Eldri kjósendur hallast að Katrínu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2024 11:32 Eiríkur Bergmann stjórnamálafræðingur segir að áhugavert verði að fylgjast með hvað gerist næstu vikurnar. Vísir/Vilhelm Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. Rúmur einn og hálfur mánuður er þar til landsmenn ganga að kjörborðinu og velja sér nýjan forseta. Margir hafa lýst áhuga á embættinu og hlaupa frambjóðendurnir á tugum og enn gætu fleiri bæst við. Nýjasti Þjóðarpúls Gallup sýnir að af þeim sem hafa stigið fram virðast þrír njóta mest fylgis. Þannig mælist ekki tölfræðilega marktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs. Þrjátíu prósent landsmanna segjast styðja Katrínu en ríflega tuttugu og sex prósent Baldur. Fylgi Jóns Gnarr mælist tæplega átján prósent. Sjá einnig: Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Aðrir frambjóðendur mælast með nokkuð minna fylgi. Þannig segjast sjö prósent ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur. Um fögur prósent Arnar Þór Jónsson og Höllu Hrund Logadóttur. Tvö prósent landsmanna ætla sér að kjósa Ásdísi Rán Gunnarsdóttur og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur. Ástþór Magnússon mælist svo með eitt prósent fylgi en aðrir frambjóðendur með minna. Niðurstöður Gallup eru samhljóða könnun Maskínu sem birt var fyrr í vikunni.Gallup Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir könnunina sýna hvaða frambjóðendur munu líklega berjast um embættið. „Það eru þrír frambjóðendur sem að ná máli og hafa umtalsvert fylgi. Aðrir hafa miklu minna og eru ansi langt frá því að geta talist sigurstranglegir. Það kemur auðvitað ekki á óvart að forsætisráðherrann fyrrverandi Katrín Jakobsdóttir hafi mest fylgi en það sem kannski meiru skiptir þar er samsetningin á því fylgi. Hún hefur mest fylgi í elstu aldurshópunum og það eru nú þeir sem eru líklegri til að mæta á kjörstað. Þannig að hún getur þá notið þess ef að líkum lætur. “ Könnunin var gerð dagana 5. til 11. apríl.Gallup Þá segir Eiríkur að áhugavert verði að sjá hvernig næstu kannanir koma út. „Ég held að fylgið hafi ekki sest almennilega enn þá. Auðvitað gefur þessi könnun mjög sterka vísbendingu um þessa þrjá helstu frambjóðendur en það getur enn þá verið töluvert flot á þessu en við höfum líka séð í fyrri forsetakjörum að fylgistölurnar hafa breyst allnokkuð eftir því sem nálgast kjördag.“ Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Rúmur einn og hálfur mánuður er þar til landsmenn ganga að kjörborðinu og velja sér nýjan forseta. Margir hafa lýst áhuga á embættinu og hlaupa frambjóðendurnir á tugum og enn gætu fleiri bæst við. Nýjasti Þjóðarpúls Gallup sýnir að af þeim sem hafa stigið fram virðast þrír njóta mest fylgis. Þannig mælist ekki tölfræðilega marktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs. Þrjátíu prósent landsmanna segjast styðja Katrínu en ríflega tuttugu og sex prósent Baldur. Fylgi Jóns Gnarr mælist tæplega átján prósent. Sjá einnig: Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Aðrir frambjóðendur mælast með nokkuð minna fylgi. Þannig segjast sjö prósent ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur. Um fögur prósent Arnar Þór Jónsson og Höllu Hrund Logadóttur. Tvö prósent landsmanna ætla sér að kjósa Ásdísi Rán Gunnarsdóttur og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur. Ástþór Magnússon mælist svo með eitt prósent fylgi en aðrir frambjóðendur með minna. Niðurstöður Gallup eru samhljóða könnun Maskínu sem birt var fyrr í vikunni.Gallup Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir könnunina sýna hvaða frambjóðendur munu líklega berjast um embættið. „Það eru þrír frambjóðendur sem að ná máli og hafa umtalsvert fylgi. Aðrir hafa miklu minna og eru ansi langt frá því að geta talist sigurstranglegir. Það kemur auðvitað ekki á óvart að forsætisráðherrann fyrrverandi Katrín Jakobsdóttir hafi mest fylgi en það sem kannski meiru skiptir þar er samsetningin á því fylgi. Hún hefur mest fylgi í elstu aldurshópunum og það eru nú þeir sem eru líklegri til að mæta á kjörstað. Þannig að hún getur þá notið þess ef að líkum lætur. “ Könnunin var gerð dagana 5. til 11. apríl.Gallup Þá segir Eiríkur að áhugavert verði að sjá hvernig næstu kannanir koma út. „Ég held að fylgið hafi ekki sest almennilega enn þá. Auðvitað gefur þessi könnun mjög sterka vísbendingu um þessa þrjá helstu frambjóðendur en það getur enn þá verið töluvert flot á þessu en við höfum líka séð í fyrri forsetakjörum að fylgistölurnar hafa breyst allnokkuð eftir því sem nálgast kjördag.“
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira