„Náðum að keyra upp hraðann á réttum mómentum“ Stefán Marteinn skrifar 16. apríl 2024 21:55 Rúnar Ingi Erlingsson og Jana Falsdóttir. Vísir/Diego Njarðvík kjöldróg Valsliðið í Ljónagryfjunni í kvöld 92-59 þegar liðin mættust í þriðja leik í 8-liða úrslitum Subway deildar kvenna í körfubolta. „Virkilega ánægður með svarið frá mínu liði og svarið í að framkvæma þá hluti sem að við erum búnar að eyða síðustu þremur dögum í að fara yfir og greina aðeins. Þannig ég er bara virkilega ánægður með heildar frammistöðuna.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. Eftir óvænt tap í leik tvö á Hlíðarenda var mikilvægt að svara fyrir frammistöðuna í leik kvöldsins. „Það skiptir öllu máli. Góð lið gera þetta, láta ekki slá sig útaf laginu. Auðvitað bráðnauðsynlegt að mæta hérna og verja heimavöllinn og nú erum við aftur komnar í bílstjórasætið og getum klárað einvígið í N1 höllinni á föstudaginn. Það var því lífsnauðsynlegt fyrir okkur að klára þetta hérna í kvöld.“ „Við náðum að keyra upp hraðan á réttum mómentum og hlaupa í bakið á þeim og við vorum með 16 stoðsendingar útaf því að við erum með mjög gott körfuboltalið og það mun alltaf vera lykillinn af því þegar við spilum okkar bestu leiki að fá alla með í það sem að við erum að gera. Okkar markmið er að búa til há prósentu skot og mér finnst við ennþá geta gert betur því Vals vörnin tekur ýmislegt í burtu frá okkur en skilur eftir mörg svæði opin og við þurfum að vera með meiri stöðugleika í 40 mínútur að finna þessi svæði.“ Sagði Rúnar Ingi aðspurður um hvað það væri sem hafi tryggt sigurinn í kvöld. Rúnar Ingi var ekki sáttur með sitt lið eftir leik tvö og vonast til þess að hans lið verði betur undirbúnar andlega fyrir leikinn í N1 höllinni næst. „Ég kastaði reyndar boltanum hérna í vegg hérna fyrir tveimur dögum síðan aðeins til að vekja þær. Kannski ég geri það aftur bara svona upp á gamanið, ég er hjátrúarfullur. Heilt yfir býst ég bara við því að við fáum núna tvo daga á milli að við höldum áfram einbeittar. Við vitum að þær munu koma og berja á okkur, þær munu koma með mikla stemningu og selja sig til síðasta blóðdropa.Við þurfum að svara því og vera miklu tilbúnari andlega fyrir það heldur en við vorum í leik tvö.“ Rúnar Ingi kallar eftir stuðning frá Njarðvíkingum. „Það skiptir öllu máli. Þetta á líka að vera skemmtilegasti tími ársins og yfirleitt í Íslensku íþróttalífi þá er munur. Mér finnst ekkert rosalega mikill munur. Njarðvíkingar þurfa bara að rífa sig í gang og við erum með íþróttafélag sem er að setja ótrúlegan metnað í bæði kvenna og karla starfsemina sem mér finnst frábært að vera þátttakandi af. Mér finnst áhorfendurnir hér í kvöld, við getum gert svo miklu betur en credit á alla sem mættu hérna í kvöld og fengu sé börger og komu en við þurfum að gera miklu betur því mér finnst stelpurnar mínar eiga miklu betra skilið. “ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
„Virkilega ánægður með svarið frá mínu liði og svarið í að framkvæma þá hluti sem að við erum búnar að eyða síðustu þremur dögum í að fara yfir og greina aðeins. Þannig ég er bara virkilega ánægður með heildar frammistöðuna.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. Eftir óvænt tap í leik tvö á Hlíðarenda var mikilvægt að svara fyrir frammistöðuna í leik kvöldsins. „Það skiptir öllu máli. Góð lið gera þetta, láta ekki slá sig útaf laginu. Auðvitað bráðnauðsynlegt að mæta hérna og verja heimavöllinn og nú erum við aftur komnar í bílstjórasætið og getum klárað einvígið í N1 höllinni á föstudaginn. Það var því lífsnauðsynlegt fyrir okkur að klára þetta hérna í kvöld.“ „Við náðum að keyra upp hraðan á réttum mómentum og hlaupa í bakið á þeim og við vorum með 16 stoðsendingar útaf því að við erum með mjög gott körfuboltalið og það mun alltaf vera lykillinn af því þegar við spilum okkar bestu leiki að fá alla með í það sem að við erum að gera. Okkar markmið er að búa til há prósentu skot og mér finnst við ennþá geta gert betur því Vals vörnin tekur ýmislegt í burtu frá okkur en skilur eftir mörg svæði opin og við þurfum að vera með meiri stöðugleika í 40 mínútur að finna þessi svæði.“ Sagði Rúnar Ingi aðspurður um hvað það væri sem hafi tryggt sigurinn í kvöld. Rúnar Ingi var ekki sáttur með sitt lið eftir leik tvö og vonast til þess að hans lið verði betur undirbúnar andlega fyrir leikinn í N1 höllinni næst. „Ég kastaði reyndar boltanum hérna í vegg hérna fyrir tveimur dögum síðan aðeins til að vekja þær. Kannski ég geri það aftur bara svona upp á gamanið, ég er hjátrúarfullur. Heilt yfir býst ég bara við því að við fáum núna tvo daga á milli að við höldum áfram einbeittar. Við vitum að þær munu koma og berja á okkur, þær munu koma með mikla stemningu og selja sig til síðasta blóðdropa.Við þurfum að svara því og vera miklu tilbúnari andlega fyrir það heldur en við vorum í leik tvö.“ Rúnar Ingi kallar eftir stuðning frá Njarðvíkingum. „Það skiptir öllu máli. Þetta á líka að vera skemmtilegasti tími ársins og yfirleitt í Íslensku íþróttalífi þá er munur. Mér finnst ekkert rosalega mikill munur. Njarðvíkingar þurfa bara að rífa sig í gang og við erum með íþróttafélag sem er að setja ótrúlegan metnað í bæði kvenna og karla starfsemina sem mér finnst frábært að vera þátttakandi af. Mér finnst áhorfendurnir hér í kvöld, við getum gert svo miklu betur en credit á alla sem mættu hérna í kvöld og fengu sé börger og komu en við þurfum að gera miklu betur því mér finnst stelpurnar mínar eiga miklu betra skilið. “
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira