„Náðum að valta yfir þær í seinni hálfleik“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. apríl 2024 21:22 Lalli fer yfir málin með sínum konum í Smáranum fyrr í vetur Vísir/Hulda Margrét Það var sigurreifur og kampakátur Þorleifur Ólafsson sem mætti í viðtal eftir sigur hans kvenna í Grindavík á Þór í Smáranum í kvöld, 93-75. Sópurinn á loft og Grindavík komið nokkuð örugglega í 4-liða úrslit Subway-deildar kvenna. „Ég talaði um í hálfleik að við þyrftum að læsa þessu almennilega. Við vorum með lítil móment sem komu, það var rosalega gaman og allir að fagna en við náðum ekki alveg að drepa þetta. Það er kannski vegna þess að Þór er hörkulið og gefst ekki upp. En svo í seinni hálfleik, eins og þessir leikir hafa kannski þróast, þá erum við sterkari á svellinu í þriðja og fjórða leikhluta. Við bara héldum áfram og „náðum að valta yfir þær í seinni hálfleik.“ Það voru nokkir athyglisverðir dómar sem féllu í kvöld og Lalli var ekki alltaf parsáttur með ákvarðarnir dómaranna í kvöld, en Grindavík fékk dæmdar á sig 20 villur gegn 13 og Danielle Rodriguez fór út af með fimm villur í þriðja leikhluta. Lalli var engu að síður mjög diplómatískur í svörum um dómgæsluna, enda kannski engin ástæða til að væla yfir dómgæslu þegar maður vinnur leikinn, jafnvel þó svo að aðrir Lallar velji að gera það. „Þeir eru að gera sitt besta. Ég trúi því og ég veit það. Það er rétt hjá þér, ég var ekkert sammála mjög mörgu þarna. En við unnum. Þeir stóðu sig vel og við stóðum okkur vel og ég er bara sáttur.“ Þórsarar voru með áðurnefnda Dani í strangri gæslu og hún skoraði ekki jafn mikið og í síðustu leikjum en gaf engu að síður ellefu stoðsendingar. Aðrir leikmenn Grindavíkur stigu sömuleiðis upp og röðuðu niður stigum í staðinn. „Dani er líka bara klók að því leytinu til að hún sá hvað var í gangi. Þær voru ekki að skipta og Eva var alveg á henni. Þegar Dani var að skrína þá hélt hún skríninu og þá urðu þær galopnar. Þegar hún var að keyra inn í teiginn voru þær að þjappa teiginn og þá var hún að gefa hann út. Yfir heildina vorum við að láta boltann ganga rosalega vel og margar sem skoruðu. Frábært að sjá að við vorum gott lið sóknarlega og ég hef verið að kalla svolítið eftir því að við séum að deila boltanum svolítið.“ Lalli var ekki tilbúinn að spá neitt í næstu umferð enda ekki komið á hreint hverjir andstæðingar Grindavíkur verða. „Það er of snemmt því þetta er ekki svona „bracket“ eins og við þekkjum í Bandaríkjunum.“ Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
„Ég talaði um í hálfleik að við þyrftum að læsa þessu almennilega. Við vorum með lítil móment sem komu, það var rosalega gaman og allir að fagna en við náðum ekki alveg að drepa þetta. Það er kannski vegna þess að Þór er hörkulið og gefst ekki upp. En svo í seinni hálfleik, eins og þessir leikir hafa kannski þróast, þá erum við sterkari á svellinu í þriðja og fjórða leikhluta. Við bara héldum áfram og „náðum að valta yfir þær í seinni hálfleik.“ Það voru nokkir athyglisverðir dómar sem féllu í kvöld og Lalli var ekki alltaf parsáttur með ákvarðarnir dómaranna í kvöld, en Grindavík fékk dæmdar á sig 20 villur gegn 13 og Danielle Rodriguez fór út af með fimm villur í þriðja leikhluta. Lalli var engu að síður mjög diplómatískur í svörum um dómgæsluna, enda kannski engin ástæða til að væla yfir dómgæslu þegar maður vinnur leikinn, jafnvel þó svo að aðrir Lallar velji að gera það. „Þeir eru að gera sitt besta. Ég trúi því og ég veit það. Það er rétt hjá þér, ég var ekkert sammála mjög mörgu þarna. En við unnum. Þeir stóðu sig vel og við stóðum okkur vel og ég er bara sáttur.“ Þórsarar voru með áðurnefnda Dani í strangri gæslu og hún skoraði ekki jafn mikið og í síðustu leikjum en gaf engu að síður ellefu stoðsendingar. Aðrir leikmenn Grindavíkur stigu sömuleiðis upp og röðuðu niður stigum í staðinn. „Dani er líka bara klók að því leytinu til að hún sá hvað var í gangi. Þær voru ekki að skipta og Eva var alveg á henni. Þegar Dani var að skrína þá hélt hún skríninu og þá urðu þær galopnar. Þegar hún var að keyra inn í teiginn voru þær að þjappa teiginn og þá var hún að gefa hann út. Yfir heildina vorum við að láta boltann ganga rosalega vel og margar sem skoruðu. Frábært að sjá að við vorum gott lið sóknarlega og ég hef verið að kalla svolítið eftir því að við séum að deila boltanum svolítið.“ Lalli var ekki tilbúinn að spá neitt í næstu umferð enda ekki komið á hreint hverjir andstæðingar Grindavíkur verða. „Það er of snemmt því þetta er ekki svona „bracket“ eins og við þekkjum í Bandaríkjunum.“
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli