Hugsaði heim til konunnar og barnsins: „Vorum allir í sjokki“ Aron Guðmundsson skrifar 13. apríl 2024 10:24 Mynd af vettvangi óhappsins. Bifreiðin, sem flutti leikmenn Vestra heim til Ísafjarðar, sést þarna utan vegar á hvolfi. Betur fór en á horfðist og sluppu allir leikmenn án teljandi meiðsla frá óhappinu Aðsend mynd Betur fór en á horfðist þegar að bifreið, sem flutti nokkra leikmenn Bestu deildar liðs Vestra, valt og endaði utan vegar í krefjandi færð þegar liðið hélt heim á leið til Ísafjarðar eftir leik gegn Fram um síðastliðna helgi. Flytja þurfti einn leikmann liðsins, Sergine Modou Fall, á sjúkrahús en hann var skömmu síðar útskrifaður eftir skoðun og ber sig nú vel. „Eftir leik var fluginu okkar heim til Ísafjarðar aflýst vegna slæmra veðurskilyrða. Leikmenn áttu möguleika á því að vera áfram í Reykjavík yfir eina nótt en þar sem að ég á eiginkonu og barn á Ísafirði þá vildi ég komast sem fyrst til þeirra,“ segir Sergine Modou Fall í samtali við Vísi. „Veðrið á leiðinni var alls ekki gott. Færðin var á þann veg að við þurftum að fara lengri leiðina til Ísafjarðar og þegar að við komum til Hólmavíkur hafði veðrið versnað. Á einum tímapunkti missir bílstjórinn stjórnina á bílnum í þessum erfiðu aðstæðum. Það var snjór og hálka á veginum, blint, og við enduðum utan vegar og bíllinn valt. Endaði á hvolfi.“ „Það er ekkert sem bílstjórinn hefði geta gert öðruvísi. Aðstæðurnar voru bara hrikalega erfiðar. Svo gerist þetta svo fljótt. Ég áttaði mig ekki einu sinni strax á því hvað væri að gerast þar sem að ég sat í aftursætinu að horfa á kvikmynd í símanum mínum.“ Sem betur fer voru allir í bílnum, sem innihélt sjö leikmenn Vestra, í bílbeltum. „Við vorum skiljanlega allir í sjokki eftir þetta. Einhverjir okkar fóru bara að hlægja í þessum aðstæðum. Eitthvað sem má rekja til sjokksins. Sem betur fer var þetta ekki vatn sem við endum í þarna utan vegar eða stórgrýtt svæði. Heldur bara snjór. Við bárum okkur allir vel þarna skömmu eftir bílveltuna. Létum ringulreiðina ekki taka yfir. Panikkuðum ekki því það voru allir heilir. Enginn með opin sár.“ Biðin óþægilega En við tók rúmlega hálftíma bið eftir næsta bíl á símasambandslausu svæði. Leikmennirnir gátu ekki látið vita af sér. Gátu ekki látið vita af því sem gerst hafði. „Sem betur fer var annar bíll á eftir okkur því við gátum ekki hringt á viðbragðsaðila. Farþegar þess bíls gátu látið vita af því sem gerst hafði. Þetta voru erfiðar aðstæður og bið sem að leið eins og heil eilífð. Þegar að bíllinn veltur og við erum í þessum aðstæðum, þá gat ég ekki annað en hugsað bara heim til eiginkonu minnar og barnsins míns. Ég gat ekki einu sinni látið þau vita af mér þarna. Aðsend mynd Viðbragðsaðilar mættu í kjölfarið á staðinn og var tekin ákvörðun um að flytja leikmennina til Hólmavíkur til frekari skoðunar. „Það komu allir vel út úr þeirri skoðun þrátt fyrir að andlega hliðin hafi kannski fengið smá högg. Ég fann hins vegar fyrir sársauka í rifbeinunum. Læknirinn skoðaði það og óttaðist að mér gæti farið að blæða innvortis og vildi hann því senda mig suður til Reykjavíkur með sjúkrabíl.“ Vegirnir á þeirri leið höfðu hins vegar lokast og farið var í það að opna þá svo sjúkrabíllinn gæti flutt Fall suður á sjúkrahús. „Ég varði einni nótt á sjúkrahúsinu í Reykjavík. Læknarnir vildu fullvissa sig um að það yrðu engin eftirköst af þessu bílslysi fyrir mig. Ég var síðan útskrifaður næsta dag.“ Og Fall færir okkur góðar fréttir. Honum líður vel, er byrjaður að æfa á nýjan leik með Vestra og er klár í að mæta Breiðabliki í Bestu deildinni seinna í dag. Ekki bara liðsfélagar, heldur bræður Í fréttaflutningi af atvikinu vakti athygli að Elmar Atli Garðarsson, Súðvíkingur og fyrirliði Vestra, fylgdi Fall til Reykjavíkur á sjúkrahús. Staðreyndin er hins vegar sú að samband Fall og Elmars nær langt út fyrir það að vera bara liðsfélagar. Þeir líta á sig sem bræður hvors annars. Fall og Elmar Atli í baráttunni með Vestra. Elmar Atli er fyrirliði liðsinsVísir/Diego „Það er mjög auðvelt fyrir mig að tala vel um Elmar. Þetta byrjaði allt saman árið 2015 þegar að ég kom fyrst vestur. Þá sem leikmaður á reynslu hjá BÍ/Bolungarvík sem nú er Vestri. Elmar var á þeim tíma einn af yngstu leikmönnum liðsins og tók mig eiginlega strax undir sinn verndarvæng. Hann sá um mig. Ég kom þarna vestur og kunni varla stakt orð í ensku. Átti því í erfiðleikum með að vera í samskiptum við aðra þarna. Þegar að umræddu tímabili lauk þarna 2015 þá hélt ég aftur heim en fékk svo annan samning hjá Vestra og sneri aftur til Ísafjarðar þarna um jólin 2015 og bjó á þeim tíma einn fyrir vestan. Elmar bauð mér að koma til sín og fjölskyldu sinnar og halda með þeim jól. Það var ansi sérstakt fyrir mig, að fá að upplifa jólin, þar sem að ég er múslimi og held alla jafna ekki upp á jólin. Elmar bauð mér þarna að koma inn á heimili sitt og fjölskyldu sinnar, á mesta fjölskyldutíma ársins, og verja tíma með þeim. Það skipti mig ótrúlega miklu máli. Frá þessum tíma hefur samband okkar bara orðið sterkara og sterkara. Og foreldrar Elmars kalla mig son sinn, þau hafa verið mér mikill stuðningur í gegnum allan þennan tíma “ Fjölskylda Elmars Atla hefur tekið vel utan um Fall frá því að hann mætti fyrst vestur á firði. Hér er hann fyrir nokkrum árum með Elmari Atla og bróður hans SigurgeiriAðsend mynd En Elmar sýnir Fall ekki bara svona stuðning og hlýju. „Elmar er þannig manneskja að hann er til í að hjálpa öllum sem eru hjálparþurfi. Ef einhver þarf á hjálp að halda þá væri Elmar maðurinn sem myndi mæta á staðinn og hjálpa þér. Allir hér vita hversu góðan mann og gott hjartalag Elmar hefur að geyma.“ Fall hefur reynt fyrir sér á fleiri stöðum á leikmannaferlinum en leiðin liggur einhvern veginn alltaf aftur vestur á Ísafjörð. „Árið 2018 reyndi ég fyrir mér með liði ÍR. Svo hélt ég einnig út til Óman að spila fótbolta á sínum tíma. En í hvert skipti sem ég fer eitthvað er ég látinn vita af því að dyrnar séu opnar fyrir mig hjá Vestra fyrir vestan. Ég lít á Ísafjörð og svæðið fyrir vestan sem mitt heimili. Í hvert sinn sem ég held eitthvað annað þá finn ég á endanum fyrir söknuði og vill ekkert nema að snúa aftur vestur. Sakna svæðisins og fólksins sem það hefur að geyma.“ Horfðu á mig og treystu mér „Þegar að slysið átti sér stað. Var það Elmar sem hvatti mig til þess að fara til Reykjavíkur og frekari skoðun á sjúkrahúsi. Ég hélt því bara fram að það væri í lagi með mig, var í ákveðnu sjokki og taldi mig bara í lagi. Áttaði mig ekki fyllilega á aðstæðunum en sem betur fer var Elmar ákveðinn og sagði við mig: „Horfðu á mig. Ef það gerist eitthvað á leiðinni þá verð ég til staðar fyrir þig. Það er fullt af fólki annt um þig og það er fyrir bestu að þú látir kíkja á þig. Ekki hafa áhyggjur. Ég verð hérna til staðar fyrir þig.“„Ég ákvað því að láta slag standa og fara til Reykjavíkur og það var gott að vita til þess að Elmar stæði þétt við bakið á mér alla leið. Sér í lagi í gegnum þessa rúmu fjórar klukkustundir sem það tók að flytja okkur með sjúkrabíl til Reykjavíkur.“Elmar Atli og Fall deila sterku sambandi sem nær út fyrir fótboltavöllinnAðsend myndÉg er svo þakklátur fyrir að hafa kynnst honum í gegnum þetta fótboltabrölt mitt. Hann er ábyggilega stærsta ástæðan fyrir því að ég er enn þá hérna á Íslandi að spila. Þrátt fyrir að ég hafi reynt fyrir mér annars staðar þá höfum við alltaf haldið góðu sambandi. Samband sem nær út fyrir fótboltann. Og það sama gildir um systkini hans og foreldra. Þetta er mín fjölskylda fjarri heimahögum mínum í Senegal.“Og er Fall spenntur fyrir framhaldinu með liði Vestra í Bestu deildinni. Þrátt fyrir tap í fyrstu umferð gegn Fram eru leikmenn liðsins hvergi bangnir. Hafa fulla trú á góðu gengi í framhaldinu. Eru ekki hræddir við neitt lið í deildinni.Breiðablik og Vestri eigast við í Bestu deildinni í Beinni útsendingu á Subway deildar rás Stöð 2 Sport klukkan tvö í dag. Vestri Besta deild karla Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Eftir leik var fluginu okkar heim til Ísafjarðar aflýst vegna slæmra veðurskilyrða. Leikmenn áttu möguleika á því að vera áfram í Reykjavík yfir eina nótt en þar sem að ég á eiginkonu og barn á Ísafirði þá vildi ég komast sem fyrst til þeirra,“ segir Sergine Modou Fall í samtali við Vísi. „Veðrið á leiðinni var alls ekki gott. Færðin var á þann veg að við þurftum að fara lengri leiðina til Ísafjarðar og þegar að við komum til Hólmavíkur hafði veðrið versnað. Á einum tímapunkti missir bílstjórinn stjórnina á bílnum í þessum erfiðu aðstæðum. Það var snjór og hálka á veginum, blint, og við enduðum utan vegar og bíllinn valt. Endaði á hvolfi.“ „Það er ekkert sem bílstjórinn hefði geta gert öðruvísi. Aðstæðurnar voru bara hrikalega erfiðar. Svo gerist þetta svo fljótt. Ég áttaði mig ekki einu sinni strax á því hvað væri að gerast þar sem að ég sat í aftursætinu að horfa á kvikmynd í símanum mínum.“ Sem betur fer voru allir í bílnum, sem innihélt sjö leikmenn Vestra, í bílbeltum. „Við vorum skiljanlega allir í sjokki eftir þetta. Einhverjir okkar fóru bara að hlægja í þessum aðstæðum. Eitthvað sem má rekja til sjokksins. Sem betur fer var þetta ekki vatn sem við endum í þarna utan vegar eða stórgrýtt svæði. Heldur bara snjór. Við bárum okkur allir vel þarna skömmu eftir bílveltuna. Létum ringulreiðina ekki taka yfir. Panikkuðum ekki því það voru allir heilir. Enginn með opin sár.“ Biðin óþægilega En við tók rúmlega hálftíma bið eftir næsta bíl á símasambandslausu svæði. Leikmennirnir gátu ekki látið vita af sér. Gátu ekki látið vita af því sem gerst hafði. „Sem betur fer var annar bíll á eftir okkur því við gátum ekki hringt á viðbragðsaðila. Farþegar þess bíls gátu látið vita af því sem gerst hafði. Þetta voru erfiðar aðstæður og bið sem að leið eins og heil eilífð. Þegar að bíllinn veltur og við erum í þessum aðstæðum, þá gat ég ekki annað en hugsað bara heim til eiginkonu minnar og barnsins míns. Ég gat ekki einu sinni látið þau vita af mér þarna. Aðsend mynd Viðbragðsaðilar mættu í kjölfarið á staðinn og var tekin ákvörðun um að flytja leikmennina til Hólmavíkur til frekari skoðunar. „Það komu allir vel út úr þeirri skoðun þrátt fyrir að andlega hliðin hafi kannski fengið smá högg. Ég fann hins vegar fyrir sársauka í rifbeinunum. Læknirinn skoðaði það og óttaðist að mér gæti farið að blæða innvortis og vildi hann því senda mig suður til Reykjavíkur með sjúkrabíl.“ Vegirnir á þeirri leið höfðu hins vegar lokast og farið var í það að opna þá svo sjúkrabíllinn gæti flutt Fall suður á sjúkrahús. „Ég varði einni nótt á sjúkrahúsinu í Reykjavík. Læknarnir vildu fullvissa sig um að það yrðu engin eftirköst af þessu bílslysi fyrir mig. Ég var síðan útskrifaður næsta dag.“ Og Fall færir okkur góðar fréttir. Honum líður vel, er byrjaður að æfa á nýjan leik með Vestra og er klár í að mæta Breiðabliki í Bestu deildinni seinna í dag. Ekki bara liðsfélagar, heldur bræður Í fréttaflutningi af atvikinu vakti athygli að Elmar Atli Garðarsson, Súðvíkingur og fyrirliði Vestra, fylgdi Fall til Reykjavíkur á sjúkrahús. Staðreyndin er hins vegar sú að samband Fall og Elmars nær langt út fyrir það að vera bara liðsfélagar. Þeir líta á sig sem bræður hvors annars. Fall og Elmar Atli í baráttunni með Vestra. Elmar Atli er fyrirliði liðsinsVísir/Diego „Það er mjög auðvelt fyrir mig að tala vel um Elmar. Þetta byrjaði allt saman árið 2015 þegar að ég kom fyrst vestur. Þá sem leikmaður á reynslu hjá BÍ/Bolungarvík sem nú er Vestri. Elmar var á þeim tíma einn af yngstu leikmönnum liðsins og tók mig eiginlega strax undir sinn verndarvæng. Hann sá um mig. Ég kom þarna vestur og kunni varla stakt orð í ensku. Átti því í erfiðleikum með að vera í samskiptum við aðra þarna. Þegar að umræddu tímabili lauk þarna 2015 þá hélt ég aftur heim en fékk svo annan samning hjá Vestra og sneri aftur til Ísafjarðar þarna um jólin 2015 og bjó á þeim tíma einn fyrir vestan. Elmar bauð mér að koma til sín og fjölskyldu sinnar og halda með þeim jól. Það var ansi sérstakt fyrir mig, að fá að upplifa jólin, þar sem að ég er múslimi og held alla jafna ekki upp á jólin. Elmar bauð mér þarna að koma inn á heimili sitt og fjölskyldu sinnar, á mesta fjölskyldutíma ársins, og verja tíma með þeim. Það skipti mig ótrúlega miklu máli. Frá þessum tíma hefur samband okkar bara orðið sterkara og sterkara. Og foreldrar Elmars kalla mig son sinn, þau hafa verið mér mikill stuðningur í gegnum allan þennan tíma “ Fjölskylda Elmars Atla hefur tekið vel utan um Fall frá því að hann mætti fyrst vestur á firði. Hér er hann fyrir nokkrum árum með Elmari Atla og bróður hans SigurgeiriAðsend mynd En Elmar sýnir Fall ekki bara svona stuðning og hlýju. „Elmar er þannig manneskja að hann er til í að hjálpa öllum sem eru hjálparþurfi. Ef einhver þarf á hjálp að halda þá væri Elmar maðurinn sem myndi mæta á staðinn og hjálpa þér. Allir hér vita hversu góðan mann og gott hjartalag Elmar hefur að geyma.“ Fall hefur reynt fyrir sér á fleiri stöðum á leikmannaferlinum en leiðin liggur einhvern veginn alltaf aftur vestur á Ísafjörð. „Árið 2018 reyndi ég fyrir mér með liði ÍR. Svo hélt ég einnig út til Óman að spila fótbolta á sínum tíma. En í hvert skipti sem ég fer eitthvað er ég látinn vita af því að dyrnar séu opnar fyrir mig hjá Vestra fyrir vestan. Ég lít á Ísafjörð og svæðið fyrir vestan sem mitt heimili. Í hvert sinn sem ég held eitthvað annað þá finn ég á endanum fyrir söknuði og vill ekkert nema að snúa aftur vestur. Sakna svæðisins og fólksins sem það hefur að geyma.“ Horfðu á mig og treystu mér „Þegar að slysið átti sér stað. Var það Elmar sem hvatti mig til þess að fara til Reykjavíkur og frekari skoðun á sjúkrahúsi. Ég hélt því bara fram að það væri í lagi með mig, var í ákveðnu sjokki og taldi mig bara í lagi. Áttaði mig ekki fyllilega á aðstæðunum en sem betur fer var Elmar ákveðinn og sagði við mig: „Horfðu á mig. Ef það gerist eitthvað á leiðinni þá verð ég til staðar fyrir þig. Það er fullt af fólki annt um þig og það er fyrir bestu að þú látir kíkja á þig. Ekki hafa áhyggjur. Ég verð hérna til staðar fyrir þig.“„Ég ákvað því að láta slag standa og fara til Reykjavíkur og það var gott að vita til þess að Elmar stæði þétt við bakið á mér alla leið. Sér í lagi í gegnum þessa rúmu fjórar klukkustundir sem það tók að flytja okkur með sjúkrabíl til Reykjavíkur.“Elmar Atli og Fall deila sterku sambandi sem nær út fyrir fótboltavöllinnAðsend myndÉg er svo þakklátur fyrir að hafa kynnst honum í gegnum þetta fótboltabrölt mitt. Hann er ábyggilega stærsta ástæðan fyrir því að ég er enn þá hérna á Íslandi að spila. Þrátt fyrir að ég hafi reynt fyrir mér annars staðar þá höfum við alltaf haldið góðu sambandi. Samband sem nær út fyrir fótboltann. Og það sama gildir um systkini hans og foreldra. Þetta er mín fjölskylda fjarri heimahögum mínum í Senegal.“Og er Fall spenntur fyrir framhaldinu með liði Vestra í Bestu deildinni. Þrátt fyrir tap í fyrstu umferð gegn Fram eru leikmenn liðsins hvergi bangnir. Hafa fulla trú á góðu gengi í framhaldinu. Eru ekki hræddir við neitt lið í deildinni.Breiðablik og Vestri eigast við í Bestu deildinni í Beinni útsendingu á Subway deildar rás Stöð 2 Sport klukkan tvö í dag.
Vestri Besta deild karla Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti