Læknar sögðu Arnór heppinn að ekki skyldi hafa farið verr Aron Guðmundsson skrifar 18. apríl 2024 10:20 Arnór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Getty Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn Rovers, viðurkennir að undanfarnar vikur hafi verið mjög erfiðar fyrir sig. Skagamaðurinn var heppinn að ekki skyldi hafa farið verr er hann lenti í fólskulegri tæklingu í mikilvægum leik Íslands og Ísrael á dögunum. Tækling sem sér til þess að hann spilar ekki meira á tímabilinu. Arnór neyðist því til að fylgjast með úr stúkunni er liðsfélagar hans í enska B-deildar liðinu Blackburn Rovers róa lífróður í deildinni. „Þetta hefur gengið ágætlega,“ segir Arnór í samtali við Rovers TV aðspurður hvernig endurhæfingin gengi. „Það var hins vegar erfið vika að ganga í gegnum þegar að það varð ljóst að ég myndi missa af restinni af tímabilinu. En svona er fótboltinn. Endurhæfingin hefur þó gengið vel. Þetta er erfið staða að vera í. Sér í lagi vegna þess að staðan er þannig að við þurfum að berjast fyrir okkar. Hver leikur er mjög mikilvægur og að geta ekki lagt lóð á vogarskálarnar hefur verið mjög erfitt.“ Roy Revivo, leikmaður Ísrael, fékk réttilega að líta rauða spjaldið, í mikilvægum umspilsleik Íslands og Ísrael þann 21.mars síðastliðin, eftir fólskulegt brot á Arnóri þegar að rétt rúmlega stundarfjórðungur eftir lifði leiks. „Þetta var fáránleg tækling. Þegar að ég talaði við læknana eftir þetta atvik þá minntust þeir á það hversu heppinn ég hefði verið að þetta hefði ekki endað verra. Að ökklinn hefði ekki brotnað.“ Þó að aðstæðurnar séu ekki eins og best er á kosið kýs Arnór að líta á björtu hliðarnar. „Maður verður að horfa á það jákvæða í þessu. Fyrstu tvær vikurnar eftir þetta voru erfiðastar. Þær eru nú að baki. Þetta eru erfið meiðsli þar sem að þetta tengist liðböndum í ökklanum. Það tekur tíma að snúa til baka úr svona meiðslum. Við erum ekki með neina ákveðna dagsetningu í huga varðandi endurkomuna. Ég mun hins vegar ekki snúa aftur fyrir lok tímabilsins.“ Blackburn Rovers vann mikilvægan sigur á einu af toppliðum B-deildarinnar, Leeds United, í síðustu umferð. Sigurinn sér til þess að Blackburn situr í 17.sæti deildarinnar þegar að þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Fimm stigum frá fallsæti. Landslið karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira
Arnór neyðist því til að fylgjast með úr stúkunni er liðsfélagar hans í enska B-deildar liðinu Blackburn Rovers róa lífróður í deildinni. „Þetta hefur gengið ágætlega,“ segir Arnór í samtali við Rovers TV aðspurður hvernig endurhæfingin gengi. „Það var hins vegar erfið vika að ganga í gegnum þegar að það varð ljóst að ég myndi missa af restinni af tímabilinu. En svona er fótboltinn. Endurhæfingin hefur þó gengið vel. Þetta er erfið staða að vera í. Sér í lagi vegna þess að staðan er þannig að við þurfum að berjast fyrir okkar. Hver leikur er mjög mikilvægur og að geta ekki lagt lóð á vogarskálarnar hefur verið mjög erfitt.“ Roy Revivo, leikmaður Ísrael, fékk réttilega að líta rauða spjaldið, í mikilvægum umspilsleik Íslands og Ísrael þann 21.mars síðastliðin, eftir fólskulegt brot á Arnóri þegar að rétt rúmlega stundarfjórðungur eftir lifði leiks. „Þetta var fáránleg tækling. Þegar að ég talaði við læknana eftir þetta atvik þá minntust þeir á það hversu heppinn ég hefði verið að þetta hefði ekki endað verra. Að ökklinn hefði ekki brotnað.“ Þó að aðstæðurnar séu ekki eins og best er á kosið kýs Arnór að líta á björtu hliðarnar. „Maður verður að horfa á það jákvæða í þessu. Fyrstu tvær vikurnar eftir þetta voru erfiðastar. Þær eru nú að baki. Þetta eru erfið meiðsli þar sem að þetta tengist liðböndum í ökklanum. Það tekur tíma að snúa til baka úr svona meiðslum. Við erum ekki með neina ákveðna dagsetningu í huga varðandi endurkomuna. Ég mun hins vegar ekki snúa aftur fyrir lok tímabilsins.“ Blackburn Rovers vann mikilvægan sigur á einu af toppliðum B-deildarinnar, Leeds United, í síðustu umferð. Sigurinn sér til þess að Blackburn situr í 17.sæti deildarinnar þegar að þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Fimm stigum frá fallsæti.
Landslið karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira