Keanu Reeves mun leika helsta keppinaut Sonic Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. apríl 2024 15:42 Keanu Reeves gerir allt að gulli sem hann snertir þessa dagana. EPA-EFE/TOLGA AKMEN Kanadíski leikarinn Keanu Reeves mun fara með hlutverk í þriðju myndinni um tölvuleikjapersónuna Sonic the Hedgehog. Hann mun talsetja einn helsta keppinaut Sonic, sem ber heitið Shadow. Þetta kemur fram í umfjöllun Variety. Þar kemur fram að Ben Schwartz muni fara með hlutverk Sonic í þriðja sinn og að Jim Carrey muni einnig mæta til leiks aftur sem illmennið Dr. Robotnik. Shadow er keimlíkur Sonic en er svartur að lit en ekki blár. Sega Tölvuleikjapersónan er ein sú þekktasta í heimi og gerði tölvuleikjafyrirtækið Sega garðinn frægan með persónunni á tíunda áratug síðustu aldar. Fram kemur í umfjöllun Variety að kvikmyndaverið Paramount Pictures hafi malað gull á myndunum um persónuna en þær hafa alls halað inn rúmum átta hundruð milljónum Bandaríkjadollara. Fram kemur í frétt miðilsins að Keanu Reeves hafi nóg að gera á næstunni og að frægðarsól hans hafi aldrei skinið skærar. Hann mun næst leika í John Wick framhaldinu Ballerina ásamt Ana de Armas og kvikmyndinni Good Fortune ásamt Azis Ansari, Seth Rogen, Keke Palmer og Söndruh Oh. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Variety. Þar kemur fram að Ben Schwartz muni fara með hlutverk Sonic í þriðja sinn og að Jim Carrey muni einnig mæta til leiks aftur sem illmennið Dr. Robotnik. Shadow er keimlíkur Sonic en er svartur að lit en ekki blár. Sega Tölvuleikjapersónan er ein sú þekktasta í heimi og gerði tölvuleikjafyrirtækið Sega garðinn frægan með persónunni á tíunda áratug síðustu aldar. Fram kemur í umfjöllun Variety að kvikmyndaverið Paramount Pictures hafi malað gull á myndunum um persónuna en þær hafa alls halað inn rúmum átta hundruð milljónum Bandaríkjadollara. Fram kemur í frétt miðilsins að Keanu Reeves hafi nóg að gera á næstunni og að frægðarsól hans hafi aldrei skinið skærar. Hann mun næst leika í John Wick framhaldinu Ballerina ásamt Ana de Armas og kvikmyndinni Good Fortune ásamt Azis Ansari, Seth Rogen, Keke Palmer og Söndruh Oh.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira