„Allir sem eru búnir að sjá þetta aftur segja mér hvernig þetta hefði átt að vera“ Sverrir Mar Smárason skrifar 15. apríl 2024 22:10 Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var að vonum svekktur með 0-1 tap síns liðs gegn Víkingi í kvöld. Þjálfaranum, ásamt mörgum öðrum, fannst Fram eiga meira skilið úr leiknum. „Já ég er mjög svekktur með niðurstöðuna. Víkingarnir áttu eitt skot á markið og það fór í netið. Eina sem fór á rammann held ég alveg örugglega. Þeir eru vissulega meira með boltann og allt það en við sköpum meira en þeir,“ sagði Rúnar. Fram hafði góð tök á leiknum og stýrði honum að mörgu leyti með góðum og öguðum varnarleik. Víkingar áttu erfitt með að opna Framliðið í kvöld. Fram skoraði mark í fyrri hálfleik sem var dæmt af, það mark hefði átt að standa. „Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur. Allir sem eru búnir að sjá þetta aftur segja mér hvernig þetta hefði átt að vera. Eins og ég segi alltaf þá verðuru að vera viss í þinni sök ef þú ætlar að taka mark, dæma rangstöðu eða dæma eitthvað bara almennt hvar sem það er á vellinum. Hann var viss og dæmdi, hann virtist hafa séð hendi og við getum ekki breytt því,“ sagði Rúnar um markið. Fram vildi fá víti í stöðunni 0-1 á 79. mínútu þegar Guðmundur Magnússon fór niður í teignum eftir baráttu við Halldór Smára. Jóhann Ingi, dómari leiksins var ekki á því máli. „Gummi vildi fá víti, hann var þarna og þeir sem stóðu í kringum hann líka. Það er hægt að skoða þetta með vídjóum og sannreyna hvort við hefðum átt að fá víti eða ekki en það breytir því ekki að við fáum ekki víti núna. Leikurinn er búinn. Við erum svekktir og ég er ofboðslega stoltur af liðinu fyrir frammistöðuna. Við vitum að Víkingar eru með eitt besta lið í deildinni. Við náðum allavega að stoppa þá í þeirra sóknaraðgerðum og hræða þá aðeins. Það gefur okkur því miður ekkert í dag. Við hefðum getað nýtt færin okkar betur og getum kennt sjálfum okkur um. Við getum ekki skellt skuldinni á einn mann og við viljum ekki gera það,“ sagði Rúnar og átti þar við um dómara leiksins. Frammistaða liðsins hefur verið mjög góð í fyrstu tveimur leikjum mótsins en Rúnar vill meina að það þurfi ekki mikið til að hlutirnir snúist. „Þetta er svo fljótt að snúast í höndunum á fólki. Við þurfum bara að halda áfram að leggja okkur eins mikið fram og við gerðum í dag og þá getum við strítt öllum liðum. Við erum ekkert að horfa of langt fram í tímann. Við erum sáttir við fyrsta leikinn og sáttir við frammistöðuna í dag en það er bara næsti leikur sem telur. Ef þú tapar honum líka þá fer brosið af manni,“ sagði Rúnar að lokum. Besta deild karla Fram Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45 Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
„Já ég er mjög svekktur með niðurstöðuna. Víkingarnir áttu eitt skot á markið og það fór í netið. Eina sem fór á rammann held ég alveg örugglega. Þeir eru vissulega meira með boltann og allt það en við sköpum meira en þeir,“ sagði Rúnar. Fram hafði góð tök á leiknum og stýrði honum að mörgu leyti með góðum og öguðum varnarleik. Víkingar áttu erfitt með að opna Framliðið í kvöld. Fram skoraði mark í fyrri hálfleik sem var dæmt af, það mark hefði átt að standa. „Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur. Allir sem eru búnir að sjá þetta aftur segja mér hvernig þetta hefði átt að vera. Eins og ég segi alltaf þá verðuru að vera viss í þinni sök ef þú ætlar að taka mark, dæma rangstöðu eða dæma eitthvað bara almennt hvar sem það er á vellinum. Hann var viss og dæmdi, hann virtist hafa séð hendi og við getum ekki breytt því,“ sagði Rúnar um markið. Fram vildi fá víti í stöðunni 0-1 á 79. mínútu þegar Guðmundur Magnússon fór niður í teignum eftir baráttu við Halldór Smára. Jóhann Ingi, dómari leiksins var ekki á því máli. „Gummi vildi fá víti, hann var þarna og þeir sem stóðu í kringum hann líka. Það er hægt að skoða þetta með vídjóum og sannreyna hvort við hefðum átt að fá víti eða ekki en það breytir því ekki að við fáum ekki víti núna. Leikurinn er búinn. Við erum svekktir og ég er ofboðslega stoltur af liðinu fyrir frammistöðuna. Við vitum að Víkingar eru með eitt besta lið í deildinni. Við náðum allavega að stoppa þá í þeirra sóknaraðgerðum og hræða þá aðeins. Það gefur okkur því miður ekkert í dag. Við hefðum getað nýtt færin okkar betur og getum kennt sjálfum okkur um. Við getum ekki skellt skuldinni á einn mann og við viljum ekki gera það,“ sagði Rúnar og átti þar við um dómara leiksins. Frammistaða liðsins hefur verið mjög góð í fyrstu tveimur leikjum mótsins en Rúnar vill meina að það þurfi ekki mikið til að hlutirnir snúist. „Þetta er svo fljótt að snúast í höndunum á fólki. Við þurfum bara að halda áfram að leggja okkur eins mikið fram og við gerðum í dag og þá getum við strítt öllum liðum. Við erum ekkert að horfa of langt fram í tímann. Við erum sáttir við fyrsta leikinn og sáttir við frammistöðuna í dag en það er bara næsti leikur sem telur. Ef þú tapar honum líka þá fer brosið af manni,“ sagði Rúnar að lokum.
Besta deild karla Fram Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45 Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45