Leverkusen neitar að tapa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2024 21:00 Það var hart barist í leik kvöldsins en alls fóru 10 gul spjöld á loft. EPA-EFE/ANDY RAIN Bayer Leverkusen ætlar sér greinilega að fara taplaust í gegnum leiktíðina. Liðið er komið í undanúrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn West Ham United í Lundúnum. Leverkusen vann fyrri leik liðanna 2-0. Lærisveinar Xabi Alonso tryggðu sér þýska meistaratitilinn um liðna helgi þó enn séu fimm umferðir eftir í þýsku deildinni. Þá er liðið komið úrslit þýsku bikarkeppninnar og liðið var 2-0 yfir gegn West Ham í einvígi liðanna í Evrópudeildinni. Það virtist lengi vel líta út fyrir að fyrsta tap Leverkusen á leiktíðinni kæmi í Lundúnum en Michail Antonio kom Hömrunum yfir með skalla eftir sendingu Jarrod Bowen á 13. mínútu leiksins. Það reyndist eina mark leiksins þangað til ein mínúta var til loka venjulegs leiktíma. JERRRRRRY! #WHUB04 1:1 pic.twitter.com/f4Z8c3g6KF— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) April 18, 2024 Þá átti Jeremie Frimpong, hægri vængbakvörður Leverkusen, skot sem fór af varnarmanni og í netið. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur í kvöld. Leverkusen er komið í undanúrslit. Evrópudeild UEFA Fótbolti
Bayer Leverkusen ætlar sér greinilega að fara taplaust í gegnum leiktíðina. Liðið er komið í undanúrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn West Ham United í Lundúnum. Leverkusen vann fyrri leik liðanna 2-0. Lærisveinar Xabi Alonso tryggðu sér þýska meistaratitilinn um liðna helgi þó enn séu fimm umferðir eftir í þýsku deildinni. Þá er liðið komið úrslit þýsku bikarkeppninnar og liðið var 2-0 yfir gegn West Ham í einvígi liðanna í Evrópudeildinni. Það virtist lengi vel líta út fyrir að fyrsta tap Leverkusen á leiktíðinni kæmi í Lundúnum en Michail Antonio kom Hömrunum yfir með skalla eftir sendingu Jarrod Bowen á 13. mínútu leiksins. Það reyndist eina mark leiksins þangað til ein mínúta var til loka venjulegs leiktíma. JERRRRRRY! #WHUB04 1:1 pic.twitter.com/f4Z8c3g6KF— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) April 18, 2024 Þá átti Jeremie Frimpong, hægri vængbakvörður Leverkusen, skot sem fór af varnarmanni og í netið. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur í kvöld. Leverkusen er komið í undanúrslit.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti