Halla Hrund tvö- til þrefaldar fylgi sitt Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. apríl 2024 19:20 Halla Hrund Logadóttir margfaldar fylgi sitt milli kannana samkæmt nýjustu könnun Prósents. Grafík/Sara Halla Hrund Logadóttir tvö til þrefaldar fylgi sitt milli kannana á fylgi forsetaframbjóðenda og virðist helst höggva í fylgi Katrínar Jakobsdóttur. Enn er þó ómarktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt könnun Prósents fyrir Morgunblaðið sem birt var í dag. Í könnun Maskínu fyrir sléttri vikur mældist Katrín Jakobsdóttir með mesta fylgið, eða 32,9 prósent, Baldur með 26,7 prósent og Jón Gnarr með 19,6 prósent. Þarna er marktækur munur á Katrínu og Baldri og hún því í forystu. Fimm dögum síðar, síðast liðinn laugardag, kemur Gallup með könnun sem sýnir mjög svipaða mynd af þremur efstu frambjóðendunum. Þar munar þó færri prósentustigum á milli Katrínar og Baldurs og munurinn ekki lengur marktækur. Jón Gnarr áfram á svipuðum slóðum. Hér sjáum við fylgi efstu fjögurra frambjóðenda í þremur könnunum sem birtar voru dagana 8. til 15. apríl.Grafík/Sara Töluverð breyting verður hins vegar á fylginu samkvæmt könnun Prósents sem Morgunblaðið birti í dag. Fylgið við Katrínu fellur niður í 25,3 prósent en Baldur er á svipuðum slóðum og í hinum könnununum með 29,5 prósent. Engu að síður telst ekki vera marktækur munur á þeim tveimur. Jón Gnarr er áfram í þriðja sæti með 19,3 prósent. Stóru tíðindin í könnun Prósents eru hins vegar að Halla Hrund Logadóttir tekur stökk úr 5,7 prósentum hjá Maskínu og 4 prósentum hjá Gallup í 12,1 hjá Prósenti. Hún tvöfaldar því fylgi sitt miðað við könnun Maskínu og þrefaldar það miðað við könnun Gallups. Fjórir frambjóðendur mælast með fylgi yfir tíu prósentum, Halla Tómasdóttir stendur í fimm til rúmlega sjö prósentum. Aðrir frambjóðendur mælast undir þremur prósentum.Grafík/Sara Í samtali við fréttastofu segist Halla Hrund hafa fundið fyrir miklum meðbyr frá því að hún tilkynnti um framboðið fyrir rúmri viku. Aukningin sé í takt við þann meðbyr. „En auðvitað er þetta könnun og ferðalagið er rétt að byrja,“ segir Halla Hrund. „Ég er glöð og þakklát fyrir þennan meðbyr og nú er bara að halda áfram og ég hlakka til og fer auðmjúk inn í þetta ævintýri,“ bætir hún við. Fylgi við nöfnu hennar Höllu Tómasdóttur dalar miðað við fyrri kannanir og mælist nú 5 prósent. Aðrir frambjóðendur mælast síðan undir þremur prósentum. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur og Katrín halda forystunni Þrír frambjóðendur til embættis forseta Íslands eiga fremur öðrum möguleika á að ná kjöri samkvæmt þremur könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mest fylgi í tveimur þeirra en Baldur Þórhallsson í þeirri þriðju og nýjustu. 15. apríl 2024 12:32 Baldur með forskot á Katrínu í nýjustu skoðanakönnuninni Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, nýtur mests stuðnings frambjóðenda til forseta Íslands samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. 15. apríl 2024 06:40 Eldri kjósendur hallast að Katrínu Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. 13. apríl 2024 11:32 Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Lítill munur er á fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi forsetaframbjóðenda. 13. apríl 2024 07:52 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Í könnun Maskínu fyrir sléttri vikur mældist Katrín Jakobsdóttir með mesta fylgið, eða 32,9 prósent, Baldur með 26,7 prósent og Jón Gnarr með 19,6 prósent. Þarna er marktækur munur á Katrínu og Baldri og hún því í forystu. Fimm dögum síðar, síðast liðinn laugardag, kemur Gallup með könnun sem sýnir mjög svipaða mynd af þremur efstu frambjóðendunum. Þar munar þó færri prósentustigum á milli Katrínar og Baldurs og munurinn ekki lengur marktækur. Jón Gnarr áfram á svipuðum slóðum. Hér sjáum við fylgi efstu fjögurra frambjóðenda í þremur könnunum sem birtar voru dagana 8. til 15. apríl.Grafík/Sara Töluverð breyting verður hins vegar á fylginu samkvæmt könnun Prósents sem Morgunblaðið birti í dag. Fylgið við Katrínu fellur niður í 25,3 prósent en Baldur er á svipuðum slóðum og í hinum könnununum með 29,5 prósent. Engu að síður telst ekki vera marktækur munur á þeim tveimur. Jón Gnarr er áfram í þriðja sæti með 19,3 prósent. Stóru tíðindin í könnun Prósents eru hins vegar að Halla Hrund Logadóttir tekur stökk úr 5,7 prósentum hjá Maskínu og 4 prósentum hjá Gallup í 12,1 hjá Prósenti. Hún tvöfaldar því fylgi sitt miðað við könnun Maskínu og þrefaldar það miðað við könnun Gallups. Fjórir frambjóðendur mælast með fylgi yfir tíu prósentum, Halla Tómasdóttir stendur í fimm til rúmlega sjö prósentum. Aðrir frambjóðendur mælast undir þremur prósentum.Grafík/Sara Í samtali við fréttastofu segist Halla Hrund hafa fundið fyrir miklum meðbyr frá því að hún tilkynnti um framboðið fyrir rúmri viku. Aukningin sé í takt við þann meðbyr. „En auðvitað er þetta könnun og ferðalagið er rétt að byrja,“ segir Halla Hrund. „Ég er glöð og þakklát fyrir þennan meðbyr og nú er bara að halda áfram og ég hlakka til og fer auðmjúk inn í þetta ævintýri,“ bætir hún við. Fylgi við nöfnu hennar Höllu Tómasdóttur dalar miðað við fyrri kannanir og mælist nú 5 prósent. Aðrir frambjóðendur mælast síðan undir þremur prósentum.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur og Katrín halda forystunni Þrír frambjóðendur til embættis forseta Íslands eiga fremur öðrum möguleika á að ná kjöri samkvæmt þremur könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mest fylgi í tveimur þeirra en Baldur Þórhallsson í þeirri þriðju og nýjustu. 15. apríl 2024 12:32 Baldur með forskot á Katrínu í nýjustu skoðanakönnuninni Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, nýtur mests stuðnings frambjóðenda til forseta Íslands samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. 15. apríl 2024 06:40 Eldri kjósendur hallast að Katrínu Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. 13. apríl 2024 11:32 Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Lítill munur er á fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi forsetaframbjóðenda. 13. apríl 2024 07:52 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Baldur og Katrín halda forystunni Þrír frambjóðendur til embættis forseta Íslands eiga fremur öðrum möguleika á að ná kjöri samkvæmt þremur könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mest fylgi í tveimur þeirra en Baldur Þórhallsson í þeirri þriðju og nýjustu. 15. apríl 2024 12:32
Baldur með forskot á Katrínu í nýjustu skoðanakönnuninni Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, nýtur mests stuðnings frambjóðenda til forseta Íslands samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. 15. apríl 2024 06:40
Eldri kjósendur hallast að Katrínu Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. 13. apríl 2024 11:32
Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Lítill munur er á fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi forsetaframbjóðenda. 13. apríl 2024 07:52