Til dæmis er boðið upp á að taka hlé frá greiðslu iðgjalda, leysa hluta inneignar út eða leysa út alla inneign sem til staðar er með því að segja upp vátryggingarsamningi.“ Þar sem um mismunandi vátryggingarsamninga er að ræða megi vera ljóst að framangreind úrræði henta vátryggingartökum misvel. Ákveði vátryggingartakar að notfæra sér úrræðin sé jafnframt mikilvægt að hafa í huga að ákvæði skilmála vátryggingarsamninga kveða á um kostnað og gjöld sem dragast frá inneign vátryggingartaka. Seðlabankinn fylgist áfram náið með málum tengd Novis og muni veita uppfærðar upplýsingar eftir því sem framvinda þeirra gefur tilefni til. Seðlabanki Íslands áréttar þó að hann sé ekki í stöðu til að veita vátryggingartökum ráðgjöf um einstaka samninga og/eða hvort rétt sé að nýta framangreind úrræði.
Tryggingar Slóvakía Seðlabankinn Tengdar fréttir Slóvakískt félag sem tryggði þúsundir Íslendinga svipt starfsleyfi Seðlabanki Slóvakíu hefur svipt líftryggingafélagið NOVIS starfsleyfinu en fyrirtækið hefur á síðustu árum tryggt þúsundir Íslendinga í gegnum miðlunina Tryggingar og ráðgjöf ehf., sem hefur haft drjúgar tekjur af samstarfinu. 6. júní 2023 10:02 Lögbannskröfu NOVIS gegn Seðlabankanum hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í kröfu slóvakíska vátryggingafélagsins NOVIS um að lögbann yrði lagt á að Seðlabanki Íslands birti grein um sölubann á fyrirtækið á vefsíðu sinni. Seðlabankinn var ekki talinn hafa farið út fyrir heimildir sínar sem eftirlitsaðili á vátryggingamarkaði. 6. apríl 2021 18:38 Framkvæmdastjóri Novis hristir höfuðið yfir tilkynningu Seðlabankans Framkvæmdastjóri slóvakíska tryggingafélagsins Novis segir alrangt að Seðlabanki Slóvakíu hafi gefið út bann við nýsölu vátrygginga eins og haldið er fram á heimasíðu Seðlabanka Íslands. 22. september 2020 15:07 Óvissa um stöðu Novis sem tryggir fimm þúsund manns hér á landi Rúmlega fimm þúsund manns hér á landi ættu að velta fyrir sér tryggingamálum sínum eftir að Seðlabanki Slóvakíu lagði tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða tryggingafélagsins Novis. 22. september 2020 11:34 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Slóvakískt félag sem tryggði þúsundir Íslendinga svipt starfsleyfi Seðlabanki Slóvakíu hefur svipt líftryggingafélagið NOVIS starfsleyfinu en fyrirtækið hefur á síðustu árum tryggt þúsundir Íslendinga í gegnum miðlunina Tryggingar og ráðgjöf ehf., sem hefur haft drjúgar tekjur af samstarfinu. 6. júní 2023 10:02
Lögbannskröfu NOVIS gegn Seðlabankanum hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í kröfu slóvakíska vátryggingafélagsins NOVIS um að lögbann yrði lagt á að Seðlabanki Íslands birti grein um sölubann á fyrirtækið á vefsíðu sinni. Seðlabankinn var ekki talinn hafa farið út fyrir heimildir sínar sem eftirlitsaðili á vátryggingamarkaði. 6. apríl 2021 18:38
Framkvæmdastjóri Novis hristir höfuðið yfir tilkynningu Seðlabankans Framkvæmdastjóri slóvakíska tryggingafélagsins Novis segir alrangt að Seðlabanki Slóvakíu hafi gefið út bann við nýsölu vátrygginga eins og haldið er fram á heimasíðu Seðlabanka Íslands. 22. september 2020 15:07
Óvissa um stöðu Novis sem tryggir fimm þúsund manns hér á landi Rúmlega fimm þúsund manns hér á landi ættu að velta fyrir sér tryggingamálum sínum eftir að Seðlabanki Slóvakíu lagði tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða tryggingafélagsins Novis. 22. september 2020 11:34