Keanu Reeves mun leika helsta keppinaut Sonic Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. apríl 2024 15:42 Keanu Reeves gerir allt að gulli sem hann snertir þessa dagana. EPA-EFE/TOLGA AKMEN Kanadíski leikarinn Keanu Reeves mun fara með hlutverk í þriðju myndinni um tölvuleikjapersónuna Sonic the Hedgehog. Hann mun talsetja einn helsta keppinaut Sonic, sem ber heitið Shadow. Þetta kemur fram í umfjöllun Variety. Þar kemur fram að Ben Schwartz muni fara með hlutverk Sonic í þriðja sinn og að Jim Carrey muni einnig mæta til leiks aftur sem illmennið Dr. Robotnik. Shadow er keimlíkur Sonic en er svartur að lit en ekki blár. Sega Tölvuleikjapersónan er ein sú þekktasta í heimi og gerði tölvuleikjafyrirtækið Sega garðinn frægan með persónunni á tíunda áratug síðustu aldar. Fram kemur í umfjöllun Variety að kvikmyndaverið Paramount Pictures hafi malað gull á myndunum um persónuna en þær hafa alls halað inn rúmum átta hundruð milljónum Bandaríkjadollara. Fram kemur í frétt miðilsins að Keanu Reeves hafi nóg að gera á næstunni og að frægðarsól hans hafi aldrei skinið skærar. Hann mun næst leika í John Wick framhaldinu Ballerina ásamt Ana de Armas og kvikmyndinni Good Fortune ásamt Azis Ansari, Seth Rogen, Keke Palmer og Söndruh Oh. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Variety. Þar kemur fram að Ben Schwartz muni fara með hlutverk Sonic í þriðja sinn og að Jim Carrey muni einnig mæta til leiks aftur sem illmennið Dr. Robotnik. Shadow er keimlíkur Sonic en er svartur að lit en ekki blár. Sega Tölvuleikjapersónan er ein sú þekktasta í heimi og gerði tölvuleikjafyrirtækið Sega garðinn frægan með persónunni á tíunda áratug síðustu aldar. Fram kemur í umfjöllun Variety að kvikmyndaverið Paramount Pictures hafi malað gull á myndunum um persónuna en þær hafa alls halað inn rúmum átta hundruð milljónum Bandaríkjadollara. Fram kemur í frétt miðilsins að Keanu Reeves hafi nóg að gera á næstunni og að frægðarsól hans hafi aldrei skinið skærar. Hann mun næst leika í John Wick framhaldinu Ballerina ásamt Ana de Armas og kvikmyndinni Good Fortune ásamt Azis Ansari, Seth Rogen, Keke Palmer og Söndruh Oh.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira