Vann sig upp úr þunglyndi með sænskum hugarþjálfara: „Ég varð bara önnur manneskja“ Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2024 08:02 Patrik Johannesen er mættur aftur út á völl eftir langa bið. vísir/Einar Færeyski landsliðsmaðurinn Patrik Johannesen gekk í gegnum erfiða tíma eftir að hafa slitið krossband í hné fyrir ári síðan. Hann er nú byrjaður að spila að nýju fyrir Breiðablik, í Bestu deildinni í fótbolta. Patrik kom inn á sem varamaður gegn Vestra um síðustu helgi og er spenntur fyrir sumrinu eftir afar erfitt ár. Til að vinna sig út úr þunglyndi sem fylgdi meiðslunum fékk hann góða aðstoð hugarþjálfara færeyska landsliðsins, hins sænska Igor Ardoris. „Hausinn var farinn í fyrra, og það má kalla það þunglyndi. Maður er ekki vanur að vera fyrir utan og horfa á alla hina leikmennina. Fyrsti leikurinn eftir þetta var gegn Víkingi á Kópavogsvelli og ég var lagður af stað heim eftir tíu mínútur, og gat ekki horft á þetta. Þannig var þetta í byrjun en svo sætti ég mig við stöðuna og fókusaði á að komast til baka,“ sagði Patrik á Kópavogsvelli í gær. „Lágpunkturinn var að missa af Evrópukeppninni“ Hann segir vinnuna með hugarþjálfaranum Ardoris hafa hjálpað sér mikið. „Við fórum að tala saman tvisvar í viku, í átta vikur, og það hentaði mér mjög vel að tala við hann um allt – bæði lífið og fótboltann. Hann er mjög góður. Ég varð bara önnur manneskja eftir þessar átta vikur með honum. Hausinn komst á réttan stað og ég gat haldið fókus á að koma til baka eftir meiðslin. Lágpunkturinn var að missa af Evrópukeppninni. Ég hafði prófað það með Klaksvík og komist í umspil, en núna var Breiðablik í riðlakeppni og það var erfiðast að missa af þeim leikjum. Við verðum bara að komast þangað aftur,“ sagði Patrik og brosti. Orðinn svolítið þreyttur á styrktarþjálfaranum Hann nýtti sér ekki bara aðstoð fyrir andlega styrkinn heldur kynntist líkamsstyrktarþjálfurum og sjúkraþjálfurum Breiðabliks vel síðustu misseri. „Ég var með Aroni Má [Björnssyni] í fyrra og var orðinn svolítið þreyttur á honum þarna í lok desember. Við vorum alltaf saman, og áttum mjög gott samstarf. Núna er Helgi [Jónas Guðfinnsson] kominn og það er eins varðandi hann. Helgi er mjög duglegur að vinna með mig til að fá mig til baka í toppstandi. Ég tek mínúturnar sem ég fæ og æfi eins mikið og ég get.“ Patrik fékk að spila tíu mínútur gegn Vestra á laugardaginn, í 4-0 sigri, og smám saman ættu stuðningsmenn Blika að fá að sjá manninn sem raðaði inn mörkum fyrir Keflavík og er landsliðsmaður Færeyja. „Þetta var geggjað. Tilfinningin eftir leik var mjög góð,“ sagði Patrik um leikinn á laugardag. Patrik fór að skellihlæja í tengslum við spurningar um hjúskaparstöðu. Hann er á lausu og hægt að finna hann á Instagram.vísir/Einar „Þetta var mjög erfitt í fyrra – að missa af Evrópukeppninni og öllum skemmtilegu leikjunum sem Breiðablik spilaði. Það er líka búið að vera erfitt að komast til baka, og missa af öllum leikjunum á undirbúningstímabilinu út af smá meiðslum. En núna held ég að staðan sé frábær.“ Patrik náði að spila fimm deildarleiki í fyrravor, undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Fyrstu fimm leikirnir með Blikum í fyrra voru mjög fínir fyrir mig. Ég var kominn með mark og stoðsendingu en svo fór krossbandið og það var mjög erfitt að missa allt tímabilið. Ég hef aldrei meiðst svona, fyrr á ferlinum. Ég fékk mikið traust frá Óskari og það var mjög erfitt fyrir mig að missa af öllu sem ég hafði ætlað mér með Breiðabliki,“ sagði Patrik sem er hins vegar einnig mjög ánægður undir stjórn Halldórs Árnasonar. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Patrik kom inn á sem varamaður gegn Vestra um síðustu helgi og er spenntur fyrir sumrinu eftir afar erfitt ár. Til að vinna sig út úr þunglyndi sem fylgdi meiðslunum fékk hann góða aðstoð hugarþjálfara færeyska landsliðsins, hins sænska Igor Ardoris. „Hausinn var farinn í fyrra, og það má kalla það þunglyndi. Maður er ekki vanur að vera fyrir utan og horfa á alla hina leikmennina. Fyrsti leikurinn eftir þetta var gegn Víkingi á Kópavogsvelli og ég var lagður af stað heim eftir tíu mínútur, og gat ekki horft á þetta. Þannig var þetta í byrjun en svo sætti ég mig við stöðuna og fókusaði á að komast til baka,“ sagði Patrik á Kópavogsvelli í gær. „Lágpunkturinn var að missa af Evrópukeppninni“ Hann segir vinnuna með hugarþjálfaranum Ardoris hafa hjálpað sér mikið. „Við fórum að tala saman tvisvar í viku, í átta vikur, og það hentaði mér mjög vel að tala við hann um allt – bæði lífið og fótboltann. Hann er mjög góður. Ég varð bara önnur manneskja eftir þessar átta vikur með honum. Hausinn komst á réttan stað og ég gat haldið fókus á að koma til baka eftir meiðslin. Lágpunkturinn var að missa af Evrópukeppninni. Ég hafði prófað það með Klaksvík og komist í umspil, en núna var Breiðablik í riðlakeppni og það var erfiðast að missa af þeim leikjum. Við verðum bara að komast þangað aftur,“ sagði Patrik og brosti. Orðinn svolítið þreyttur á styrktarþjálfaranum Hann nýtti sér ekki bara aðstoð fyrir andlega styrkinn heldur kynntist líkamsstyrktarþjálfurum og sjúkraþjálfurum Breiðabliks vel síðustu misseri. „Ég var með Aroni Má [Björnssyni] í fyrra og var orðinn svolítið þreyttur á honum þarna í lok desember. Við vorum alltaf saman, og áttum mjög gott samstarf. Núna er Helgi [Jónas Guðfinnsson] kominn og það er eins varðandi hann. Helgi er mjög duglegur að vinna með mig til að fá mig til baka í toppstandi. Ég tek mínúturnar sem ég fæ og æfi eins mikið og ég get.“ Patrik fékk að spila tíu mínútur gegn Vestra á laugardaginn, í 4-0 sigri, og smám saman ættu stuðningsmenn Blika að fá að sjá manninn sem raðaði inn mörkum fyrir Keflavík og er landsliðsmaður Færeyja. „Þetta var geggjað. Tilfinningin eftir leik var mjög góð,“ sagði Patrik um leikinn á laugardag. Patrik fór að skellihlæja í tengslum við spurningar um hjúskaparstöðu. Hann er á lausu og hægt að finna hann á Instagram.vísir/Einar „Þetta var mjög erfitt í fyrra – að missa af Evrópukeppninni og öllum skemmtilegu leikjunum sem Breiðablik spilaði. Það er líka búið að vera erfitt að komast til baka, og missa af öllum leikjunum á undirbúningstímabilinu út af smá meiðslum. En núna held ég að staðan sé frábær.“ Patrik náði að spila fimm deildarleiki í fyrravor, undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Fyrstu fimm leikirnir með Blikum í fyrra voru mjög fínir fyrir mig. Ég var kominn með mark og stoðsendingu en svo fór krossbandið og það var mjög erfitt að missa allt tímabilið. Ég hef aldrei meiðst svona, fyrr á ferlinum. Ég fékk mikið traust frá Óskari og það var mjög erfitt fyrir mig að missa af öllu sem ég hafði ætlað mér með Breiðabliki,“ sagði Patrik sem er hins vegar einnig mjög ánægður undir stjórn Halldórs Árnasonar.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“