„Með betri stjórn á tilfinningunum mínum en nokkurn tímann áður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2024 07:01 Scottie Scheffler fagnar hér sigri á Mastersmótinu í gærkvöldi. AP/Charlie Riedel Scottie Scheffler leit út eins og kylfingur í sérflokki þegar hann vann öruggan og sannfærandi sigur á Mastersmótinu í golfi í gærkvöldi. Þessi 27 ára gamli Bandaríkjamaður hefur nú unnið Mastersmótið tvisvar sinnum á ferlinum og hann hefur verið efsti maður heimslistans í samtals 83 vikur síðan hann komst þangað fyrst í mars 2022. Þetta var þriðja mótið sem Scheffler vinnur í ár. Hann vann bæði Arnold Palmer Invitational mótið og Players meistaramótið viku síðar. „Mér finnst eins og ég sé að spila mjög gott golf núna,“ sagði Scheffler eftir sigurinn. Good company to be in. #themasters pic.twitter.com/ojOd9UALW4— The Masters (@TheMasters) April 14, 2024 „Mér finnst líka eins og ég sé með betri stjórn á tilfinningunum mínum en nokkurn tímann áður. Það er góður staður til að vera á,“ sagði Scheffler. „Mér líður eins og ég sé að þroskast sem manneskja út á golfvellinum og það er góður staður til að vera á,“ sagði Scheffler. „Það er líka erfitt að rífast mikið yfir úrslitum síðustu vikna. Ég hef verið að spila gott golf. Ég reyni samt að hugsa ekki af mikið um fortíðina,“ sagði Scheffler. Scheffler hefur tekið fimm sinnum þátt í Mastersmótinu og unnið það tvisvar. Scheffler varð sá fjórði yngsti til að vinna Mastersmótið tvisvar sinnum en hann er á eftir þeim Jack Nicklaus (25 ára, 81 daga), Tiger Woods (25 ára, 100 daga) og Seve Ballesteros (26 ára, 2 daga). On his way to victory at the 88th Masters Tournament, Scottie Scheffler put on a virtuoso performance. #themasters pic.twitter.com/ehon8vH8vM— The Masters (@TheMasters) April 15, 2024 Golf Masters-mótið Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þessi 27 ára gamli Bandaríkjamaður hefur nú unnið Mastersmótið tvisvar sinnum á ferlinum og hann hefur verið efsti maður heimslistans í samtals 83 vikur síðan hann komst þangað fyrst í mars 2022. Þetta var þriðja mótið sem Scheffler vinnur í ár. Hann vann bæði Arnold Palmer Invitational mótið og Players meistaramótið viku síðar. „Mér finnst eins og ég sé að spila mjög gott golf núna,“ sagði Scheffler eftir sigurinn. Good company to be in. #themasters pic.twitter.com/ojOd9UALW4— The Masters (@TheMasters) April 14, 2024 „Mér finnst líka eins og ég sé með betri stjórn á tilfinningunum mínum en nokkurn tímann áður. Það er góður staður til að vera á,“ sagði Scheffler. „Mér líður eins og ég sé að þroskast sem manneskja út á golfvellinum og það er góður staður til að vera á,“ sagði Scheffler. „Það er líka erfitt að rífast mikið yfir úrslitum síðustu vikna. Ég hef verið að spila gott golf. Ég reyni samt að hugsa ekki af mikið um fortíðina,“ sagði Scheffler. Scheffler hefur tekið fimm sinnum þátt í Mastersmótinu og unnið það tvisvar. Scheffler varð sá fjórði yngsti til að vinna Mastersmótið tvisvar sinnum en hann er á eftir þeim Jack Nicklaus (25 ára, 81 daga), Tiger Woods (25 ára, 100 daga) og Seve Ballesteros (26 ára, 2 daga). On his way to victory at the 88th Masters Tournament, Scottie Scheffler put on a virtuoso performance. #themasters pic.twitter.com/ehon8vH8vM— The Masters (@TheMasters) April 15, 2024
Golf Masters-mótið Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira