Aldrei fleirum vísað frá Íslandi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. apríl 2024 22:01 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir frávísanir á landamærum aldrei hafa verið fleiri. Vísir/Einar Aldrei hefur fleirum verið vísað frá Íslandi sem komið hafa á Keflavíkurflugvöll en það sem af er þessu ári eða rúmlega tvö hundruð manns. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir dæmi um að sama fólkinu sé vísað frá landinu oftar en einu sinni. Lögreglan á Suðurnesjum sinnir landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli í góðu samstarfi við Tollgæsluna en milljónir farþega fara um flugvöllinn á ári hverju. Lögregla hefur heimild til að vísa fólki frá landinu meðal annars ef það er talið ógna almannaöryggi. Slíkt hefur verið gert í meira mæli á síðustu árum. „Ég held að við séum komin í rúmlega tvö hundruð einstaklinga það sem af er ári. Síðustu tvö ár eru stærstu ár hvað varðar frávísanir á Keflavíkurflugvelli og ég á von á því að árið 2024 verði stærra heldur en síðasta ár. Frávísanir á landamærunum hafa aldrei verið fleiri og þær eru flestar á innri landamærum.“ Misjafnt er hvort farþegar þurfi að sýna vegabréf eða ekki eftir því hvaðan þeir koma en talað er um innri og ytri landamæri eftir því hvort er. Innri landamærin eru þar sem vegabréfaeftirlit fer ekki fram en þar erum er að ræða farþega frá löndum innan Schengen. „Þetta snýst oft um að vísa mönnum frá sem að eiga sér brotaferil og þeir eiga sér brotaferil þá í mjög mörgum tilfellum á Íslandi. Þetta eru einstaklingar sem að geta ekki gert grein fyrir dvöl sinni og af hverju þeir eru komnir til Íslands. Regluverkið er auðvitað alveg skírt. Við höfum þarna ákveðnar heimildir og það er auðvitað fyrir okkur að nýta þær með sanngjörnum og eðlilegum hætti og gæta meðalhófs.“ Þá segir hann dæmi um að sama fólkinu sé vísað oft frá. „Það er alveg þekkt að við þurfum að frávísa einstaklingi af landamærunum oftar en einu sinni.“ Keflavíkurflugvöllur Lögreglan Lögreglumál Reykjanesbær Hælisleitendur Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum sinnir landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli í góðu samstarfi við Tollgæsluna en milljónir farþega fara um flugvöllinn á ári hverju. Lögregla hefur heimild til að vísa fólki frá landinu meðal annars ef það er talið ógna almannaöryggi. Slíkt hefur verið gert í meira mæli á síðustu árum. „Ég held að við séum komin í rúmlega tvö hundruð einstaklinga það sem af er ári. Síðustu tvö ár eru stærstu ár hvað varðar frávísanir á Keflavíkurflugvelli og ég á von á því að árið 2024 verði stærra heldur en síðasta ár. Frávísanir á landamærunum hafa aldrei verið fleiri og þær eru flestar á innri landamærum.“ Misjafnt er hvort farþegar þurfi að sýna vegabréf eða ekki eftir því hvaðan þeir koma en talað er um innri og ytri landamæri eftir því hvort er. Innri landamærin eru þar sem vegabréfaeftirlit fer ekki fram en þar erum er að ræða farþega frá löndum innan Schengen. „Þetta snýst oft um að vísa mönnum frá sem að eiga sér brotaferil og þeir eiga sér brotaferil þá í mjög mörgum tilfellum á Íslandi. Þetta eru einstaklingar sem að geta ekki gert grein fyrir dvöl sinni og af hverju þeir eru komnir til Íslands. Regluverkið er auðvitað alveg skírt. Við höfum þarna ákveðnar heimildir og það er auðvitað fyrir okkur að nýta þær með sanngjörnum og eðlilegum hætti og gæta meðalhófs.“ Þá segir hann dæmi um að sama fólkinu sé vísað oft frá. „Það er alveg þekkt að við þurfum að frávísa einstaklingi af landamærunum oftar en einu sinni.“
Keflavíkurflugvöllur Lögreglan Lögreglumál Reykjanesbær Hælisleitendur Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira