Hákon Arnar lagði upp þegar Lille féll úr leik eftir vítaspyrnukeppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2024 19:45 Hákon Arnar í leik kvöldsins. Lille Hákon Arnar lagði upp þegar Lille féll úr leik eftir vítaspyrnukeppni Hákon Arnar Haraldsson lagði upp annað mark Lille þegar liðið mætti Aston Villa í 8-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Lille vann leikinn 2-1 og því þurfti að framlengja, þar sem ekkert var skorað þar var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem Villa hafði betur. Villa vann fyrri leik liðanna í Englandi 2-1 og því þurfti Lille að vinna með tveggja marka mun til að komast áfram. Um tíma stefndi í það en Yusuf Yazici kom Lille yfir eftir stundarfjórðung og Hákon Arnar lagði upp annað mark liðsins á 68. mínútu, Benjamin Andre með markið. Hákon var svo tekinn af velli á 77. mínútu. Hákon Arnar var eðlilega súr.Lille Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka skoraði Matty Cash fyrir Villa og lokatölur því 2-1. Ekkert var skorað í framlengingunni og vítaspyrnukeppni niðurstaðan. Þar brenndi Lille af tveimur spyrnum en gestirnir aðeins einni og Villa því komið í undanúrslit. Það vakti mikla athygli að Emi Martínez, markvörður Villa, fékk sitt annað gula spjald á meðan vítaspyrnukeppninni stóð en var engu að síður ekki rekinn upp í stúku. Sambandsdeild Evrópu Fótbolti
Hákon Arnar lagði upp þegar Lille féll úr leik eftir vítaspyrnukeppni Hákon Arnar Haraldsson lagði upp annað mark Lille þegar liðið mætti Aston Villa í 8-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Lille vann leikinn 2-1 og því þurfti að framlengja, þar sem ekkert var skorað þar var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem Villa hafði betur. Villa vann fyrri leik liðanna í Englandi 2-1 og því þurfti Lille að vinna með tveggja marka mun til að komast áfram. Um tíma stefndi í það en Yusuf Yazici kom Lille yfir eftir stundarfjórðung og Hákon Arnar lagði upp annað mark liðsins á 68. mínútu, Benjamin Andre með markið. Hákon var svo tekinn af velli á 77. mínútu. Hákon Arnar var eðlilega súr.Lille Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka skoraði Matty Cash fyrir Villa og lokatölur því 2-1. Ekkert var skorað í framlengingunni og vítaspyrnukeppni niðurstaðan. Þar brenndi Lille af tveimur spyrnum en gestirnir aðeins einni og Villa því komið í undanúrslit. Það vakti mikla athygli að Emi Martínez, markvörður Villa, fékk sitt annað gula spjald á meðan vítaspyrnukeppninni stóð en var engu að síður ekki rekinn upp í stúku.