Sex stungnir til bana í verslunarmiðstöð Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2024 09:35 Sex létu lífið og margir eru sagðir hafa særst, þar á meðal eitt ungt barn. AP/Rick Rycroft Sex voru stungnir til bana í verslunarmiðstöð í Sydney í Ástralíu í morgun þegar maður fór að stinga fólk af handahófi. Margir eru sagðir særðir og þar á meðal ungt barn en árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögregluþjóni. Ástand þeirra sem slösuðust liggur ekki fyrir. Það sama má segja um tilefni árásarinnar en Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir það til rannsóknar. Maðurinn er talinn hafa verið einn að verki. Hann sagðist ekki vilja velta vöngum yfir mögulegu tilefni árásarinnar og sagði að það yrði rannsakað ítarlega. Albanese hrósaði í hástert lögreglukonu sem skaut árásarmanninn en hún er sögð hafa hlaupið beint inn í verslunarmiðstöðina og mætt árásarmanninum ein. „Hugrekki þessa lögregluþjóns … Hún er svo sannarlega hetja,“ sagði Albanese. Þá sagðist hann fullviss um að hún hefði bjargað mannslífum. 'The police officer is certainly a hero'Australian PM Anthony Albanese talks about the bravery shown by the lone female police officer who shot the suspect in a shopping centre in Sydney."She saved lives", he adds.https://t.co/PXNUY1nDMK Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 pic.twitter.com/krms2jz9su— Sky News (@SkyNews) April 13, 2024 Mynd af lögregluþjóninum og árásarmanninum, eftir að hún skaut hann, hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í Ástralíu og víðar. Female police officer took out the Sydney stabbing rampage terrorist.Hero. Give her the Order of Australia pic.twitter.com/yWeoqVHCfs— Drew Pavlou (@DrewPavlou) April 13, 2024 AP fréttaveitan hefur eftir Anthony Cooke, næstráðandi hjá lögreglunni í Sydney, að ekki liggi fyrir hver árásarmaðurinn sé. Þá sagði hann að ekki væri búið að útiloka að um hryðjuverk væri að ræða. BREAKING: Latest pictures show the suspect inside the shopping centre in Sydney holding a weapon.Police say he was later confronted by a lone female police officer and shot dead.https://t.co/PAiZ4D1jU3 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/5jviWmFHWK— Sky News (@SkyNews) April 13, 2024 Uppfært: Tala látinna hefur hækkað úr fimm í sex. Ástralía Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Ástand þeirra sem slösuðust liggur ekki fyrir. Það sama má segja um tilefni árásarinnar en Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir það til rannsóknar. Maðurinn er talinn hafa verið einn að verki. Hann sagðist ekki vilja velta vöngum yfir mögulegu tilefni árásarinnar og sagði að það yrði rannsakað ítarlega. Albanese hrósaði í hástert lögreglukonu sem skaut árásarmanninn en hún er sögð hafa hlaupið beint inn í verslunarmiðstöðina og mætt árásarmanninum ein. „Hugrekki þessa lögregluþjóns … Hún er svo sannarlega hetja,“ sagði Albanese. Þá sagðist hann fullviss um að hún hefði bjargað mannslífum. 'The police officer is certainly a hero'Australian PM Anthony Albanese talks about the bravery shown by the lone female police officer who shot the suspect in a shopping centre in Sydney."She saved lives", he adds.https://t.co/PXNUY1nDMK Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 pic.twitter.com/krms2jz9su— Sky News (@SkyNews) April 13, 2024 Mynd af lögregluþjóninum og árásarmanninum, eftir að hún skaut hann, hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í Ástralíu og víðar. Female police officer took out the Sydney stabbing rampage terrorist.Hero. Give her the Order of Australia pic.twitter.com/yWeoqVHCfs— Drew Pavlou (@DrewPavlou) April 13, 2024 AP fréttaveitan hefur eftir Anthony Cooke, næstráðandi hjá lögreglunni í Sydney, að ekki liggi fyrir hver árásarmaðurinn sé. Þá sagði hann að ekki væri búið að útiloka að um hryðjuverk væri að ræða. BREAKING: Latest pictures show the suspect inside the shopping centre in Sydney holding a weapon.Police say he was later confronted by a lone female police officer and shot dead.https://t.co/PAiZ4D1jU3 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/5jviWmFHWK— Sky News (@SkyNews) April 13, 2024 Uppfært: Tala látinna hefur hækkað úr fimm í sex.
Ástralía Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira