Arteta segir að sigur á Bayern myndi breyta Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 15:01 Mikel Arteta er sannfærður um að Arsenal gæti breytt miklu fyrir félagið með því að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar. AP/Matthias Schrader Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar í kvöld myndi breyta öllu fyrir félagið. Arsenal mætir Bayern München í Þýskalandi í kvöld í seinni leik þeirra í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Arsenal hefur aldrei unnið Meistaradeildina og þetta tímabil er það fyrsta hjá félaginu í Meistaradeildinni í sjö ár. Arteta var spurður á því á blaðamannafundi hvort að sigur á Bayern í kvöld myndi fara með Arsenal upp á annað stig. Beating Bayern would be transformative for Arsenal - Arteta https://t.co/THKhuPAqKB— ESPN (@espnvipweb) April 17, 2024 „Algerlega. Það yrði ótrúlegt. Ef okkur tekst það á morgun (í kvöld) og komumst í undanúrslitin þá værum við búnir að afreka það sem félaginu hefur ekki tekist í fimmtán ár,“ sagði Mikel Arteta. Hann er á því að slík úrslit myndu breyta öllu fyrir Arsenal. Arteta segir að tapið á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um helgina myndi ekki skipta neinu máli í leiknum í kvöld. „Sá leikur mun ekki hafa nein áhrif á það hvernig þessi leikur fer. Menn þurfa að ná aftur upp einbeitingu, efla sjálfstraustið, traustið og átta sig á því að hvað við þurfum að gera til að komast áfram,“ sagði Arteta. „Ég vil að mínir menn hugsi fyrst og fremst að vera þeir sjálfir. Stundum viltu gera eitthvað en mótherjinn leyfir það ekki. Við erum með það á hreinu hvernig við viljum spila í þessum leik og hvar bestu möguleikarnir á sigri liggja,“ sagði Arteta. „Það er fullt af hlutum sem við getum gert til að skrifa söguna öðruvísi á morgun (í kvöld). Við vitum það og við þurfum mjög góða frammistöðu sem lið og sem einstaklingar til að komast í undanúrslitin,“ sagði Arteta. Leikur Bayern München og Arsenal hefst klukkan 19.00 og verður hann sýndur beint á Vodafone Sport. Leikur Manchester City og Real Madrid verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 en upphitun fyrir leiki dagsins hefst á sömu stöð klukkan 18.35. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Arsenal mætir Bayern München í Þýskalandi í kvöld í seinni leik þeirra í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Arsenal hefur aldrei unnið Meistaradeildina og þetta tímabil er það fyrsta hjá félaginu í Meistaradeildinni í sjö ár. Arteta var spurður á því á blaðamannafundi hvort að sigur á Bayern í kvöld myndi fara með Arsenal upp á annað stig. Beating Bayern would be transformative for Arsenal - Arteta https://t.co/THKhuPAqKB— ESPN (@espnvipweb) April 17, 2024 „Algerlega. Það yrði ótrúlegt. Ef okkur tekst það á morgun (í kvöld) og komumst í undanúrslitin þá værum við búnir að afreka það sem félaginu hefur ekki tekist í fimmtán ár,“ sagði Mikel Arteta. Hann er á því að slík úrslit myndu breyta öllu fyrir Arsenal. Arteta segir að tapið á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um helgina myndi ekki skipta neinu máli í leiknum í kvöld. „Sá leikur mun ekki hafa nein áhrif á það hvernig þessi leikur fer. Menn þurfa að ná aftur upp einbeitingu, efla sjálfstraustið, traustið og átta sig á því að hvað við þurfum að gera til að komast áfram,“ sagði Arteta. „Ég vil að mínir menn hugsi fyrst og fremst að vera þeir sjálfir. Stundum viltu gera eitthvað en mótherjinn leyfir það ekki. Við erum með það á hreinu hvernig við viljum spila í þessum leik og hvar bestu möguleikarnir á sigri liggja,“ sagði Arteta. „Það er fullt af hlutum sem við getum gert til að skrifa söguna öðruvísi á morgun (í kvöld). Við vitum það og við þurfum mjög góða frammistöðu sem lið og sem einstaklingar til að komast í undanúrslitin,“ sagði Arteta. Leikur Bayern München og Arsenal hefst klukkan 19.00 og verður hann sýndur beint á Vodafone Sport. Leikur Manchester City og Real Madrid verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 en upphitun fyrir leiki dagsins hefst á sömu stöð klukkan 18.35.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira